Fréttatíminn - 01.07.2011, Qupperneq 44
40 ferðir Helgin 1.-3. júlí 2011
FOSSHÓTEL / SIGTÚN 38 / 105 REYKJAVÍK / SÍMI: 562 4000
FAX: 562 4001 / E-MAIL: sales@fosshotel.is
Bókaðu núna í síma 562 4000
Bókaðu á marketing@fosshotel.is
3 nætur á 39.000 kr.
5 nætur á 49.000 kr.
Gisting fyrir 2 í tveggja manna her bergi
með baði ásamt morgunverði.
Gildir frá maí til september.
Sumartilboð
Fosshótela!
Fosshótel vinalegri
um allt land
R e y k j a v í k :
Fosshótel Barón
Fosshótel Lind
v e s t u R l a n d :
Fosshótel Reykholt
n o R ð u R l a n d :
Fosshótel Dalvík
Fosshótel Laugar
Fosshótel Húsavík
a u s t u R l a n d :
Fosshótel Vatnajökull
Fosshótel Skaftafell
s u ð u R l a n d :
Fosshótel Mosfell
M
argir ferðalangar að Fjallabaki kann-
ast við Dalakofann en til skamms
tíma voru ekki margir sem nýttu sér
hann til gistingar. Einhverjir höfðu
rennt í hlað, kíkt á glugga og kannski
aðeins rekið nefið inn í eldri skálann sem jafnan stóð
opinn, en nútíma ferðamönnum þótti lítt freistandi að
leggjast þar til svefns.
Nú hefur orðið breyting þar á því Útivist hefur end-
urbyggt Dalakofann frá grunni og raunar meira en það
því upp er risin myndarleg viðbygging. Fyrir voru tvö
svokölluð A-hús og voru þau endursmíðuð nánast að
öllu leyti, en til viðbótar var sett tengibygging á milli
þeirra. Í A-húsunum eru svefnrými með rúmstæðum
og svefnloftum en í tengibyggingunni er eldunarað-
staða, salerni og forstofa. Útkoman er myndarlegur
fjallaskáli sem er notalegur til gistingar fyrir allt
upp í 36 manns og stenst fyllilega nútímakröfur um
aðbúnað.
Arfleifð Rudolfs Stolzenwalds
Rudolf Stolzenwald byggði Dalakofann árið 1971 og
seinna annan skála við hlið hins fyrri. Rudolf var einn
af stofnendum og formaður Flugbjörgunarsveitar-
innar á Hellu og frumkvöðull í ferðalögum á hálendi
Íslands. Fjallabakssvæðið var honum sérlega kært og
byggði hann Dalakofann til að auka öryggi ferðafólks
á svæðinu og skapa aukna möguleika til að njóta nátt-
úrunnar. Margir eldri fjallamenn minnast ferða með
Rudolf í Dalakofann og um öræfi og afréttarlönd ofan
Rangárvalla. Óhætt er að segja að hann hafi verið
fjallamaður af lífi og sál og arfleifð hans og náttúrusýn
er fjallamönnum í dag fyrirmynd og hvatning til góðra
verka. Rudolf Stolzenwald lést vorið 1987 á leið sinni í
Dalakofann á vélsleða.
Dalakofinn er sérlega vel staðsettur til gönguferða.
Hæfilega langar dagleiðir eru þaðan í Landmanna-
laugar, Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil, Krók,
Hungurfit og Landmannahelli, þekkta áfangastaði
að Fjallabaki og í nágrenni þess. Ekki síður hentar
skálinn vel til bækistöðvaferða þar sem gist er nokkrar
nætur í skálanum og gengið út frá honum. Hverasvæði
Reykjadala heillar hvern sem þau skoða og þar má sjá
óraskað háhitasvæði eins og þau gerast glæsilegust.
Enginn verður svikinn af dagsgöngu á þær slóðir. Það
má til dæmis gera með hringleið kringum Hrafntinnu-
hraun með viðkomu á hverasvæðinu við Hrafntinnu-
sker. Rétt er að hafa í huga að skilja ekki eftir sig spor
á viðkvæmum hverasvæðum, því þótt sporin máist ef
til vill út með tímanum viljum við að næstu gestir njóti
hins ósnerta.
Einnig má ganga niður með Markarfljóti norðan
Laufafells en þar leynist fallegur foss sem stundum er
nefndur „nafnlausi fossinn“ og er sjálfsagt nafnlaus í
örnefnaskrá. Einhverjar nafngiftir hafa þó náð flugi,
meðal annars hefur hann verið kallaður Rúdolf í höf-
uðið á Rudolf Stolzenwald. Einnig hefur heyrst nafnið
Lýsingur og mun Gísli Ólafur Pétursson vera upphafs-
maður þeirrar nafngiftar. Þó svo að við látum nafn
hans liggja milli hluta má samt njóta fegurðar hans
sem er ósvikin. Frá fossinum má halda áfram för niður
með Markarfljóti um Hvannstóð austan Laufafells.
Á þeirri leið eru Ljósártungur á vinstri hönd, fallegt
svæði en erfitt yfirferðar þar sem gil skera landið. Frá
mótum Markarfljóts og Ljósár má taka útúrdúr upp
að Ljósárfossi sem þar fellur niður en þangað er um
klukkustundar gangur. Á bakaleið í skála er tilvalið að
ganga sunnan Laufafells hjá Laufavatni.
Frægir tindar í næsta nágrenni
Þeir sem vilja stefna á fjallstinda hafa hér gott úrval.
Það er vel þess virði að leggja á sig erfiði til að standa á
tindi Laufafells því útsýni af því er gott. Hlíðarnar eru
nokkuð brattar en hækkunin ekki nema ríflega 300
metrar. Rétt norðan skálans eru Rauðufossafjöll sem
bjóða ekki síður upp á skemmtilega fjallgöngu. Síðast
en ekki síst er sjálf Hekla í næsta nágrenni og má segja
að tindarnir gerist ekki öllu frægari en hún. Síðustu
ár hafa menn beðið eftir að sú gamla gjósi og er ekki
verra að leita sér upplýsinga hjá jarðeðlisfræðideild
Veðurstofunnar um skjálftavirkni áður en lagt er í
göngu á Heklutind.
Gönguleiðabók um
Hvalfjarðarsvæðið
G önguleiðabók Reynis Ingibjartssonar um Hval-fjarðarsvæðið kom út í
vor. Í henni er lýst 25 gönguleið-
um með korti, leiðarlýsingu og
myndum. Um er að ræða hring-
leiðir og er upphafs- og endastað-
ur því ávallt hinn sami. Bókin er
önnur í ritröð en í fyrra kom út
sambærileg gönguleiðabók um
höfuðborgarsvæðið og næsta vor
er væntanleg sú þriðja, um gönguleiðir á Reykjanesskaganum. Leið-
irnar miðast við fólk á öllum aldri. Ekki er mikið um fjallgöngur, fremur
gengið með ströndum, vötnum, um hraun og skóglendi.
Reynir segir Hvalfjarðarsvæðið stórt enda
nái Hvalfjarðarsveit alveg að Borgarfjarðarbrú.
Farið er í kringum þrjú fjöll, Esju, Akrafjall og
Skarðsheiði, auk Hvalfjarðar. Sagan er á hverju
strái, bæði Íslandssagan og stríðssagan sem
er nær okkur í tíma. „Ég leitaði uppi það sem
eftir er af stríðsminjum kringum Hvalfjörð og
þar er býsna mikið að finna. Á kortunum eru
þessir staðir merktir inn á. Þar má m.a. nefna
Hvítanes þar sem risu 250 byggingar á stríðsár-
unum. Þær eru flestar horfnar en fara má um
og upplifa söguna.“
Mógilsá og Esjuhlíðar
Kjalarnes
Saurbær á Kjalarnesi
Norðan Akrafjalls
Hvítanes við Grunnafjörð
Melabakkar
Ölver og Katlavegur
Hafnarskógur
Andakílsárfossar
Skorradalur og Síldarman
nagötur
Umhverfi Draghálss
Saurbær á Hvalfjarðarströ
nd
Bjarteyjarsandur og Hrafn
eyri
Bláskeggsá og Helguhóll
Þyrilsnes
Kringum Glym
Botn Brynjudals
Fossárdalur og Seljadalur
Hvítanes í Hvalfirði
Hvammsvík
Hálsnes og Búðasandur
Meðalfell í Kjós
Vindáshlíð og Laxá í Kjós
Eilífsdalur
Hvalfjarðareyri
Hér er lýst 25 gönguleið
um á hinu svokallaða
Hval fjarðar svæði, sem tey
gir sig kringum Esjuna,
Akra fjall og Skarðsheiði,
auk undirlendisins við
Hval fjörð. Göngu leiðirnar
eru flestar hringleiðir,
að jafnaði 3-6 kílómetra la
ngar og tekur um eina
til tvær klukkustundir að g
anga þær. Oftast tekur
ekki nema hálfa til eina k
lukkustund að komast
á göngustað, náttúra Hva
lfjarðarsvæðisins er því
sannarlega við bæjarvegg
inn.
Höfundur bókarinnar, Rey
nir Ingibjartsson, hefur
leitað uppi marga forvitni
lega staði sem ekki eru
öllum kunnir og lagt sérst
aka áherslu á minjar frá
tíma hersetunnar í Hvalfirð
i. Stórátak í skógrækt
og uppgræðslu hefur g
ert Hvalfjarðarsvæðið
að mikilli útivistarparadís
. Hinar löngu strendur
Hvalfjarðar og Borgarfjarð
ar laða líka að fólk allan
ársins hring.
Kort og leiðbeiningar fylg
ja sérhverjum göngu-
hring, ásamt leiðarlýsingu
og umfjöllun um það
sem fyrir augu ber.
Backside flap
Back
Front
Spine
Frontside flap
Reynir Ingibjartsson
Þú
e
ku
r á
st
að
in
n,
g
en
gu
r s
ke
m
m
ti -
le
ga
n
hr
in
g
og
ky
nn
ist
fr
ið
sæ
lu
m
vin
ju
m
n
át
tú
ru
nn
ar.
N á t t ú R A N V I ð B æ j A
R V E G G I N N
25 gönguleiðir
á hvalfjarðarsvæðinu
N á t t ú R A N V I ð B æ j A
R V E G G I N N
25 gönguleiðir
á hvalfjarðarsvæðinu
N
á
t
t
ú
R
A
N
V
Ið
B
æ
jA
R
V
E
G
G
IN
N
25 g
ö
n
g
u
leið
ir
á
h
va
lfja
r
ð
a
r
svæ
ð
in
u
salka.is
Hraunin og Straumsvík
Ásfjall og Ástjörn
Garðaholt og Hleinar
Gálgahraun
Álftanes og Bessastaðatjö
rn
Kópavogsdalur
Fossvogsdalur
Öskjuhlíð
Seltjarnarnes og Grótta
Örfirisey
Laugardalur
Laugarnes og Sund
Kringum Grafarvog
Innan Geldinganess
Umhverfis Varmá
Hafravatn
Við Reynisvatn
Við Rauðavatn
Ofan Árbæjarstíflu
Elliðavatn og Vatnsendi
Vífilsstaðavatn
Vífilsstaðahlíð
Búrfellsgjá
Kaldársel og Valahnúkar
Hvaleyrarvatn
Bókin 25 gönguleiðir á hö
fuðborgarsvæðinu færir o
kkur
ný tæki færi til að nálgas
t umhverfi okkar. Hér er
u 25
hring leiðir í nágrenni þétt
býlisins sem allar eru auð f
arnar
og það tekur yfirleitt ekki
meira en eina klukku stun
d að
ganga þær. Í flestum tilviku
m er hægt að velja á milli h
vort
genginn er stærri eða min
ni hringur.
Leiðirnar er flestar í útjaðri
byggðarinnar, við sjávarsí
ðuna,
í dalverpum, meðfram ám
og vötnum í friðsælum vi
nj um
náttúrunnar. Tilvaldir göng
utúrar sem hægt er að skre
ppa
í þegar myndast óvænt g
lufa í þungan og gráan h
vunn-
daginn eða til að glæða h
elgarnar lífi og fersku lofti
.
Það er ótrúlegt hve víða
er að finna leynistaði sem
eru
fagrir og friðsælir. Fáir þe
kkja höfuðborgarsvæðið b
etur
en útivistar maðurinn Re
ynir Ingibjartsson, sem
hefur
markað leiðirnar og skrifa
ð um þær margvíslegan
fróð-
leik varðandi minjar og sö
gustaði.
Kort og leiðbeiningar f
ylgja sérhverjum göngu
hring,
ásamt leiðarlýsingu og um
fjöllun um það sem fyrir a
ugu
ber. Þessi bók er frábær fé
lagi og er á við besta heim
ilis-
hund. Hún hvetur þig til d
áða og auðveldar heilsubó
tina.
Nú þarftu ekki lengur að
ganga sama gamla hrin
ginn,
heldur geturðu kynnst ná
ttúru höfuðborgarsvæðisi
ns á
alveg nýjan hátt. Góða ske
mmtun.
25
Backside flap
Back
Front
Spine
Frontside flap
Reynir Ingibjartsson
Þú
e
ku
r á
st
að
in
n,
g
en
gu
r s
ke
m
m
ti -
le
ga
n
hr
in
g
og
ky
nn
ist
fr
ið
sæ
lu
m
vin
ju
m
n
át
tú
ru
nn
ar.
N Á T T Ú R A N V I Ð B Æ J A
R V E G G I N N
25 GÖNGULEIÐIR
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐIN
U
N Á T T Ú R A N V I Ð B Æ J A
R V E G G I N N
25 GÖNGULEIÐIR
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐIN
U
N
Á
T
T
Ú
R
A
N
V
IÐ
B
Æ
JA
R
V
E
G
G
IN
N
25 G
Ö
N
G
U
LEIÐ
IR
Á
H
Ö
FU
Ð
B
O
R
GA
R
SVÆ
Ð
IN
U
salka.is
Í sama
bók flo ki
hefur komið
t met sölu-
bókin 25
GÖNGU-
LEIðIR
á HÖFUð-
BORGAR-
SVæðINU
Reynir Ingi bjartsson.
Dalakofinn Bókun á gistingu fer fram á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000. Þar má einnig fá nánari upplýsingar um göngu-
leiðir. Staðsetningarhnit skálans eru N 63° 57.048 / V 19° 21.584
DAlAkoFInn
Vin að Fjallabaki
Gamall fjallaskáli endurnýjaður með glæstum brag.
Dalakofinn Glæsilegur að innan sem utan. Ljósmyndir/Fanney Gunnarsdóttir