Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 40
 MatartíMinn ÞorraMatur og Þorrablót Þ að er ekki augljóst hvort þorramatur og þorrablót eru merki þess að íslenskar matarhefðir lifi meðal þjóðarinn­ ar eða þveröfugt; að þorramatur­ inn sé einmitt tákn þess að þess­ ar hefðir séu löngu dauðar. Þótt fleiri Íslendingar borði súrmat um miðjan vetur en fyrir 50 árum, 100 og jafnvel 200 árum, er samt ekki hægt að kalla þetta lifandi hefð. Þvert á móti má halda því fram að þorrablótin hafi einmitt átt sinn þátt í að flýta fyrir andláti hefð­ anna. Fyrir tíma þorrablótanna borð­ aði fólk hrútspunga, magál og dönd ul árið um kring, en nú snert­ ir þetta enginn nema kannski einu sinni yfir þorrann. Slíkir neytend­ ur standa ekki undir vöruþróun. Þorramaturinn situr því fastur í sömu gildru og Þorláksmessu­ skatan. Hann er blót eða mann­ dómsvígsla frekar en matur til átu og hneigist því til að verða skrípa­ mynd af sjálfum sér. Glataðar gersemar Vandinn við súrmatinn liggur að hluta til í mysunni. Þegar íslenska mjólkureldhúsið lifði á hverjum bæ var þar framleitt smjör og áfir, skyr og mysa og matur síðan sýrður í mysunni. Bragð og áferð þessara afurða dró dám af mjólkinni á bæn­ um, fóðri kúnna, árstíð og gróður­ fari. Og þar sem hver bær sýrði sitt eigið skyr bragðaðist það hvergi eins. Og mysan var ólík milli bæja og byggðarlaga. Hún gat verið súr­ ari á einum stað, hvítari og ríkari af mjólkurpróteinum á öðrum og svo framvegis. Lítil frávik í sam­ setningu mysunnar hafa áhrif á súrmatinn – og mikil frávik mikil áhrif. Þar sem skyrið, mysan og súr­ maturinn er í raun keðjuverkun byggð á ostagerð (skyr er ostur) ætti að vera auðvelt fyrir okkur að bera þetta saman við lifandi osta­ gerð. Örlítill munur á samsetningu ostahleypisins, hversu súr hann er eða hvers kyns efni hann ber önnur en súrinn, getur skapað úr sömu mjólkinni annars vegar ost líkan parmesan og hins vegar ha­ varti, camembert eða gouda. Því miður var Árni Magnússon að leita að skinnhandritum þegar hann ferðaðist um landið. Ef hann hefði haft einhvern áhuga á matar­ menningu hefði hann frekar safn­ að saman sýnishornum af skyr­ inu, súrnum og garnaböggunum og byggt upp bragðbanka úti í Køben. En því miður kom enginn Árni. Þessi hefð dó að mestu út og besta skyrið okkar, besta smjörið og besta grjúpánið glataðist. Þorrablótin nú á dögum eru uppfærsla þessarar töpuðu mat­ armenningar en byggð á iðnað­ arafurðum. Það er líkt því og ef Frakkar hefðu misst niður osta­ menningu sína en vildu endur­ reisa hana á einum osti. Það væri vissulega franskur ostur – en samt ekki franskur ostur í neinni góðri merkingu. Kot skal bera saman við kot Þegar við hugsum um íslenska eld­ húsið hættir okkur til að sjá fyrir okkur lakara meðaltal þess sem var gert; fólk við slæman kost á köldu vori í afskekktu koti. Þetta er þjóðháttasýn lituð sósíalisma og sjálfstæðisbaráttu. Þessa mynd berum við síðan saman við matar­ listarsögu annarra landa – en mat­ arlistarsaga er eins og listasagan. Hún segir aðeins frá hinu besta og merkasta en sleppir hinu almenna og viðtekna. Í slíkum samanburði verður íslenska koteldhúsið illa þefjandi, grátt og ólystugt. En auðvitað hefur hér alltaf verið til smekkfólk í mat, sem öðrum lífs­ ins listum, þótt afstaða okkar til sögunnar feli það fyrir okkur. Í Frakklandi keppa bændur um hver býr til besta ostinn. Í Dan­ mörku er keppt í eldisblóma­ediks­ gerð og á Englandi eru beinar sjón­ varpsútsendingar frá keppni í gerð hindberjamauks. Það var heims­ frétt þegar kanadískt mjólkurbú vann virtasta heimsmeistaramót­ ið í mjúkosti. Niðurstaðan skók franskan landbúnað. Þetta eru dæmi um lifandi matarhefðir. Ef Íslendingar vilja endurreisa menningu sína í mat ættu þeir að hvetja bændur og búalið og áhuga­ menn alla til keppni í hrútspung­ um svo að stöðnuð hefð verði ung aftur. Fjölnismaður hins súrsaða pungs  SúrSuð endurreiSn Halldór gröndal  Miðaldir Súrt Þótti nokkuð Sætt Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 40 matur Helgin 28.-30. janúar 2011 Elsta handrit matreiðslubókar sem varðveist hefur á Íslandi er endurrit Bókar um matargerðar- list sem talið er að danskur munkur, Knud Juul, hafi skráð um 1300. Af uppskriftunum má lesa dálæti miðaldamanna á súrum mat. Knútur kennir mönnum að búa til edik, kryddar flesta rétti með ediki og súrsar kjöt í edikslegi. Ef menn vilja reyna fyrir sér í svona miðaldaeldamennsku – og forvera hins súra íslenska eldhúss – þá er fyrst að krydda edikið. Knútur segir okkur að taka einn hluta af hverju: negul, múskati, kardimommum, pipar og engiferi og blanda saman við fimm hluta af kanil – til dæmis eina teskeið af hverju fyrsttalda og eina matskeið plús tvær teskeiðar kanil. Raspið því næst niður álíka magn af brauði og af kryddinu (50 grömm). Líklega er best að nota harða skorpu af góðu súrdeigsbrauði. Blandið raspinu saman við kryddið og hellið um einum bolla af ediki yfir. Knútur segir að þessi edik- blanda haldist góð í hálft ár, svo óhætt er að búa til góðan skammt. Hitið því næst edikið í potti og sjóðið upp. Þar næst eru gæsa- eða andbringur eða önnur villbráð þrædd spekki sett út í og steikt eða soðin í leginum. Þegar kjötið er soðið er það látið kólna í edikinu, því næst skorið þunnt, lagt í krukku og ediksblöndunni hellt yfir. Knútur segir kjötið geymast þannig í þrjár vikur. Þessi uppskrift var þekkt um alla Evrópu á miðöldum og var gjarna kölluð höfðingjasósa. Miðaldasmekk fyrir súrum mat og ediki má finna í Einföldu mat- reiðslukveri frá 1800, sem hefir verið eignað Magnúsi Stephen- sen landfógeta. Hann má líka lesa í Nýrri matreiðslubók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur mannsaldri síðar. Og í Mat- reiðslubók fyrir fátæka og ríka eftir Jóninnu Sigurðardóttur frá 1915 má finna ekki svo ólíka uppskrift og munkurinn Knútur Juul skrásetti rúmum 600 árum fyrr. Hjá Jóninnu heitir rétturinn súrsteik. Þar er lakara kjöt látið liggja í kryddaðri blöndu ediks og hvítöls í tvo daga og síðan steikt. Hvítölið er þarna komið í stað brauðraspsins og þótt kryddið hjá Jóninnu sé eilítið frá- brugðið uppskrift Knúts munks er augljóst að Íslendingar hafa þekkt einhverja útgáfu þessa réttar í meira en 500 ár. Frekar súr endurvakning Villibráð í súrri höfðingjasósu Þótt finna megi fordæmi í veislu­ höldum Íslendinga í Kaupmanna­ höfn á nítjándu öld og af matseðlum árshátíða átthagafélaga í Reykjavík á fyrri hluta þeirrar tuttugustu má segja að þorrablót og þorramatur sé höfundarverk eins manns; Halldórs Gröndal, afreksmanns í veitinga­ rekstri og síðar prests í Grensás­ kirkju. Ef súrmaturinn er hinn ís­ lenski matarmenningararfur, þá er Gröndal bæði Árni Magnússon og Fjölnismenn allir. Afreksmaður Halldór stofnaði Naustið 1954 ásamt félögum þegar hann kom heim frá námi í veitingafræðum við Cornell í Bandaríkjunum. Þótt húsið standi enn neðarlega á Vesturgötunni er búið að eyðileggja innréttingarnar sem Sveinn Kjarval hannaði; básar úr trönum, kýraugu, flotholt, blakkir – eins konar hlý rómantísk kynja­ veröld úr fortíð sem kannski aldrei var. Þorrablótin féllu fullkomlega að þessu umhverfi og andrúmi. Og til að gulltryggja það lét Halldór smíða trog eftir fyrirmyndum úr Þjóð­ minjasafninu. Þorrablótin fullkomnuðu Naustið sem þema­veitingahús löngu áður en hugmyndin að Hard Rock og öðrum nútíma­þemaveitingahús­ um varð til. Umhverfið, andrúmið, stemningin voru ekki minna að­ dráttarafl en maturinn – og í raun var ekkert af þessu fullkomnað án hins. Gestirnir drukku meira, hlógu hærra og blönduðu geði milli borða. Allt féll eins og flís við rass. Ekki síst bókhaldið. Ódýrasti maturinn var seldur á dauðasta tíma ársins og varð að vertíð. Þetta er stærsta afrek íslenskrar veitingasögu. Fjörukráin í Hafnarfirði er um margt lík Naustinu á þorra. Þar hafa trönurnar gengið aftur, blakk­ irnar og trogin. En Fjörukráin á þó meira skylt við hefðbundnar túrista­ gildrur og skortir þá fágun sem var á Naustinu. Lifandi andi Halldór Gröndal rak Naustið í ell­ efu ár. Næsta verkefni hans var Icelandic Food Centre í London. Það verkefni varð táknmynd fyrir­ hyggjuleysis og ofmats Íslendinga, einkum í birtunni af síðari undrum. Hugmyndin var að vinna íslenskum mat markað með því að bjóða upp á hann á háklassa veitingahúsi. Að baki stóðu helstu pilsfaldakapítalist­ ar landsins, fjármagnaðir af ríkis­ sjóði. Þrátt fyrir að ekkert væri til sparað endaði ævintýrið illa. Hinn fyrrum Árni Magnússon endaði veitingahúsaferil sinn sem forveri Baldvins Jónssonar, kindakjötssölu­ manns Bændasamtakanna. Eftir þetta fór Halldór í guðfræði og vígðist prestur 1972. Hann þjón­ aði sem sóknarprestur í Grensás­ kirkju í aldarfjórðung. Það sýnir virkan huga og lifandi anda Hall­ dórs að eftir að hann hafði þjónað þjóðkirkjunni og Lúter af kostgæfni snerist hann til kaþólsku þegar hann fór á eftirlaun. Súrmatur í dag er endurvakning gamla íslenska súr-eldhússins en byggður á aukaafurðum iðnaðarframleiðslu. Það er ekki góður grunnur lifandi hefðar. Í dag er öllu minni reisn yfir húsunum sem hýstu Naustið en þegar staðurinn var upp á sitt besta. Edik lék næstum jafn stórt hlutverk í mið- aldaeld- húsinu og sykurinn fer með í dag. Klassískur þorrabakki Hrútspungar eru vinsælasti súrmaturinn í dag. Fita ber bragð og þar sem pungarnir eru minna feitir en bringukollar og slátur eru þeir minna súrir. Hugsanlega mætti læra af þessu og aðlaga súrmatinn að minnkandi súrþoli og súrsa þá frekar magurt kjöt, til dæmis lundabagga eins og þeir voru fyrr á árum. Ljósmynd/Hari Matur EINAR BÁRÐAR MILLI 18:00 OG 20:00 ALLA VIRKA DAGA KOMDU VIРÁ NÆSTU N1 STÖРOG FÁÐU  KANA LÍMMIÐA Í AFTURGLUGGANN 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.