Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 54
54 tíska Helgin 28.-30. janúar 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Úreltur hugsunarháttur Nýlega uppgötvaði ég að lífið er svo miklu meira en eignir. Það tók mig þó langan tíma að átta mig á því. Í hverjum mánuði hurfu peningarnir mínir í ekki neitt. Ég fjárfesti til dæmis í nokkrum skópörum, fatnaði eða öðru slíku og peningarnir sem ég hafði unnið mér inn brunnu upp. Með tímanum varð ég skynsamari; gerði fjár- hagsáætlanir og áttaði mig á því að allt fór að ganga upp. Í okkur öllum býr vottur af einhverri söfnunaráráttu. Þetta er ömurleg árátta sem við fylgjum eftir ómeðvitað; teljum okkur þurfa fleiri liti eða aðrar gerðir en við raunverulega þurfum. Þetta er úreltur hugsunarháttur sem við tileinkuðum okkur fyrir tíma kreppunnar. Fyrir ekki svo löngu lifði ég fyrir skó- kaup. Það var persónulega mín versta árátta. Ég taldi mig þurfa allar gerðir. Há- hælaða, flatbotna, opna eða lokaða. Notk- unarhlutfallið er því miður gríðarlega lágt. Flest standa þessi skópör óhreyfð og bíða eftir að verða notuð. Það sorglega er þó hve miklir peningar hafa farið í skókaupin. Hversu mikið hefði ég getað upplifað og gert fyrir nákvæmlega sömu upphæð? Það er kannski ekki ein niðurstaða í þessu öllu. Að sjálfsögðu er alltaf gaman að eiga skó til skiptanna, úlpur í tugatali og endalaust úrval af buxum. En væri lífið ekki auðveldara ef við ættum aðeins eitt af hverju? Við myndum bæði spara tíma og peninga og valkvíðinn væri enginn. Miðvikudagur: Skór: All Saints Buxur: Levi’s Skyrta: Anderson og Lauth Jakki: All Saints – Prentið eigin hönnun Fimmtudagur: Skór: All Saints Buxur: Anderson og Lauth Skyrta: Anderson og Lauth Jakki: Zara Trefill: Andersen & Lauth Hendi mér í það sem ég á Guðmundur Hilmar Tómasson er 20 ára og hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist hönnun. Íþróttir eru stór partur af lífi hans því hann stundar frjálsar íþróttir af miklu kappi og stefnir hátt. Hann er mikill langhlaupari, bæði inni á vellinum og í lífinu sjálfu. Með íþróttunum tekur hann íhlaupastörf hér og þar og reynir að ná sem mestri reynslu út úr þeim. „Ég klæði mig mikið eftir skapinu; tíni flíkurnar út úr skápnum og hendi mér í það sem ég á. Pæli ekki mikið í samsetningunni, hún verður bara til. Fötin fæ ég úr öllum áttum en All Saints er í miklu uppáhaldi. Uppáhaldsbúðin mín er þó Paris Texas sem er í Danmörku en ég fæ sjaldan tækifæri til þess að versla þar. Þegar kemur að fatavali stendur Will Smith alltaf fyrir sínu. Ég fæ mikinn inn- blástur frá honum, bæði þegar kemur að tísku og lífsstíl. Mánudagur: Skór: Converse Buxur: Levi’s Bolur: Eigin hönnun, væntanleg í búðir. Jakki: Forever21 Peysa: Adidas Þriðjudagur: Skór: All Saints Buxur: All Saints Bolur: Cheap Monday Jakki: H&M Keðjur: Eigin hönnun Föstudagur: Buxur: All Saints Skyrta: Anderson og Lauth Jakki: Spúútnik Hálsmen: Eigin hönnun Skór: All Saints 5 dagar dress Heimatilbúinn kjötbúningur Hinn eftirminnilegi kjötbúningur sem söngkonan Lady GaGa klæddist á MTV-hátíðinni í september, hefur aldeil- is fengið sína athygli. Hann hefur kom- ist í sögubækurnar og mikið er deilt um hann. Nú hefur Anna Chong, nemandi í einum virtasta fatahönnunarskóla í Englandi, hannað sams konar búning á sjálfa sig. Í kjölfarið hefur Anna búið til kennslumyndband þar sem almenn- ingur getur lært að gera kjötbúninginn fræga úr parmaskinku. Myndbandið er hægt að nálgast á Youtube.com  ný lína frá H&M Við Íslendingar erum líklega meðal dyggustu aðdáenda H&M-verslan- anna og ættum að vera al- sæl með velgengni þeirra. Fataúrval þeirra jókst ört á síðasta ári og gerði það útslagið þegar haustlínan, hönnuð af Lanvin, kom í búðirnar. Flíkurnar voru eftirsóttar og mynduðust langir biðlistar eftir þeim. Í byrjun febrúar er von á enn einni nýrri línu frá H&H. Heitir sú Waste og eru fötin aðallega gerð úr afgangsefnum frá Lanvin- línunni. Waste-vörurnar eru í takmörkuðu upplagi og aðeins ein H&M-verslun í hverju landi mun selja þær. Það má búast við að slegist verði um hverja flík með kjafti og klóm. -kp Búin til úr afgöngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.