Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 28
A gnar Jón er sögumað- ur af Guðs náð. Sagn- fræðinörd úr Breið- holtinu sem lærði leiklist í Bretlandi og á Íslandi og áttaði sig fljótlega á því eftir útskrift úr Leiklistarskólanum að leikstjórn ætti líklega betur við hann en að standa sjálfur á sviðinu. Hann veitt fátt skemmtilegra en að segja sögur og láta aðra hrífa sig inn í ævintýralegan sagnaheim. Hans eigin saga er svo ævintýri út af fyrir sig. „Ég kom snemma út úr skápnum, eða um fjórtán ára aldur,“ upplýsir Agnar Jón. Greinilega ekkert við- kvæmur fyrir þessu umræðuefni. Hann fæddist 13. ágúst 1973 og flutti úr Breiðholtinu upp í Mosfellsbæ um níu ára aldur. Fimm árum síðar seg- ir hann flesta vini sína hafa gert sér grein fyrir því að hann væri hommi. „Við vorum tveir sem komum svona ungir út úr skápnum, ég og Maríus Sverrisson. Eftir það byrjaði ég að sækja ýmsar samkomur hjá samkyn- hneigðum hérlendis.“ Kærasti Agnars hvatti hann til að segja foreldrum sínum ekki tíðindin fyrr en hann væri orðinn sjálfráða. „Ég fór að þeim ráðum. Á þessum tíma var verið að reka fólk úr vinnu fyrir það eitt að vera samkynhneigt. Margt hefur unnist í réttindabaráttu samkynhneigðra á skömmum tíma og það góða fólk sem lagði grunn að henni tók á sig stærstu höggin.“ Fimmtán ára flutti Agnar Jón að heiman. „Það vildi þannig til að ég fór í ferðalag til Kaliforníu með fjölskyldu minni síðasta veturinn í grunnskóla. Þegar fór að styttast í heimferð reif ég flugmiðann, setti hann á borðið fyrir framan mömmu og pabba og sagði bara „ég ætla að verða eftir“.“ Úr varð að Agnar Jón dvaldi áfram í Ameríku, bjó hjá frænku sinni í Los Angeles og gekk í „high school“ þar um slóðir. „Auðvitað var ég svolítið að melta mín mál á þessum tíma. Um sumarið bjó ég meira að segja hjá mormónafjölskyldu í Arizona. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi kannski litið á þá dvöl sem síðasta sénsinn til að fara aftur inn í skápinn! Þetta var fjölskyldufólk sem fór um hverja helgi á vatnaskíði; mjög fallegt fjölskyldulíf sem í raun var á hinum enda skalans, hefði maður haft eitt- hvert val. Ég upplifði þetta sem vissa freistingu: „Hversu öruggur ertu með að þetta sé það sem þú vilt?“ En auðvitað hefur maður ekki um neitt að velja. Maður verður að horfast í augu við sjálfan sig. Um áramótin slógu vinir mínir saman í miða fyrir mig heim. Þeg- ar ég kom heim sagði ég foreldrum mínum frá því að ég væri samkyn- hneigður. Ég fór aldrei aftur út. Mér fannst ekkert gaman í Ameríku. Ég veit ekki af hverju. Fannst allt svolítið tilgerðarlegt.“ Ástin og leiklistin Stuttu eftir heimkomuna blossaði leiklistarbakterían upp af fullum krafti. „Ég byrjaði á því að fara til Bretlands þegar ég var sautján ára. Fór í skóla þar og komst inn í mastersnám, sem var reyndar mjög skrýtið. Svo hætti Lánasjóður ís- lenskra námsmanna að lána fyrir náminu og skólagjöldunum, þannig að ég kom heim eftir útskrift í stað þess að halda áfram námi í London. Ég fór tvisvar í inntökupróf í Leik- listarskólann og komst inn í seinna skiptið. Við tóku fjögur ár í þeim skóla. Þegar ég hugsa um þessi ár kemur upp svona rússibanatilfinning í hausnum á mér. Það var svo margt sem gerðist.“ Með hverjum varstu í bekk? „Ég hóf námið 1994, útskrifaðist 1998 og var með Eddu Björgu Eyj- ólfsdóttur, Ólafi Darra Ólafssyni, Friðriki Friðrikssyni, Guðmundi Inga Þorvaldssyni, Sjöfn Everts, Lindu Ásgeirsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur í bekk. Maður velur náttúrlega ekki bekkjarfélaga sína. Þetta var mjög náið samband í fjögur ár. Það var algjört brjálæði að vera í sama herbergi og þetta fólk alla daga. Við Edda Björg slógumst t.d. eins og hundur og köttur, svolítið eins og systkin,“ rifjar Agnar Jón upp og hlær. Hafði það ekki jákvæð áhrif á sjálfstraustið að komast inn? „Jú, en þetta er svona nám þar sem maður er endalaust að skoða sjálfan sig og verður mjög meðvitaður um kosti sína, galla og líka komplexa. Ég held að þetta nám hafi í raun gert mig miklu minni á meðan ég var í skólanum.“ Brotið þig niður þá? „Já, að miklu leyti. Ég held að ég hafi verið nokkur ár að jafna mig eftir þennan skóla. Samanburður við aðra og svona. Ég týndi meira að segja leikgleðinni.“ Gekk kennslan þá að einhverju leyti út á það að brjóta fólk niður? „Nei, ég held að þetta hafi nú ekki verið opinber stefna hjá skólanum. Reyndar held ég að skólinn hafi ekki verið með sérstaklega mikið af stefnum á þessum tíma. Þetta var svona „hist og her“. Leiklistarskólinn átti að skila tæknilega góðum leik- urum og svo var maður bara lista- maður á sínum forsendum. Það var mikil áhersla lögð á líkamstækni og -þjálfun en hugmyndafræðilega var maður mjög vannærður. Alla vega ég. Ég hef mikla þörf fyrir að búa til eitthvað nýtt en ég er kannski ekk- ert rosalega góður tæknilega. Það getur verið ástæðan fyrir því að mér leið svona í skólanum. Ég hef mjög skrýtna rödd og hef seinna heyrt að hún henti ágætlega í kvikmyndir. En þarna var ég bara ungur mað- ur. Ég varð líka ástfanginn og gifti mig á þessum árum. Svo skildi ég átta mánuðum síðar. Ætli það sam- band hafi ekki verið eins og flest á þessum árum; eitthvað sem gerðist og ég hafði litla sem enga stjórn á, en ástin var ung og ör og fljót að brenna upp. Ég var lengi að sleikja sárin og gera mér grein fyrir því hvað mér var ætlað að læra af þessu sambandi. Seinna fattaði ég svo að við höfðum báðir gleymt sjálfum okkur og að næra okkur sjálfa sem einstaklinga. Það var það sem drap sambandið. Tveir ónærðir einstaklingar hafa ekki mikið að gefa hvor öðrum.“ Fórstu svo meira út í að leikstýra? „Já, ég hef alltaf viljað vera leik- stjóri. Ekki það að ég hafi ekki viljað leika en það hefur alltaf verið númer tvö. Svo fannst mér stöðugt erfiðara að vera leikari. Strax og ég útskrif- aðist fór ég að leikstýra í mennta- skólum. Oftar en ekki skrifaði ég verkin líka. Þegar Viðar Eggertsson hringdi í mig og bauð mér hlutverk í Shopping and fucking eftir Mark Ravenhill hugsaði ég með sjálfum mér: Nú þarf ég aldrei aftur að leika. Ég ákvað fjórtán ára að feta þessa braut, hef leikið í fjölmörgum sýn- ingum og tók þátt í Vesturportsævin- týrinu til að byrja með. Í dag finnst mér ég vera í þeirri stöðu að geta pikkað út allt það góða sem ég hef lært og notað það til að gera eitthvað nýtt. Að einhverju leyti er ég ennþá að leita að því hvað ég ætla að verða þegar ég er orðinn stór. Sem er mjög skemmtilegt.“ Það verður að vera gaman Á meðal þeirra verkefna sem eru á döfinni hjá Agnari Jóni er að setja upp söngleikinn Sarínó-sirkusinn í annað sinn. Textann skrifaði hann sjálfur en Hallur Ingólfsson samdi sönglögin. Leikhópurinn saman- stendur af börnum, þroskahömluð- um og atvinnuleikurum. Þá er Agnar Jón í mastersnámi í menningarstjór- nun við Háskólann á Bifröst. Þar fyrir utan á hann fyrirtækið Leyni- leikhúsið, sem stendur fyrir leik- listarnámskeiðum í grunnskólum, og kennir á svokölluðum virkninám- skeiðum við Hitt húsið. „Leynileikhúsið er barna- og ung- lingaleikhús sem heldur úti leik- listarnámskeiðum í grunnskólum eða í nágrenni þeirra. Ég hafði verið að kenna leiklist úti um allan bæ og þá kom þessi hugmynd frá foreldr- unum: Af hverju ferðu ekki inn í skólana? Svo þegar ég fór að tala við skólayfirvöld kom ljós að þau voru öll að hugsa það sama. Þetta small vel saman og nú erum við með nám- skeið í mörgum grunnskólum á höf- uðborgarsvæðinu. Skráning á vor- námskeið stendur einmitt yfir núna.“ Agnar Jón er sannfærður um að leiklist geti hjálpað krökkum sem eiga í félagslegum erfiðleikum. „Þetta gengur fyrst og fremst út á leikgleði. Það verður að vera gaman. Ég hef heyrt mjög merkilegar sög- ur frá foreldrum um mjög breytta félagslega líðan hjá þeim sem á því þurftu að halda. Hver og einn hefur sinn þröskuld sem hann þarf að fara yfir. Ég gæti þurft að leika þúfu í dag til að komast yfir þröskuldinn minn á meðan þú ert Hamlet. Sjálfur rek ég Leynileikhúsið ekki lengur en er alltaf með annan fótinn þar inni. Nú er ég að vinna fyrir Hitt húsið að verkefni sem heitir VÍTAM- ÍN og snýr að atvinnulausu, ungu fólki. Þar erum við líka að vinna með það sama, leikgleðina í lífinu.“ Draumur Agnars Jóns er að komið verði á fót sérstöku Barnamenning- arhúsi á höfuðborgarsvæðinu. „Leik- list og tónlist eiga heima í matsölum skólanna en íþróttahús eru alls stað- ar. Að mörgu leyti er verið að vinna frábært uppeldisstarf í íþróttafélög- unum en ég hef gert smá rannsókn á samstarfi skóla og íþróttafélaga og komist að því að það er ekki alltaf gott. Uppeldisfræði þessara aðila stangast á. Íþróttaæfingar ganga út á að búa til afreksíþróttamenn þegar börn eru sjö ára en það virkar ekki fyrir alla. Aftur á móti þurfa íþróttir, list og menning að vera hluti af því samfélagi sem við erum að byggja upp fyrir börnin.“ „Við þrjú ákváðum að eignast barn saman“ Agnar Jón á von á sínu öðru barni í apríl. Það væri út af fyrir sig ekki í frásögur færandi nema vegna þess að foreldrar barnsins eru þrír. Hann sjálfur, eiginmaður hans, Marian Chmelar og vinkona þeirra, Sara Pétursdóttir. „Við eigum eina dóttur sem heitir Anna Þórarna og fæddist fyrir rúmum tveimur árum. Ætli sag- an sé ekki einhvern veginn svona: Ég hef alltaf vitað að ég vildi verða fjölskyldumaður. Og árið 1987, þegar ég kom út úr skápnum, var það ekk- ert í boði. Hugmyndafræðin meik- aði bara ekki sens. Svo breyttist heimurinn einhvern veginn. Fyrir tíu árum hitti ég manninn minn, Marian, sem er tékkneskur. Við giftum okkur nokkrum árum síðar. Ég fann einfaldlega manninn sem ég elska. Ég vissi alltaf að ég vildi eign- ast barn, með því að ættleiða eða á annan hátt. Við Marian höfðum verið saman í nokkur ár þegar ég sá fram á að þetta væri það sem ég vildi í líf- inu. Við vildum taka þetta á næsta stig, sem er náttúrlega að stofna fjöl- skyldu. Jú, hugsuðum við. Gerum það. Stofnum fjölskyldu – en hvernig eigum við að gera það? Svo vildi bara þannig til að vinkona okkar var að hugsa á svipuðum nótum. Það var ekki kominn maður í hennar líf og við þrjú ákváðum að eignast barn saman. Það sem er áhugaverðast við þetta er að þegar þessar hugmyndir kviknuðu hjá okkur fyrir þremur árum máttu læknar ekki hjálpa okk- ur. Þeir gáfu okkur alls konar ráð og vildu allt fyrir okkur gera en lögum samkvæmt var þeim óheimilt að hjálpa okkur. Þannig að við ákváðum bara að gera þetta sjálf.“ Það er varla hægt að spyrja hvern- ig þið hafið farið að þessu ... „Aðferðafræðin er nú ekki flók- in. Hvernig er hægt að orða þetta smekklega? Í raun ekkert öðruvísi en það er: Sæði er sett í sprautu og svo kemur konan því fyrir. Dóttir okkar er svo yndisleg. Mér finnst skipta miklu máli að börn eigi systkin þannig að nú er lítill strákur á leiðinni í heiminn í apríl. Ég er líf- fræðilegur faðir beggja barnanna og móðirin er sú sama þannig að þau verða alsystkin. Ég viðurkenni að mér Einhverjir gætu haldið að það að koma út úr skápnum myndi setja strik í reikninginn þegar kæmi að barneignum. Ekki í tilviki Agnars Jóns Egilssonar, leikara og leikstjóra. Hann á von á sínu öðru barni í vor, ásamt eiginmanni sínum og barnsmóður. Agnar Jón bauð sig fram til stjórnlagaþings í vor, hefur sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og rétturinn til að verða foreldri er honum hjartans mál. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir ræddi við Agnar. Ljósmynd/Hari Við þrjú ákváðum að eignast barn saman Mér finnst skipta miklu máli að börn eigi systkin þannig að núna er lítill strákur á leiðinni í heiminn í apríl. Ég er líffræðilegur faðir beggja barnanna og móðirin er sú sama þannig að þau verða alsystkin. 28 viðtal Helgin 28.-30. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.