Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 58
58 dægurmál Helgin 28.-30. janúar 2011
Plötuhorn Dr. Gunna
leikDómur Fjalla-eyvinDur
Á íslenskan mælikvarða er Spilverk þjóð-anna einstök hljómsveit. Hún gerði sex frábærar plötur á fimm ára kafla, 1975-
1979. Þetta er afkasta- og gæðamet sem enn
stendur óhaggað. Fáar íslenskar hljómsveitir end-
ast í að gera sex plötur, hvað þá sex plötur á jafn
stuttum tíma, hvað þá sex plötur sem eru hver
annarri betri. Rétt fyrir jólin komu þessar sex
plötur út í kassa með aukaplötu, Pobeda, en þar
er safnað saman utanveltu afgangsefni. Sú plata
bætir litlu við en er ágætis búbót fyrir aðdáendur
og nauðsynleg ísing á þessa stríðstertu.
Í hnausþykkum bæklingi eru textar, plötuupp-
lýsingar, gömul viðtöl og myndir. Ekki er þar
pæld spekiumfjöllun, sem er ágætt því tónlistin
og blaðaviðtöl segja svo sem allt sem segja þarf.
Eins konar inngang skrifar Pétur Gunnarsson
og reynir að lýsa töfrum Spilverksins. Hann vill
meina að húmor sé þar stór þáttur, ekki ósvipað
og í tilfelli Bítlanna, sem var breskt Spilverk.
Töfrar Spilverksins liggja í þessu öllu; húmorn-
um, flottri músíkinni, hvernig meðlimirnir spila
saman og hver inn á annan og góðum textunum.
Ef fólk á í vandræðum með að semja almennilega
texta við lögin sín ætti það að skoða Spilverkið og
hvernig bandið lýsir tíðaranda, samtímaatburð-
um og eilífðarefnum. Það er hvetjandi stöff.
Sumir eru hrifnastir af fyrstu tveimur plötun-
um, þegar bandið söng á ensku og var ekki alveg
búið að slípa til sinn persónulega stíl. Á þriðju
plötunni, Götuskóm, söng bandið loksins á ís-
lensku og sprakk fyrst út að mínu mati. Spilverkið
er skólabókardæmi um muninn á enskum textum
og íslenskum, og hvernig íslensk tónlist lyftist
á annað og betra plan með góðum íslenskum
textum. Persónulega er ég hrifnastur af plötunum
Sturlu og Íslandi. Það eru Sgt. Peppers og hvíta
(græna) albúm Spilverksins, frábærar plötur sem,
eins og bestu plötur Megasar frá svipuðum tíma,
eru ekki bara mergjuð músík heldur einhvern
veginn líka staðfesting á þjóðerni manns. Það er
erfitt að útskýra það en mér finnst ég sjaldan ís-
lenskari en þegar ég hlusta á þessa músík.
Árið 1977 var rosalega gott ár fyrir þetta fólk,
því auk þess að gera Sturlu, gerðu þau Á bleikum
náttkjólum með Megasi og Hrekkjusvín með Leifi
Haukssyni. Nefnið mér einhverja aðra sem hafa
komið nálægt þremur meistaraverkum á einu og
sama árinu!
Strákarnir hjá Senu eru orðnir þaulvanir og út-
lærðir í að pakka íslenskri poppklassík í pottþétta
safnkassa. Allt safnið með Spilverkinu er stofu-
stáss og enn ein rósin í það angandi hnappagat.
Tónlist Spilverksins eldist mjög vel og ég öfunda
það fólk sem á eftir að kynnast þessari tónlist. Ég
get þó líka farið að hlakka til því Spilverkið er víst
komið saman aftur og ætlar að gera nýja plötu á
árinu. Ætlar Spilverkið gera upp hrunið? Konsept-
plötu um Icesave eða hernámið? Væntingarnar
eru miklar – enda verið að fylgja eftir þvílíkri
snilld – en ég bíð spenntur!
Háskólinn í Reykjavík, í samvinnu við Össur hf.,
Samtök iðnaðarins, Klak – nýsköpunarmiðstöð
atvinnulífsins, Landsvirkjun og Eyri Invest ehf.,
kallar eftir hugmyndum sem gætu orðið
FRÆ ÁRSINS 2011.
Fræ ársins er útnefnt árlega, en markmið þess er að styðja
við frumstig nýsköpunar með því að gefa frumkvöðlum
tækifæri til að breyta hugmynd eða frumgerð í viðskipta-
áætlun og sprotafyrirtæki.
Verðlaunafé er kr. 1.000.000.-, að auki fá aðstandendur
þeirrar hugmyndar sem hlutskörpust verður, vinnu-
aðstöðu og niðurfelld skólagjöld í Viðskiptasmiðju
Klaksins. Með þessu fá frumkvöðlar ekki aðeins
fjárstuðning til að vinna að hugmynd sinni, heldur einnig
það umhverfi, þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að
fullgera viðskiptaáætlun og koma á fót starfandi
sprotafyrirtæki.
Allir einstaklingar með lögheimili á Íslandi geta sent inn
eigin hugmyndir og/eða tilnefnt hugmyndir annarra í
umboði þeirra. Allar hugmyndir þurfa að uppfylla eftir-
farandi skilyrði:
FRÆ
ÁRSINS 2011
Allir einstaklingar með lögheimili á Íslandi geta sent inn eigin
hugmyndir og/eða tilnefnt hugmyndir annarra í umboði þeirra.
Allar hugmyndir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• Hugmyndin er ný
• Hugmyndin er framkvæmanleg
• Ekki hefur verið skráð fyrirtæki um hugmyndina
Nánari upplýsingar um samkeppnina og eyðublað til
útfyllingar er að finna á vef Háskólans í Reykjavík,
www.hr.is/fr2011
HUGMYND SEM ÞÚ
ERT ÞÚ MEÐ GÓÐA
VILT KOMA Í FRAMKVÆMD Á ÁRI NÝSKÖPUNAR?
FREST
UR TIL
1. FEBR
ÚAR
Íslensk poppklassík
verður stofustáss
allt safnið
Spilverk þjóðanna
/ Sena
Fjalla-
eyvindur
Eftir Jóhann Sigur-
jónsson
Leikstjóri: Marta
Nordal
Nándin er
mikil og hún
gerir gríðar-
legar kröfur
til leikaranna.
Nefnið mér
einhverja
aðra sem hafa
komið nálægt
þremur
meistaraverk-
um á einu og
sama árinu!
l eikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir sígilt leikverk Jóhanns Sigurjóns-sonar á Norðurpólnum úti á Nesi. Það
er fagnaðarefni að atvinnuleikhópur skuli
leggja í að setja upp þessa perlu íslenskra
leikbókmennta – kynslóðir ungra listunn-
enda ættu sér í lagi að drífa sig þangað og sjá
arfinn sinn lifna svo nýstárlega við.
Leið leikstjórans Mörtu Nordal er að færa
þessa dramatísku örlaga- og ástarsögu mjög
nálægt áhorfandanum en brjóta söguna jafn-
framt upp með ýmsum hætti, svo sem hljóði
og hreyfingum. Upptaka, sem spiluð er af
eldri útvarpsgerð leikritsins, brúar til dæmis
fortíð og nútíð. Reyndar er hljóðmyndin
(Elísabet Indra Ragnarsdóttir) öll afar vel
útfærð, falleg og hugvitsamleg. Rýmið sem
verkinu er valið er takmarkandi og hefur það
bæði kosti og galla í för með sér. Nándin er
mikil og hún gerir gríðarlegar kröfur til leik-
aranna. Það að upplifa þessar stolnu stundir
Eyvindar og Höllu verður afar persónuleg
reynsla í sal sem aðeins tekur rúma þrjátíu
gesti. Rýmið er hins vegar óheppilegt fyrir
þá sem sitja langt til endanna og þarna inni
verður býsna heitt þegar á líður.
Verkið er töluvert stytt en leiktextinn sem
eftir stendur er gull sem gaman er að hlýða
á. Framan af fannst mér leikararnir dálítið
stirðir og skorta aðeins á sannfæringar-
kraftinn, en öll unnu þau á. Samleikur Eddu
Bjargar Eyjólfsdóttur (Halla) og Guð-
mundar Inga Þorvaldssonar (Kári) var
góður en mér fannst Arnes (Bjartur Guð-
mundsson) lítt spennandi rulla í þessari
uppfærslu. Að sá spaði ætti nokkurn séns í
ekkjuna gekk varla upp og hann er lítill bóg-
ur að bera saman við Kára. Það er gaman að
sjá Valdimar Flygenring aftur á sviði og það
sópaði að honum í hlutverki hreppstjórans en
hann var örlítið týndur í hreyfilistinni.
Það er skýr heildarbragur á sýningunni,
hún er nútímaleg og aðgengileg og boðskap-
ur sögunnar á erindi nú sem fyrr.
Kristrún Heiða Hauksdóttir
Perla íslenskra leikbókmennta