Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 46
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is 46 kræsingar Helgin 28.-30. janúar 2011 Nú er tími fyrir þorrabjór Þ orrabjór hefur fengist hér á landi nokkur síðustu ár yfir þorrann. Hann kemur í sölu við upphaf þorra á bóndadaginn og sölunni lýkur á konudaginn um mánuði seinna. Í ár eru fjórar teg- undir í boði, frá Ölgerðinni, Viking, Kalda fyrir norðan og Miði í Stykk- ishólmi. Líkt og þegar jólabjórinn var metinn fékk Fréttatíminn fjóra góða meðlimi í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun á mat- og drykkjarvörum, til að smakka og meta þorrabjórinn. Í Fágun eru samankomnir allir helstu áhuga- menn um heimabruggun bjórs enda hefur félagið það að mark- miði að stuðla að betra aðgengi að hráefni til bjórgerðar á Íslandi. Hver bjór var metinn út frá lykt, útliti, bragði og heildarstemningu og voru gefin stig á skalanum 1 upp í 100. Þorrajökull 5,5% 33 cl: 352 kr. Ummæli dómnefndar: Rosaleg maltlykt, lítil froða og undirkol sýrð- ur. Þetta er flók inn bjór, eiginlega bragð- partí og hálfgerður þorramatur, ætli þeir hafi sett eitthvað súrsað í hann? Hann tekur ánægjulega áhættu og er góður en samt svona eins og hákarl, það er gaman að borða hann en maður gerir ekki mikið af því. Þorrakaldi 5% 33 cl: 349 kr. Ummæli dómnefndar: Flottur dökkur appel- sínulitur á honum og greinileg karamella, humlar og malt í lykt inni. Fínt að skola þorramatnum niður með þessum, passar við tilefnið. Góð beiskja og maltbragð þrátt fyrir að hann sé bara 5%. Minnir á jólabjórinn þeirra. Þetta er svona bjór sem væri pottþétt hægt að bjóða konum upp á. Þorrabjór frá Viking 5,1% 33 cl: 315 kr. Ummæli dómnefndar: Sætulykt en annars ekki mjög lyktsterkur. Það er meira áfengis- bragð af honum en hinum. Þeir fara varlega í þorrabjórinn og hann bragðast ekki eins og árstíðarbjór. Það er hægt að velja úr 40-50 tegundum í þessum stíl í ríkinu. Mjög ljós á litinn og það hefði verið þorralegra að hafa hann dekkri. Egils Þorrabjór 5,6% 33 cl: 339 kr. Ummæli dómnefndar: Það er góð kryddlykt af honum og jafnvel hveitilykt sem minnir á belgískan hveiti- bjór enda örugglega maltað hveiti í honum og ávaxtakeimur að belgískum sið. Þetta er góður bjór með góðu jafnvægi í bragðinu. Liturinn er það óþorra- legasta við hann, alveg rosalega ljós. Þetta væri eiginlega frábær sumarbjór. 80% DómnEfnD 75% DómnEfnD 55% DómnEfnD 70% DómnEfnDPRÓTÍNBOMBUR! Samkvæmt skýrslu Matís er harðfiskur hollari en áður var talið. Langhollasti þorramaturinn. Fæst í Bónus H R E I N Í S L E N S K F Æ Ð U B Ó T  Þorrabjórinn 2011 óttar Örn Sigurbergsson er meðlimur í Fágun og byrjaði að brugga bjór fyrir þremur árum til að fylla upp í það gat sem honum fannst vera á íslenska markaðnum og hefur nú spreytt sig á yfir 50 tegundum af bjór. DómnefnDin Halldór Ægir Halldórsson er meðlimur í Fágun og er í bruggteymi með Óttari. Saman hafa þeir bruggað margar tegundir. Hann heldur mikið upp á belgískan bjór. arnar baldursson er formaður Fágunar og mikill bjór- áhugamaður og bjórbrugg- ari. Hann bruggar helst amerískt ale og India pale ale sem er vel humluð bjórtegund. Sigurður Guðbrandsson er í stjórn Fágunar og hefur bruggað sjálfur í tæp tvö ár. Hann bruggar helst humlað amerískt ljóst öl. Leiðarvísir að lífsgleði - námskeið með Siggu kling ORÐ ERU ÁLÖG Orð eru álög er einstakt námskeið og fyrsta sinnar tegundar með Siggu Kling. Námskeiðið er byggt á samnefndri bók þar sem þátttakendur læra að tengja sig sálinni, ná betri tökum á lífi sínu og finna leiðina að hamingjunni. Hentar fyrir alla aldurshópa. Námskeiðið verður haldið í fræðslusal Maður lifandi, Borgartúni 24, þriðjudaginn 1. febrúar, kl.18:00 og kostar aðeins 2.900 kr. Að auki fá allir þátttakendur hljóðdiskinn „Þú ert frábær“ Skráning á madurlifandi@madurlifandi.is Nánari upplýsingar á www.madurlifandi.is www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðarsmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Hafnarborg 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.