Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 34
SKRÁÐU ÞIG NÚNA
á worldclass.is og í síma 55 30000
Opið allan sólarhringinn
í World Class Kringlunni
F ræðslu- og hvatningar-verkefnið
Lífshlaupið á vegum
Íþrótta- og Ólympíu-
sambands Íslands
verður ræst í fjórða
sinn miðvikudag-
inn 2. febrúar næst-
komandi . Verk-
efnið felst í því að
allir landsmenn eru
hvattir til að hreyfa
sig sér til ánægju
og heilsubótar. Frá
því að Lífshlaupið
hófst hefur þátt-
takan aukist jafnt
og þétt og rúmlega
13.300 einstakling-
ar tóku þátt á síð-
asta ári, en hægt er að taka þátt í
vinnustaðakeppni, hvatningarleik
fyrir grunnskólana og einstaklings-
keppni. Samstarfsaðilar verkefnis-
ins eru mennta- og
menningarmála-
ráðuneyt ið, vel -
ferðarráðuneytið,
Lýðheilsustöð, Rás
2, Skýrr og Ávaxta-
bíllinn. Nánari upp-
lýsingar um verk-
efnið er að finna á
www.lifshlaupid.is.
Mikilvægi
hreyfingar
Rannsóknir stað-
festa mikilvægi
hreyf ingar fyrir
heilsu manna og
því er brýn þörf á
að hvetja fólk til
hreyfingar. Allir
þurfa að hreyfa sig;
börn þurfa að ná 60 mínútum á dag
og fullorðnir að minnsta kosti 30
mínútum. Með Lífshlaupinu hvet-
ur ÍSÍ vinnuveitendur til að leggja
hönd á plóg og hvetja starfsmenn
sína til hreyfingar. Jafnframt eru
sveitarstjórnir og ríkisvaldið minnt
á að hafa nauðsyn hreyfingar í huga
þegar kemur að ákvörðunum um
meðal annars skólastarf, skipulag
og framkvæmdir.
Þeir sem eru duglegir að hreyfa
sig bæta heilsuna og auka sjálfsör-
yggið. Bætt heilsa lækkar kostnað
við heilbrigðiskerfið, fækkar veik-
indadögum og eykur því þjóðarhag.
Gleðin í fyrirrúmi
Eftirvæntingin og gleðin vegna
leikja, útiveru og samveru með öðr-
um er alltaf mikil. Það er von okkar
sem stöndum að Lífshlaupinu að
sem flestir nái að öðlast aftur eftir-
væntinguna og gleðina við að fara
út að hreyfa sig. Allir hafa þörf fyrir
hreyfingu.
Það er mikilvægt fyrir þá sem
hafa haft hægt um sig og ætla að
fara að hreyfa sig aftur að velja sér
eitthvað sem þeim finnst skemmti-
legt að gera. Þá eru mun meiri lík-
ur á að áframhald verði á hreyfing-
unni.
Landsmenn eru hvattir til að sam-
einast í baráttu sinni við að sigrast á
sófanum. Drífum okkur út og hreyf-
um okkur. Ferska loftið bíður!
34 viðhorf Helgin 28.-30. janúar 2011
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur
Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Þeir fáu sem hafa horfið úr störfum sínum vegna þess að
þeim hefur orðið verulega á í messunni, hafa sjaldnast
gert það að eigin frumkvæði.
Fært til bókar
Tókst ekki að töfra fram
ársreikninginn
Skil á ársreikningum fyrirtækja ganga
brösuglega eins og þráfaldlega hefur verið
bent á og kvartað undan. Í Fréttatímanum
síðastliðinn föstudag kom fram að jafnvel
stærstu endurskoðunarskrifstofurnar hafa
ekki skilað inn ársreikningum á réttum
tíma undanfarin fimm reikningsár. Ýmis
önnur fyrirtæki eru í sömu sporum og
athygli vekur m.a. að Houdini ehf. hefur
ekki tekist að töfra fram ársreikning sinn
fyrir árið 2009. Var þó fátt sem vafðist
fyrir ungversk-ameríska töframanninum
Harry Houdini sem uppi var 1874-1926.
Þess verður þó að geta að hann var einnig
undankomusérfræðingur. Meðal þeirra
sem standa að Houdini ehf. er Helgi
Björnsson, leikari og söngvari, og eitt
sinn var Magnús Ármann varamaður í
stjórn félagsins.
Reagan og Gorbatsjov í Félagstúni 1
Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar lagði
til og fékk samþykkt að Höfði, móttöku-
og fundarhús Reykjavíkurborgar, verði
hér eftir skráð númer 1 við Félagstún.
Hugsanlegt er því að einhverjir ruglist í
ríminu, að minnsta kosti þeir sem ekki
eru mjög staðkunnugir í Reykjavík, þegar
þeir fara að leita að þessu frægasta húsi
borgarinnar. Í húsinu númer 1 við Félags-
tún sátu jú Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seti og Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna,
það sæla ár 1986, reyndu að ná sáttum í
kalda stríðinu og gerðu þetta hvíta timbur-
hús um leið heimsfrægt. Nafnabreytingar í
Túnunum í Reykjavík hafa verið umdeildar
en Sætúnið breyttist í Guðrúnartún,
Skúlatún í Þórunnartún og Bríetartún
er þar sem Skúlagatan var áður, austan
Snorrabrautar. Frímúrarar eru því í skjóli
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á fundum
sínum. Síðast en ekki síst er það Höfða-
túnið, kennt við eina heimsfræga húsið
í Reykjavík, sem heitir það ekki lengur
heldur Katrínartún. Guðrún Björnsdóttir,
Katrín Magnússon og Þórunn Jónassen
hafa ekki lifað í sögunni eins og kvenskör-
ungurinn Bríet en þær sátu fyrstar kvenna
í borgarstjórn Reykjavíkur.
Vill reka landskjörstjórn og hætta
að nota stærðfræði Þorkels
„Hvet eindregið til nýrra kosninga til
stjórn lagaþings,“ segir Jónas Kristjáns-
son ritstjóri á bloggsíðu sinni, en hann
bauð sig fram til þingsins síðastliðið haust
en náði ekki kosningu. Jónas segist ekki
ætla að bjóða sig fram aftur enda telur
hann kosningakerfið hafa verið móðgun
við frambjóðendur. Ritstjórinn vill að
fallið verði frá stærðfræðileik Þorkels
Helgasonar og tekin upp hin hefðbundna
og gagnsæja aðferð sem leyfir leynilega
kosningu. Tilraun til réttlætis milli kjós-
enda hafi leitt til móðgunar við frambjóð-
endur. Þorkell Helgason bauð sig fram til
stjórnlagaþingsins, eins og Jónas og rúm-
lega 500 aðrir, og náði kjöri. Stærðfræð-
ingurinn segir í viðtali við Fréttablaðið að
stjórnlagaþing verði haldið með einhverju
móti en hvort hann verði með þá sé önnur
saga. Jónas hefur ekki mikla trú á löndum
sínum við skipulagningu kosninganna,
kannski að vonum miðað við niðurstöðu
Hæstaréttar, og segir framkvæmda-
valdið, löggjafarvaldið, dómsvaldið en
einkum landskjörstjórn hafa verið ófæra
til þess. Hann sér því þann kost vænstan
að fá útlendinga til að skipuleggja næstu
kosningu. Jónas skefur ekki utan af hlut-
unum frekar en fyrri daginn. Hann vill reka
landskjörstjórn og hætta að nota stærð-
fræði Þorkels Helgasonar.
Fjórmenningaklíka á framsóknar-
þorrablóti
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður hefur
haldið úti öflugri dagbók á netinu árum
saman. Þar greinir þingmaðurinn jafnt frá
hversdagslegu stússi sem stjórnmálastörf-
um og birtir myndir með. Siv er afar drjúgur
ljósmyndari. Í nýlegri færslu segir hún frá
þorrablóti framsóknarmanna í Lionssalnum
í Auðbrekku í Kópavogi þar sem flokks-
menn skemmtu sér og gæddu sér á góð-
meti. Margar ágætar myndir fylgja með,
meðal annars ein þar sem Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, gæðir sér á hákarli. Meiri
athygli vekja þó myndir Sivjar af „leynigest-
um“ sem mættu á blótið; ekki ómerkara
fólk en Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrver-
andi forsætisráðherra, Ólína Þorvarðar-
dóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar,
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
og Jón Ásgeir Jóhannesson útrásarvík-
ingur. Við nánari skoðun reyndust þarna
þó mættir dyggir framsóknarmenn í dular-
gervi, prýddir veglegum hárkollum enda
hárprýði meðal helstu einkenna fyrirmynd-
anna; hrokkinn kollur Davíðs, rauður makki
Ólínu, ljósar bylgjur Ólafs Ragnars og sítt að
aftan hjá Jóni Ásgeiri. Ef meta má af mynd
Sivjar kom hún sjálf fram í gervi rauðhærðu
samfylkingardrottningarinnar, Sigmundur
Davíð lék nafna sinn með hrokkna hárið,
Vigdís Hauksdóttir tók bylgju forsetans
og Guðmundur Steingrímsson, alþingis-
maður og ættarlaukur Framsóknar, var
með sítt að aftan að hætti Jóns Ásgeirs. Til
að halda uppi stuði fjórmenninganna lék
Guðmundur á nikkuna í atriðinu. Við leyfum
okkur að birta mynd Sivjar með.
Ef ekki hefur dregið til tíðinda í gærkvöld er
staðan enn sú að enginn ætlar að gangast við
ábyrgð á því að kosning til stjórnlagaþings
var með þeim hætti að Hæstiréttur hefur
ógilt hana. Þetta eru grátlega kunnuglegar
aðstæður.
„Ekki benda á mig“ hafa um árabil verið
einkunnarorð íslenskra ráðamanna. Á það
við um fólk á öllum sviðum athafnalífsins;
stjórnmálamenn, viðskiptajöfra, embættis-
menn og aðra. Ríflega tveimur árum eftir að
fjármálakerfi landsins gufaði upp, kannast
til dæmis varla nokkur maður við að hafa átt
þar hlut að máli. Þau ósköp
voru öll einhverjum öðrum
að kenna en þeim sem voru
staddir í miðri hringiðunni;
hvort sem þeir voru inni í
bönkunum, eftirlitsstofn-
unum, Seðlabankanum, eða
voru handhafa löggjafar- og
framkvæmdavaldsins í að-
draganda hrunsins.
Þegar litið er um öxl
blasir við fremur döpur mynd. Þeir fáu sem
hafa horfið úr störfum sínum vegna þess
að þeim hefur orðið verulega á í messunni,
hafa sjaldnast gert það að eigin frumkvæði.
Yfirleitt hefur þurft að draga þá úr stólum
sínum æpandi og gólandi. Iðrun er því svo
til óþekkt fyrirbrigði og það að biðjast afsök-
unar sömuleiðis.
Þó er einmitt svo miklu auðveldara að
fyrirgefa og sýna skilning þeim sem viður-
kenna sjálfir að þeir hafi gert mistök.
Slík hugsun er því miður víðs fjarri þeim
sem sannanlega bera ábyrgð á framkvæmd
kosninga til stjórnlagaþings. Þar er fyrsta
stopp hjá landskjörstjórn en formaður henn-
ar, Ástráður Haraldsson, virðist hins vegar
ekki kannast við ábyrgðina. Að minnsta
kosti er ekki annað að skilja á þeim orðum,
sem höfð eru eftir honum á forsíðu Frétta-
blaðsins í gær, en að dómur Hæstaréttar
komi varla landskjörstjórn við.
Einstaklega lítil reisn er yfir þessum við-
brögðum landskjörstjórnar. Engan hefði
undrað þótt hún hefði sagt af sér samdæg-
urs þegar dómur Hæstaréttar féll á þriðju-
dag. Í því samhegi skiptir engu máli hvort
niðurstöðurnar einkennast af tæknilegum
atriðum. Landskjörstjórn mátti vera fyllilega
kunnugt um að dómstólar hafa áður sýnt
af sér sérstaka smásmygli varðandi fram-
kvæmd kosninga. Eitt dæmi úr fortíð, sem
varð til þess að sveitarstjórnarkosningar
voru ógiltar, er að pappír kjörseðla þótti ekki
nægilega þykkur.
Landskjörstjórn er ávallt kosin á Alþingi
í kjölfar þingkosninga. Nú, eins og ávallt, er
meirihluti hennar skipaður fulltrúum þeirra
flokka sem hafa meirihluta á þingi. Ástráður
Haraldsson er fulltrúi VG en aðrir með-
limir eru Bryndís Hlöðversdóttir, fulltrúi
Samfylkingar, Hervör Lilja Þorvaldsdóttir,
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Þórður Bogason,
fulltrúi Samfylkingar, og Þuríður Jónsdóttir,
fulltrúi Framsóknarflokks.
Ekki þarf sérstaka spádómsgáfu til að
ætla að Alþingi muni fá það verkefni að kjósa
nýja landskjörstjórn von bráðar.
Ógilding Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings
Ekki benda á mig
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
E
Hafsteinn Pálsson
formaður almenningsíþrótta
sviðs ÍSÍ
Lífshlaupið 2011 – átaksverkefni ÍSÍ
Sigrumst á sófanum
Nauðsynlegt er fyrir alla að hreyfa
sig; hreyfing bætir heilsuna og
eykur vellíðan.