Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 17
Góð lýsing er gulli betri í umferðinni. Öll ættum við að blikka ljóslausa og eineygða bíla sem við mætum í akstri. Með því móti gefum við til kynna að gleymst hafi að kveikja ljósin eða skipta þurfi um peru. Þannig hugsum við um hag allra vegfarenda. Auk ljósa skoðar Frumherji 166 önnur öryggis atriði í almennri skoðun. Frumherji – örugg bifrei›asko›un. EN N EM M / SÍ A / N M 41 49 4 Eineygður? Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is world class.is SKRÁÐU ÞIG NÚNA á worldclass.is og í síma 55 30000 Tabata Spinning Yoga Styrkur Latin Fit Hot Yoga Freestyle Step Kviður og bak Þol og styrkur OPNIR TÍMAR Arnarungar aldrei fleiri en á liðnu sumri Fyrsta árið er örnum erfitt og sama gildir um þá sem ná ekki að helga sér óðal í kringum kynþroskaaldur Arnarvarp gekk vel á liðnu sumri og hafa aldrei fleiri ungar komist á legg en arnarstofninn stendur í stað og telur um 65 pör. Fleiri pör verptu en nokkru sinni fyrr eða 48. Hreiður með ungum voru einnig fleiri en áður, eða 27, og aldrei hafa ungarnir verið fleiri, eða 38. „Þessi góði varpárang- ur er athyglisverður í ljósi þess hversu varp gekk illa á Vestfjörð- um norðan Látrabjargs en aðeins eitt af sjö pörum á því svæði kom upp ungum,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson í grein í Fuglum, ársriti Fuglaverndar. Þar kemur hins vegar fram að varp við norðanverðan Breiða- fjörð var með besta móti og komust þar ungar á legg úr níu hreiðrum. „Enginn augljós skýr- ing er á þessum landfræðilega mun. Tíðarfar á arnarslóðum vestanlands um varptímann var örnum einkar hagstætt en það er sterkasti ávitinn á gott arnar- varp,“ segir Kristinn Haukur. Fyrsta árið er örnum erfitt en ungir ernir halda til á heima- svæði foreldra sinna fram eftir hausti og jafnvel fram á útmán- uði. Þá eru þeir reknir burt og þurfa að sjá sér farborða. Einnig eiga ernir, að því er fram kem- ur hjá Kristni Hauki, erfitt upp- dráttar í kringum kynþroska- aldurinn er þeir ná ekki að helga sér óðal. Ernir verða kynþroska fögurra til sex ára. Örninn parar sig fyrir lífstíð en fuglinn getur orðið meira en 30 ára gamall. Drepist annar fuglinn tekur hinn sér yfirleitt annan maka. Margt getur þó gerst í sambúð arna. Þannig greinir Kristinn Haukur frá þriggja ára karlfugli sem sést hefur í slagtogi með móður sinni á æskuóðalinu. „Þessi skötuhjú urpu ekki og verður tíminn að leiða í ljós hvað verður úr þessu ókristilega sambandi.“ -jh Arnarungar á hreiðri við Breiðafjörð. Ljósmynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.