Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 60
60 dægurmál Helgin 28.-30. janúar 2011
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16
rúm
rúmgaflar
kojur
púðar
sófaborð
borðstofuhúsgögn
skrifstofuhúsgögn
Patti Húsgögn
10-50 %afsláttur
sófar
tungusófar
sófasett
hornsófar
relax stólar
stakir sófar
Landsins mesta úrval af sófasettum
Lokadagar útsölunnar
LEÐUR SÓFASETT 3+1+1 - 199.950
BORÐ FRÁ 34.950 HEILSUKODDAR BORÐ FRÁ 19.950
Gildir til 31.janúar
STÓLAR FRÁ 7.950
Iglo Sumarlínan kynnt í bIblíu barnatíSkunnar
Börnin sáu um
herferðina
Barnafatamerkið Iglo var stofnað árið 2008 og hefur þegar náð miklum
vinsældum meðal íslenskra foreldra. Auk þess er fyrirtækið að taka sín
fyrstu skref erlendis. Nýjasta lína þess, sumarlínan 2011, er væntanleg
í mars og hefur hún þegar vakið verðskuldaða athygli, jafnt hér á landi
sem erlendis.
Ú rvalið í sumar-línunni er meira en verið
hefur, fjölbreytnin
er í fyrirrúmi og
ungbarnalínan mun
stækka mikið. Ígló
hefur náð góðri fót-
festu og það var okkur
mikill heiður þegar
eitt virtasta barnatíma-
rit í heimi, hið ítalska
Collezioni Bambini,
fjallaði um okkur í nýj-
asta tölublaði sínu. Það
fjallar um ný fatamerki
og sumarlínan okkar
var eitt af þeim,“ segir
Helga Ólafsdóttir,
eigandi og hönnuður
Iglo.
Á tískuviku í Kaup-
mannahöfn
Iglo selur fatnað sinn
í níu verslunum hér
á landi og þremur
öðrum löndum, Dan-
mörku, Svíþjóð og
Frakklandi. Þýska-
land bætist svo við
í febrúar. Í byrjun
næstu viku mun Iglo
kynna nýjustu línu
sína, vetur 2011/2012,
á sýningunni CPH kids
sem haldin er í Kaup-
mannahöfn. „Þetta er
barnasýning sem er
hluti af tískuvikunni
í Kaupmannahöfn,“
segir Helga. „Þangað
kemur innkaupafólk,
helst úr Norður-Evr-
ópu, sem er að kaupa
inn fyrir búðirnar
sínar. Blaðamenn
koma alls staðar að og
fjalla um sýninguna
í heild sinni og taka
viðtöl við hönnuðina.
Það er mikill heiður að
fá að taka þátt í svona
stórri sýningu þar sem
við erum rétt að stíga
okkar fyrstu skref
erlendis.“
Börnin sáu um
herferðina
„Herferð okkar fyrir
veturinn 2011/2012
var umfangsmikil og
gríðarlega skemmti-
leg. Við fengum til liðs
við okkur tólf börn,
fórum með þau í stúdíó
og þau fengu alls
konar myndavélar; ein-
nota, gamlar vídeóvél-
ar eða stafrænar. Þau
fengu algjörlega að
leika lausum hala og
tóku myndir hvert af
öðru. Sjálf handskrif-
uðu þau textann með
tússlitum og gerðu
eins mikið í kynning-
unni og þau höfðu tök
á. Þau skemmtu sér
konunglega og voru
bæði áhugasöm og
dugleg. Þetta heppnað-
ist rosalega vel,“ segir
Helga. -kp
Helga Ólafsdóttir Eigandi og
hönnuður Iglo á góðri stund með
fyrirsætum við gerð auglýsinga-
herferðarinnar.
É g starfaði sem lífsráðgjafi í Bandaríkjunum meira og minna í tuttugu ár og hannaði þar kerfi sem Kaninn fór að kalla Rope Yoga,“ segir Guðni
Gunnarsson sem hefur safnað saman hugmyndum
sínum um hæfingu sálar og líkama í bókina Máttur
viljans en hann fagnaði útkomu bókarinnar á fimmtu-
daginn.
Guðni er einna þekktastur fyrir Rope Yoga en eftir
að hann flutti aftur til Íslands árið 2006 og opnaði Rope
Yoga-setrið hélt hann áfram að þróa hugmyndir sínar
yfir í það sem hann kallar í dag GlóMotion. „Þetta hefur
alltaf byggst á heimspeki og mér fannst tímabært að
gera þetta efni, sem byggist á reynslu minni, aðgengi-
legt fólki án þess að tengja það sérstaklega Rope Yoga
eða GlóMotion. Þetta er í raun og veru lífsstíll eða lífs-
speki og ef fólk tileinkar sér þetta er gríðarlegt frelsi
fólgið í því,“ segir Guðni.
„Í bókinni kynni ég til sögunnar sjö skref sem eru
hugsuð sem ferli í því sem við getum kallað hæfingu
því ég vil ekki tala um endurhæfingu. Maður byrjar
á því að vakna til vitundar um það ástand sem maður
hefur skapað sjálfur. Ef fólk vill fá frelsi verður það að
taka ábyrgð á tilvist sinni. Við erum bara orka sem við
getum ráðstafað viljandi eða óviljandi en maður kemst
ekkert undan því að ráðstafa henni og heldur ekki und-
an ráðstöfuninni. Það sem er kannski nýtt við þessa
bók er að hún sýnir lesandanum fram á af hverju hann
hefur ekki leyft sér hingað til að laða að sér velsæld,“
segir Guðni sem boðar leið til betra lífs í Mætti viljans.
guðnI gunnarSSon bók um mátt vIljanS
Þetta er
í raun og
veru lífsstíll
eða lífs-
speki.
Sjö þrep til velsældar
Guðni segir að bókin sé brött en kærleiksrík og markviss. „Hún lætur þig ekki í friði.
Hún segir þér ekkert sem þú veist ekki en margt sem þú ert búinn að gleyma og
sumt sem þú vilt ekki muna.“
Tímalaus fegurð
frá Chanel
„Nútíminn er ekki til“ var haft
eftir tískuhönnuðinum Karl
Lagerfeld á tískusýningu Chanel
síðastliðinn þriðjudag. Nýjasta
línan frá Chanel er öðruvísi en allt
annað sem er í boði og einkennist
einmitt af tímalausri fegurð sem
náði tökum á áhorfendum. Inn-
blástur frá ýmsum tímabilum var
sýnilegur í flíkunum, pastellitir
áberandi og mikill glamúr fylgdi
þeim. Aðalfyrirsæta sýningarinnar
var fyrrverandi módelið Kristin
McNenamy, 47 ára. Á níunda
áratugnum sat hún fyrir hjá Chanel
og lét hún hafa eftir sér að það
væri mikill heiður að fá að taka
þátt í sýningunni í ár. Sérstaklega
fannst henni mikilvægt að gráa
hárið hennar fékk að njóta sín. -kp