Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 46
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson
matur@frettatiminn.is
46 kræsingar Helgin 28.-30. janúar 2011
Nú er tími fyrir þorrabjór
Þ orrabjór hefur fengist hér á landi nokkur síðustu ár yfir þorrann. Hann kemur í sölu
við upphaf þorra á bóndadaginn
og sölunni lýkur á konudaginn um
mánuði seinna. Í ár eru fjórar teg-
undir í boði, frá Ölgerðinni, Viking,
Kalda fyrir norðan og Miði í Stykk-
ishólmi. Líkt og þegar jólabjórinn
var metinn fékk Fréttatíminn
fjóra góða meðlimi í Fágun, félagi
áhugamanna um gerjun á mat- og
drykkjarvörum, til að smakka og
meta þorrabjórinn. Í Fágun eru
samankomnir allir helstu áhuga-
menn um heimabruggun bjórs
enda hefur félagið það að mark-
miði að stuðla að betra aðgengi
að hráefni til bjórgerðar á Íslandi.
Hver bjór var metinn út frá lykt,
útliti, bragði og heildarstemningu
og voru gefin stig á skalanum 1 upp
í 100.
Þorrajökull
5,5%
33 cl: 352 kr.
Ummæli dómnefndar:
Rosaleg maltlykt, lítil
froða og undirkol sýrð-
ur. Þetta er flók inn
bjór, eiginlega bragð-
partí og hálfgerður
þorramatur, ætli þeir
hafi sett eitthvað
súrsað í hann? Hann
tekur ánægjulega
áhættu og er góður
en samt svona eins
og hákarl, það er
gaman að borða hann
en maður gerir ekki
mikið af því.
Þorrakaldi
5%
33 cl: 349 kr.
Ummæli dómnefndar:
Flottur dökkur appel-
sínulitur á honum og
greinileg karamella,
humlar og malt í
lykt inni. Fínt að skola
þorramatnum niður
með þessum, passar við
tilefnið. Góð beiskja og
maltbragð þrátt fyrir
að hann sé bara 5%.
Minnir á jólabjórinn
þeirra. Þetta er svona
bjór sem væri pottþétt
hægt að bjóða konum
upp á.
Þorrabjór frá
Viking
5,1%
33 cl: 315 kr.
Ummæli dómnefndar:
Sætulykt en annars
ekki mjög lyktsterkur.
Það er meira áfengis-
bragð af honum en
hinum. Þeir fara
varlega í þorrabjórinn
og hann bragðast ekki
eins og árstíðarbjór.
Það er hægt að velja
úr 40-50 tegundum
í þessum stíl í ríkinu.
Mjög ljós á litinn og það
hefði verið þorralegra
að hafa hann dekkri.
Egils Þorrabjór
5,6%
33 cl: 339 kr.
Ummæli dómnefndar:
Það er góð kryddlykt
af honum og jafnvel
hveitilykt sem minnir
á belgískan hveiti-
bjór enda örugglega
maltað hveiti í honum
og ávaxtakeimur að
belgískum sið. Þetta er
góður bjór með góðu
jafnvægi í bragðinu.
Liturinn er það óþorra-
legasta við hann, alveg
rosalega ljós. Þetta
væri eiginlega frábær
sumarbjór.
80%
DómnEfnD
75%
DómnEfnD
55%
DómnEfnD
70%
DómnEfnDPRÓTÍNBOMBUR!
Samkvæmt skýrslu Matís er
harðfiskur hollari en áður var talið.
Langhollasti þorramaturinn.
Fæst í Bónus
H R E I N Í S L E N S K F Æ Ð U B Ó T
Þorrabjórinn 2011
óttar
Örn Sigurbergsson er
meðlimur í Fágun og byrjaði
að brugga bjór fyrir þremur
árum til að fylla upp í það
gat sem honum fannst vera
á íslenska markaðnum og
hefur nú spreytt sig á yfir
50 tegundum af bjór.
DómnefnDin
Halldór
Ægir Halldórsson er
meðlimur í Fágun og er í
bruggteymi með Óttari.
Saman hafa þeir bruggað
margar tegundir. Hann
heldur mikið upp
á belgískan bjór.
arnar
baldursson er formaður
Fágunar og mikill bjór-
áhugamaður og bjórbrugg-
ari. Hann bruggar helst
amerískt ale og India pale
ale sem er vel
humluð
bjórtegund.
Sigurður
Guðbrandsson er í
stjórn Fágunar og hefur
bruggað sjálfur í tæp tvö
ár. Hann bruggar helst
humlað amerískt
ljóst öl.
Leiðarvísir að lífsgleði - námskeið með Siggu kling
ORÐ ERU ÁLÖG
Orð eru álög er einstakt námskeið og fyrsta sinnar
tegundar með Siggu Kling. Námskeiðið er byggt á
samnefndri bók þar sem þátttakendur læra að tengja
sig sálinni, ná betri tökum á lífi sínu og finna leiðina
að hamingjunni. Hentar fyrir alla aldurshópa.
Námskeiðið verður haldið í fræðslusal Maður lifandi,
Borgartúni 24, þriðjudaginn 1. febrúar, kl.18:00 og
kostar aðeins 2.900 kr. Að auki fá allir þátttakendur
hljóðdiskinn „Þú ert frábær“
Skráning á madurlifandi@madurlifandi.is
Nánari upplýsingar á www.madurlifandi.is
www.madurlifandi.is
Borgartúni 24
105 Reykjavík
Sími: 585 8700
Hæðarsmára 6
201 Kópavogur
Sími: 585 8710
Hafnarborg
220 Hafnarfirði
Sími: 585 8720