Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 31
B æjarstjóri Garðabæjar ásamt formanni stjórnar Holtsbúðar hafa nýlega fjallað um mál-
efni Hjúkrunarheimilis Holtsbúðar í
grein í Fréttatímanum og Garðapóst-
inum. Í þeirri umfjöllun er gert lítið
úr baráttu Fólksins í bænum fyrir
hagsmunum eldri borgara í Holts-
búð og er það í ósamræmi við yfir-
lýsingar um að þeir taki alvarlega
niðurstöður úttektar Landlæknis
á starfsemi hjúkrunarheimilisins.
Jafnframt er óviðeigandi að saka
Fólkið í bænum um viðleitni til að
sverta pólitíska andstæðinga þegar
umræðunni er ætlað það eina hlut-
verk að bæta aðbúnað heimilis- og
dagvistunarfólks í Holtsbúð og bæta
starfsskilyrði starfsfólks.
Það sem formaðurinn og bæjar-
stjóri nefna ekki er að atburðir sem
vörðuðu umönnun heimilismanns
Holtsbúðar urðu til þess að send var
kæra inn til Landlæknis. Að auki
höfðu fjölmargir bæjarbúar sam-
band við Fólkið í bænum og sögðu
sögu aðstandenda sinna á heimilinu
en höfðu vegna þess hve málið er við-
kvæmt ekki haft áhuga á að senda
inn formlegar kærur eða ræða málið
opinberlega. Það er því rangt að um-
ræðan og athugasemdir Landlæknis
varði ekki þætti sem snúa að umönn-
un heimilisfólks.
Í skýrslu Landlæknis kemur fram
að „bæta þurfi mönnun ... til að efla
gæði þjónustu og öryggi íbúa“ ...
„ekki er starfandi sjúkraþjálfari eða
iðjuþjálfi á heimilinu“ og „djákna
sem kom í reglulegar heimsóknir til
íbúa var sagt upp störfum“. Í skýrsl-
unni segir jafnframt: „rætt hefur
verið við bæjarstjórn Garðabæjar um
aðstoð við að útvega djáknaþjónustu
en ekki hafi verið vel tekið í það“.
Framangreindir þættir endurspegl-
uðu stöðuga stefnu stjórnar um að
ná fram frekari sparnaði í stofnun-
inni og fækka starfsfólki. Stöðugildi
í júlí 2008 voru 61,33 og var í fundar-
gerð það ár bókað að heildarstarfs-
mannafjöldi á vakt í Holtsbúð væri
sambærilegur við mönnunarmódel
Landlæknisembættisins. Í fundar-
gerð stjórnar Holtsbúðar frá 8. sept-
ember 2009 segir síðan: „Vel hefur
tekist til við að fækka stöðugildum
og draga úr yfirvinnu.“ Í október
það ár voru stöðugildi orðin 44,77.
Í febrúar 2011 voru stöðugildi orðin
43,79.
2009 2008 Breyting
Hjúkrunarfræðingar 3,84 4,6 -16%
Sjúkraliðar/nemar 6,5 6,2 5%
Ófaglærðir 23,32 27,6 -15%
Eldhús 7,9 9,7 -19%
Stjórnun 4,4 2,0 120%
Það jákvæða er þó að umræðan um
málefni Holtsbúðar varð til þess að
forsvarsmenn Garðabæjar hafa nú
breytt málflutningi sínum. Bæjar-
stjóri segir í grein sinni að í stjórn
hafi „verið rætt um leiðir til að íbúar
Holtsbúðar geti áfram notið þjón-
ustu djákna“ og formaður stjórnar
segir „við vitum að virkni er afar
mikilvæg til að viðhalda líkamlegri
og andlegri heilsu og viljum við því
gjarnan gera betur í þessum efnum“.
Vonandi verður þá samhliða bætt úr
undirmönnun á heimilinu og bætt
þjónusta í dagvistun heimilisins en
hún hefur ekki verið nýtt nema að
hluta. Hana nýtir minna veikt fólk
sem ásamt aðstandendum hefur oft
metið aðstæður í Holtsbúð þannig
að betri þjónusta fáist annars stað-
ar. Þetta er bláköld staðreynd sem
heyrst hefur frá fjölda bæjarbúa.
Rétt er að ítreka enn og aftur að
umræðan beinist ekki að starfsfólki
Holtsbúðar enda hefur það reynt að
tryggja umönnun mikið veikra heim-
ilismanna í undirmannaðri stofnun
og óhentugu húsnæði.
Útúrsnúningar og bellibrögð í
framsetningu upplýsinga hjá bæjar-
stjóra og formanni stjórnar eru ekki
til þess fallin að skapa tiltrú á vinnu-
brögð bæjaryfirvalda. Ábendingar
þeirra um að framlög Garðabæjar til
Holtsbúðar séu umfram skyldu eru
broslegar þegar ljóst er að Garðabær
tekur þátt í fjölmörgum verkefnum
sem ekki eru skylduverkefni sveit-
arfélaga. Sem dæmi voru framlög
Garðabæjar til Hönnunarsafns Ís-
lands árið 2010 27,7 millj. en fram-
lög til Holtsbúðar 22,1 millj. Um-
ræða um forgangsröðun fjármagns
úr vasa skattgreiðenda hlýtur alltaf
í pólitískri umfjöllun að vera eðlileg
og gagnleg.
Það er von Fólksins í bænum að
uppbyggileg, málefnaleg umræða
þar sem rýnt er til gagns fái meira
vægi og að hún verði okkur öllum
til leiðsagnar og hvatningar um að
leita leiða til að gera betur í störfum
okkar.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur
Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Undanfarnar vikur og mánuði hefur líf verið
að færast í húsin við Laugaveg 4 og 6 og þau á
brunareitnum á horni Austurstrætis og Lækj-
argötu. Á báðum stöðum hefur Reykjavíkur-
borg staðið að uppbyggingu af miklum mynd-
arskap. Mjög hefur verið vandað til verka og
augsýnilega ekkert til sparað.
Framkvæmdirnar hafa reyndar verið með
þeim hætti að einkafyrirtæki hefðu seint haft
burði til að standa svona
glæsilega að verki. Það er í
takt við þann rausnarskap
sem borgarstjórnarflokkur
Sjálfstæðisflokksins ákvað að
sýna þegar hann lét borgina
kaupa í einum pakka á upp-
sprengdu verði hjallana við
Laugaveg og steinhúsið við
Skólavörðustíg 1a, og sendi
síðan borgarbúum reikning-
inn, að þávirði hátt í 600 millj-
ónir króna. Allt til þess að
komast í meirihluta í borgarstjórn, gera Ólaf
F. Magnússon að borgarstjóra, skutla honum
út stuttu síðar og endurnýja því næst samstarf-
ið við Framsóknarflokk-
inn. Sú saga er þess virði
að rifja reglulega upp, enda
dæmi um óvenju ósvífna
meðferð á opinberu fé.
Ýmsir úr röðum húsfrið-
unarsinna hafa fagnað hús-
unum sem eru risin í endur-
gerðri mynd við Laugaveg
4 og 6; þau þykja jafnvel
vísir að því hvernig standa
skuli að húsavernd. Stað-
reyndin er þó sú að þessar
byggingar eru sögulegir
bastarðar. Lengst af litu þær allt öðruvísi út
heldur en þessar nýju endurgerðir. „Eins og
tvær úr Tungunum mættar í bæinn,“ segir
Halldór Eiríksson arkitekt í skemmtilegum
vangaveltum í athugasemdakerfi á bloggsíðu
Hilmars Þórs Björnssonar, en Halldór var einn
af þeim sem tóku þátt í að endurgera húsin.
Það eru sem sagt skiptar skoðanir, fagur-
fræðilega og ekki síður menningarsögulega,
á þessu framtaki. Þar fyrir utan getur það
tæplega vísað veginn um framhaldið á upp-
byggingu og endurbótum við Laugaveginn,
nema Reykvíkingar séu tilbúnir að heimila
stjórn málamönnunum sínum að ausa áfram fé
á báða bóga í gömul og lúin hús við Laugaveg.
Nóg er af þeim.
Reiturinn á horni Austurstrætis og Lækjar-
götu kom í fang borgarinnar á annan hátt en
sá við Laugaveg. Þar var líka valin önnur leið
að enduruppbyggingu. Í stað þeirrar ströngu
hreintrúarstefnu sem sjá má í Laugavegshús-
unum var byggt undir sterkum áhrifum fyrri
bygginga en ekki reynt að stæla þær. Afrakst-
urinn er líka miklu meira spennandi heldur en
tvíeykið úr Tungunum ofar í brekkunni.
Á báðum stöðum kemur
engu að síður fram sá mikli
ótti við byggingarlist samtím-
ans sem nú er ríkjandi.
Margrét og Steve hjá Stud-
io Granda hafa sýnt að þeim
er fyllilega treystandi til að
yrkja í göt á grónum stöðum,
samanber hús Hæstaréttar;
það hefði verið gaman að sjá
hvað þau hefðu gert við Aust-
urstrætið ef þeim hefði ekki
verið skorinn svona þröngur
rammi. Jafnvel hefði getað
sprottið upp úr jörðinni glæsi-
legt kennileiti fyrir miðbæ
höfuðborgarinnar.
Húsin í bænum
Hræðslan við samtímann
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
U
Ragný Þóra
Guðjohnsen
lögfræðingur
og bæjarfulltrúi
í Garðabæ f.h.
Fólksins í bænum
Auður
Hallgrímsdóttir
hjúkrunar
fræðingur og
fulltrúi Fólksins í
bænum
viðhorf 27 Helgin 8.-10. júlí 2011
Hvernig á þá að skrifa
C-vítamín?
„Castiel hafnað – Kastíel leyft“
Mannanafnanefnd hefur hafnað ósk
um að eiginnafnið Castiel verði fært á
mannanafnaskrá. Nefndin hefur hins
vegar samþykkt nafnið Kastíel. Nefndin
segir m.a. að ritháttur nafnsins Castiel
geti ekki talist í samræmi við almennar
ritreglur íslensks máls þar sem bók
stafurinn c sé ekki í íslensku stafrófi.
Sniðin fyrir menntað einveldi
„Stjórnarskráin var bráðabirgðaplagg“
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
hefur ekki tekið tillit til þeirrar stað
reyndar að lýðveldisstjórnarskráin
var upphaflega hugsuð sem bráða
birgðaplagg sem skyldi endurskoða og
útfæra ítarlega. Þetta er mat Guðna Th.
Jóhannessonar sagnfræðings.
Eigum við þá að bíða með að
panta okkur metanbílinn?
„Vilja fund um útboð olíuleitar“
Þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar
hafa óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd
Alþingis til þess að ræða afdrif frum
varps um útboð olíuleitarleyfa á
Drekasvæðinu.
Allt er vænt sem vel er grænt
„Fagnar fylgisaukningu Framsóknar“
Formaður Framsóknarflokksins segir
að hægt sé að koma hlutum af stað á
Íslandi með réttri stefnu. Hann fagnar
fylgisaukningu flokksins sem mælist
nú stærri en Vinstri hreyfingin grænt
framboð.
Rússarnir gætu verið að koma
„Skammsýni að taka varnarliðið burt“
„Bandaríkjastjórn sýndi mikla skamm
sýni á árinu 2006 þegar hún kallaði
allan liðsafla sinn frá Íslandi.“ Þetta er
mat Björns Bjarnasonar, fyrrverandi
dómsmálaráðherra.
Veit Steingrímur af þessu?
„Bjargaði Íslandi frá gjaldþroti“
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð
herra, segir í nýju viðtali við AFPfrétta
veituna að ríkisstjórn hans hafi bjargað
Íslandi frá gjaldþroti. Hann segir það
koma berlega í ljós ef efnahagsástand Ís
lands í dag sé borið saman við ástandið
á Írlandi og Grikklandi nú.
Var samið við veðurguðina?
„Vonast eftir vinsælli sumargötu“
Borgaryfirvöld vonast til að Lauga
vegurinn verði vinsæl sumargata, iðandi
af mannlífi, en verslunarmenn óttast að
með því að loka fyrir bílaumferð drabbist
verslun við götuna niður og hætta á
skemmdarverkum aukist.
Kallast það ekki tjaldbúðir?
„Vill færanlegar byggingar“
Samgönguráðherra segir að þótt ríki
og borg hafi hvort sína skoðunina á því
hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara
eða vera, séu málin að þokast í sam
komulagsátt. Hann vill bæta aðstöðuna
á flugvellinum með færanlegum bygg
ingum.
Er ekki full seint í rassinn
gripið?
„Gamli Landsbankinn sektaður“
Samkeppniseftirlitið hefur sektað gamla
Landsbankann um fjörutíu milljónir
vegna brota á samrunaákvæðum sam
keppnislaga.
Besta grasið sprettur
„Sjaldnar slegið en fyrri sumur“
Reykvíkingar hafa margir hverjir veitt
því athygli að á tilteknum svæðum í
borginni hefur gras hvorki verið slegið né
gróður snyrtur.
Bara viðbótarkrydd
„Díoxín hvergi yfir hættumörkum“
Umhverfisstofnun segir að niðurstaða
mælinganna á díoxíni í jarðvegi sé sú
að efnið sé í öllum tilvikum undir þeim
mörkum sem kalli á takmarkanir á
nýtingu, hreinsun jarðvegs eða geta
skapað hættu fyrir almenning og lífríki.
Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur
af því að rækta í jarðvegi, tína ber eða
nýta aðrar náttúruafurðir.
Vikan sem Var
Hjúkrunarheimilið Holtsbúð
Umræðan skilaði árangri
Bygging New Museum við Bowery-
stræti í New York. Reist af áræðni 2007.