Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.01.2011, Síða 59

Fréttatíminn - 28.01.2011, Síða 59
Á hljómgrunnur.is er að finna að- gengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. dægurmál 59Helgin 28.-30. janúar 2011 Opið laugardag & sunnudag 10-16 Lagersala Lín Design Malarhöfða 8 LAGERSALA 40-80% afsláttur Sængurfatnaður Barnavörur Handklæði Borðdúkar Rúmteppi Löberar Púðar & fleira Aðeins þessa einu helgi! www.lindesig n.is Sængurfatna ður frá 3.990 kr Handklæði fr á 1.245 kr A lbert Eiríksson hefur á liðnum árum skraut-ritað það sem hann kallar ættarhringi og gefið sínum nánustu, fjölskyldu og vinum, í afmælis-, fermingar- og brúðkaupsgjafir. Þessi hringlaga ættartré hans hafa vakið talsverða athygli þannig að hann gefur nú fólki kost á að panta ættarhringina á netinu og hefur vart undan eftirspurninni. „Ég byrjaði að gera þetta fyrir systkinabörn mín og gaf þeim í fermingargjafir. Hring- irnir vöktu athygli vina þeirra og fleiri og þannig vatt þetta upp á sig,“ segir Albert. „Það hefur verið mikið að gera og þetta fer mjög vel af stað. Margir fengu ættarhringi í jólagjöf og ég heyri ekki annað en að það sé almennur áhugi á þeim fyrir fermingar,“ segir Albert sem ætlar með vorinu að kynna til sögunnar sérstaka ættar- hringi fyrir brúðhjón. „Eða bara öll hjón. Þannig að þessir hringir geta verið tilvalin gjöf, til dæmis á brúðkaupsafmæl- um.“ Til þess að anna eftirspurn er Albert kominn með hring- ina í sérstakt tölvuforrit og hann skrautritar síðan nöfn viðfangsefna sinna og skyld- menna í hringina. „Þetta er gríðarlega mikil vinna og heil- mikið ferli en mjög skemmti- legt. Það er líka gaman að sjá hve áhuginn á ættfræði er mikill í öllum aldurshópum, og þá ekki síst hjá ungu fólki eins og sést vel á áhuga ferm- ingarbarnanna. Ættarhringir Alberts eru fáanlegir í tveimur stærðum. „Sá stærri rúmar 125 nöfn, með aðalpersónuna í miðj- unni, en í þeim minni eru langömmur og langafar í ysta hringnum.“ Albert segir eftir- spurnina eftir minni hringn- um vera mikla og bætir við að á bak við hvern hring liggi heilmikil vinna við öflun upp- lýsinga, auk þess sem hann fer vandlega yfir allar upplýs- ingar áður en hann tekur upp skrautritunarpennann. „Ég fæ upplýsingar frá fólkinu sjálfu en nota líka Esp­ ólín-ættfræðiforritið og er í samstarfi við ORG­Ættfræði­  Albert eiríksson býr til ættArhringi Skrautritar persónulegar tækifærisgjafir Ættarhringir Alberts þykja snoturt og persónulegt veggs- kraut. Albert hefur ekki undan að skrautrita ættartré áhugasamra Íslendinga. Föstudagur 28. janúar Tríó Reykjavíkur Kjarvalsstaðir kl. 12.15 Með einstöku samstarfi sínu bjóða Tríó Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur upp á ókeypis hádegistónleika. Laugardagur 29. janúar Myrkir músíkdagar – Andlit Unu og Tinnu Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, kl. 12 Andlit er yfirskrift tónleika Unu Sveinbjarnar- dóttur og Tinnu Þorsteinsdóttur. Þar munu heyrast spennandi verk fyrir fiðlu og píanó og verða þrjú þeirra frumflutt á tónleikunum, eftir þá Áka Ásgeirsson, Guðmund Stein Gunn- arsson og Pál Ivan Pálsson. Myrkir músíkdagar – Blásarasveitin Hnúkaþeyr Kjarvalsstaðir kl. 14.30 Blásarasveitin Hnúkaþeyr leikur verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Önnu S. Þorvaldsdótt- ur og Lars Graugaard. Almennur aðgangseyrir er kr. 2.000 kr.; börn, stúdentar og eldri borgarar greiða 1.000 kr. Myrkir músíkdagar – Íslenski saxófón­ kvartettinn Kjarvalsstaðir kl. 20 Íslenski saxófónkvartettinn leikur verk eftir Þórð Magnússon, Lárus H. Grímsson, Kjartan Ólafsson og Þorstein Hauksson. sunnudagur 30. janúar Famuli­tónlist með Samuli norræna húsið kl. 13 Samuli Kosminen flytur fjölskylduvæn slagverks- og rafverk. Um sjónrænan hluta tónleikanna sér Örvar Smárason. Upphitun er í höndum Kira Kira og Alex Somers. þjónustuna, auk þess sem ég hef stuðst við upplýsingar úr Íslendingabók,“ segir Albert sem hefur haft mikinn áhuga á ættfræði frá barnæsku. Líf forsetans fer á fleygiferð þegar prinsessa kemur í heimsókn á Bessastaði. Bessastaðaball á Stóra sviðinu Ballið á Bessastöðum, nýtt barna- leikrit sem byggist að hluta til á vinsælum barnabókum eftir gerði Kristnýju, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins næstkomandi fimmtudag. Forsetinn er önnum kafinn og hefur lítinn tíma til að gera það sem hann þráir helst. Þetta breytist þegar prinsessa kemur í heimsókn á Bessastaði og heilmikið ævintýri hefst. Tónlistin í verkinu er eftir Braga Valdimar skúlason sem semur einnig söngtexta ásamt Gerði Kristnýju. Þess má til gamans geta að Gerður Kristný komst á blað í nýlegri könnun Fréttatímans á því hvern hópur álitsgjafa blaðsins vill sjá sem arftaka Ólafs ragnars grímssonar á Bessastöðum.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.