Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 34
Síleska skáldkonan Isabel Allende fær í ár hin virtu dönsku bókmenntaverðlaun sem kennd eru við H.C. Andersen. Verðlaunin sem eru myndarleg peningaupphæð, hálf milljón danskra króna eða rúmar 11 milljónir íslenskra, hafa lengi verið veitt en þetta er í annað sinn sem kona hlýtur þau. Rowling Potter-drottning fékk þau í fyrra. Það sem af er sumri hafa Danir verið ákafir í verðlaunaveitingum til skáldsagna- höfunda. Fyrir utan H. C.-verðlaunin voru nýlega veitt verðlaun sem kennd eru við danska ríkisútvarpið og hlustendur eiga stóran þátt í að velja hver fær. Í ár fékk dansk-serbneska skáldkonan Birgithe Kosovic verðlaunin fyrir skáldsöguna Det Dobbelte land sem byggist á sögu fjölskyldu hennar frá dögum stríðsins í gömlu Júgóslavíu. Fimmtíu bókasöfn eiga hlut að vali sex bóka sem tilnefndar eru en lesendur velja um síðir verðlaunahafann. -pbb Af dönskum verðlaunum  Bókadómur 100 ára saga Íslandsmótsins Í knattspyrnu g unnlaugssaga Akraness er þegar orðin þekkt, einkum fyrir þá gífur­legu fjármuni sem skattgreiðendur þar hafa mátt punga út í verkefnið, hátt í 120 milljónir, og sér ekki fyrir endann á því dæmi. Sveitarstjórn vill gera sögu sveitar sem mesta og ræður til þess mann. Hann skrifar tvö bindi, það fyrra kemur út en með miklum afskiptum ritnefndar sem er ekki sérfróð um sagnfræðiritun, byggða­ rannsóknir né útgáfu, týpísk kallanefnd amatöra eins og þær gerast verstar í stjórn­ sýslunni, bitlingaráð. Sú nefnd ræður nýjan mann og honum dugar ekki annað en nýtt upphaf. Það er nú komið út á bók í stóru broti, 25x35 604 bls. prentað á 150 gramma pappír. Stærð og fyrirferð er slík að bókina er aðeins hægt að lesa á borði. Lesmál er 10 punkta letur, því er skipað í 5,5 sentimetra dálka sem eru langir, en rofnir með númeruðum undirkaflaheitum og millifyrirsögnum. Neðanmálsgreinar eru nýttar undir athugasemdir og tilvitn­ anir í heimildir. Sönnunargagn um lágt siðferðisstig í bókaútgáfu Þetta er torlesin bók, bæði sökum spalta­ lengdar og eins vegna stíls og efnistaka. Bókin er byggð upp af meginmáli með miklu smátextauppbroti undir lituðum römmum. Umbroti er ætlað að vera skraut­ legt og mikilúðlegt, þetta er stíll sem virðist eiga sér upphaf í dagblaðslíkingum á umbroti Aldanna um 1950. Myndefni er mikið; kort, töflur, súlurit, smámynda­ skraut og nýjar og gamlar ljósmyndir. Höfundur og útgefandi þverbrjóta reglur um myndrétt, elta uppi myndir og afrita í mislitlum gæðum af vef og úr bókum. Þó segja þeir sjálfir: „Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti ...“ en stela sjálfir ótæpi­ lega sem skilar sér í illa unnu myndefni, muskulegum eftirtökum, svo grófkvörðuð­ um að mynd eftir mynd er ónýt í prentun. Bókin er merkilegt sönnunargagn um lágt siðferðisstig íslenskrar bókaútgáfu og ætti að verða fyrsta verk sýslumannsins á svæðinu að gera eintök bæjarstjórnarinnar á Akranesi upptæk í svo stóru þjófnaðar­ máli. Er ekki lögregla á Akranesi? Fyrsta bindið hefst á 140 síðna örnefna­ tali, sem á ekki erindi í bók í svo smámuna­ samri upptalningu. Uppnefni á skúrræflum sem stóðu fáa áratugi eru dregin til, staðir nefndir sem ekki verða fundnir. Langloka þessi er bæði staglsöm, óljós í lestri og til þess fallin að lesandi þarf verulega að taka á til að komast í gegnum torfið. Af þessum síðum má ráða að bókinni er ekki ritstýrt. Efni sem þetta á heima á heimasíðum með merktum kortum og ísettum gönguleiðum, leyfi landeigendur ferðir um þau svæði. Einbeittur brotavilji Fyrsta bindið er um sögu hins forna land­ náms: hundrað síður fara undir þá spekúla­ sjón og setur það höfundinn í nokkurn vanda. Á hann að trúa skáldskap í lausu máli um hina fornu byggð eða ekki? Svo að barn verði úr brók gerir Gunnlaugur það og gott betur. Hann spinnur í rituðum heimildum af öllu tagi skemmtilega sögu um hið kristna/gelíska samfélag umhverfis Akrafjallið sem er nærri því eins hug­ vitssamleg og saga Skugga af Krýsum. Fabúlasjón sem af miklum innblæstri gerir byggðina uppi á Skaga að hæli fyrir konungborna eyjabúa af keltneskum upp­ runa. Tilgangurinn skýrist ekki fyrr en um síðir. Dást verður að einbeittum brotavilja höfundarins til að koma þessari landnáms­ sögu heim og saman; heimurinn sem hann býr til úr litlum gögnum er heillandi skáld­ skapur og á ekkert skylt við varfærna gagn­ rýna sagnfræði, enda þyrfti hún að vera styrkt skýrum heimildum sem ekki eru til, fornleifum sem ekki hafa fundist, stórupp­ greftri með skipulegum hætti á öllum þeim byggðastöðum sem hann tilgreinir. Tesan er þessi: Umhverfis Akrafjall var mikil byggð, nánast þéttbýli sem byggði lífsafkomu sína á sjávarfangi, jarðrækt og búfjárrækt. Þetta var kristið keltneskt samfélag og hafði víðtæk áhrif inn í Borgar fjarðarbyggðir og suður á Reykja­ nes. Það hnígur síðan eins og aðrar blóm­ legar byggðir vegna veðurfarslegra þátta, hallæris og umgangspesta. Þessi kenning er nýstárleg en brýtur í bága við eldri og nýrri kenningar að hluta. Háskaleg umgengni við heimildir Umgengni höfundar við heimildir er því háskaleg; hann hefur víða farið en skipar heimildum sínum, sem flestar eru sóttar í prentuð rit og sumpart í handrit, ekki í veldisröð eftir trúverðugleika. Keltneska kenningin er sumpart sótt í Hermann Páls­ son og Helga Guðmundsson en dýpkun hennar byggist á óskhyggju. Þegar á líður fyrsta bindið sjást þess glögg merki að höfundurinn leggur sig fram um að gera mikið úr litlu: Saga atvinnuhátta verður ítarleg og fer langt út fyrir efnisramma. Nú skal lopinn teygður. Margt er þar athyglis­ vert en fátt á erindi í rit sem þetta. Hér hefur tekist herfilega til um fram­ kvæmd og hafi þeir skömm fyrir sem að stóðu. Margt mætti til færa um hvar ranglega er staðið að ályktunum, hlaupið í æsilegum rökleysum að veikum niður­ stöðum en rými á þessari síðu dugar ekki til. Það þarf heilt hefti af Sögu eða Skírni til að skoða þetta bindi að gagni og þá munu margar aðleiðslur Gunnlaugs falla eins og spilaborg. Akurnesingum var nær að kjósa yfir sig svona dómgreindarlausa stjórnendur og leyfa þeim að komast upp með svona vitleysu. Saga Akraness Fyrsta bindi er merkilegur minnisvarði um vanhugsaðan undirbúning, óvandaða vinnu og ósvífna tilraun til að smíða sögukenningu sem ekki er fótur fyrir. 30 bækur Helgin 8.-10. júlí 2011  samBÍó sýna leiklist og óperur Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Það sem af er þessu ári eru komnar út vestanhafs tvær bækur um Bobby Fischer. Frank Brady sendi frá sér bók í febrúar sem heitir Lokataf l: Bobby Fischer’s Remarkable Rise and Fall – from America’s Brightest Prodigy to the Edge of Madness. Undirtitillinn segir allt sem þarf. Þá er komin út bók með ljósmyndum Harrys Benson sem vann fyrir Life og komst í tæri við Fischer árið 1971, fyrst heima í Brooklyn og svo í áskorendaeinvíginu í Argentínu í aðdraganda þess að hann kom hingað 1972. Það fór vel á með þeim og fyrir bragðið ávann Benson sér traust snillingsins og komst nær honum en flestir aðrir á þessum tíma. Þá var nýlega frumsýnd vestanhafs 90 mínútna heimildarmynd Liz Garbus um Fischer sem hún vann á áralöngu tímabili. Garbus á að baki nokkrar merkar heimildarmyndir og er HBO framleiðandi verksins. Garbus kom hingað og var viðstödd blaðamannafundinn þegar Fisc- her var flogið hingað í einkaþotu. Hún er búin að fínkemba myndlegar heimildir og sökum þess hve þær eru fátæklegar frá löngum pörtum í ævi hans er einkum dvalið við einvígið og uppruna snillingsins. Væntanlega verður þessi mynd í innkaupapakka Stöðvar 2 sem er í sambandi við HBO. Í kynningarefni fyrir myndina er þess getið að Bobby hafi verið 64 ára þegar hann lést. Ár hans hafi á endanum orðið jafn mörg og reitirnir á skákborðinu.-pbb Fischer eykst enn frægð Beinar útsendingar í Kringlubíói Saga Akraness eitt Þyngsta verk ársins er komið út í tveimur bindum eftir tíu ára undirbúning. Um það leyti sem Fréttatíminn var að smella inn í prentvélar á fimmtudaginn var, hófst í Sambíóunum í Kringlunni bein útsending síðustu sýningar vetrarins frá breska þjóðleikhúsinu í London. Það var grátlega fátt fólk í salnum. Kirsuberjagarðurinn eftir Tsjekhov, í sviðsetningu Howards Davies, skartaði ekki neinum stórnöfn- um utan Zoë Wanamaker í hlutverki frúarinnar sem snýr heim á sveitasetur sitt til þess að horfa á upplausn hins forna landaðals – sannarlega and- styggileg persóna, dregin skýrum en djúpum myrkum dráttum. Þetta var stórsýning, römmuð inn af dramatískri tónlist, stóru setti og miklum fjölda aukaleikara sem gáfa verkinu aukið vægi. Og í túlkun Davies, sem á að baki fjölda sýninga, var hinn pólitíski undir- tónn verksins sterkur í annars nokkuð frjálslegri þýðingu og leikgerð. Á liðnum vetri hafa nokkrar merkar sýningar verið í beinni útsendingu frá National og tengdum leikhúsum: Frankenstein í leikstjórn Dannys Boyle verður líkast til í huganum ein af þessum tíu stóru leiksýningum sem ég hef séð. Í útsendingunni fyrir viku var sýnt teipað viðtal við Nicholas Hytner um komandi verk í beinni: Tveggja þjónn eftir Goldoni í sviðsetningu hans sjálfs verður sendur út í september, þá er von á Allt í misgripum með Lenny Henri er líður á veturinn, nýtt verk eftir John Hodge um Bulgakov og Stalín og Eldhúsið eftir Wesker sem hefur ekki sést lengi þótt það sé leiks- ögulega mikilvægt verk í vestrænni kanónu og henti einkar vel í útsend- ingu af þessu tagi. Samfélagið hefur staðið vel að þessum beinu útsendingum í Kringlu- bíói. Frá Metropolitan verða á þessum komandi vetri ellefu útsendingar sem komnar eru á dagskrá: byrja í október með Netrebko í hlutverki Önnu Boleyn, Don Giovanni verður sendur út 24. október, Sigfried í leikstjórn Lepage 5. nóvember, Satyagraha eftir Glass hinn 19. Og í desember verða í Kringlubíói Rodelinde eftir Händel með Renée Fleming og Faust eftir Gounod. Í janúar verður sýnt samsett verk af barokktónlist við bók sem byggist á Ofviðrinu og þar kemur Domingo fram í hlutverki Neptúns. Ragnarök Wagners í Niflungahring Lepages eru á dagskrá í febrúar, Ernani Verdi skömmu síðar, Manon og La Traviata í apríl. Það er mikil ásókn áhugasamra um óperur í miða á þetta prógramm Metropolitan þar sem heimsþekktir kraftar koma fram í viðamiklum og glæsilegum sýningum. Vonandi halda áfram beinar útsend- ingar frá National. Hytner sagði Ind- landsmarkað vera að opnast og nefndi að Frankenstein hefðu hundrað þúsund séð í útsendingu frá Suðurbakkanum. Synd að svo fáir skyldu njóta Kirsu- berjagarðsins á fimmtudaginn var. -pbb Sokkaprjón eftir hann- yrðakonuna Guðrúnu S. Magnúsdóttur fer beinustu leið á topp Eymundsson-listans. Þetta er fyrsta bók Guðrúnar sem hefur strax stimplað sig inn sem einn af óvæntari metsölubókahöfundum ársins. sokkaprjón á toppnum  saga akraness Fyrsta bindi – frá landnáms- tíð til 1700. Gunnlaugur Haraldsson Uppheimar – Akranesbær 604 bls. 2011 Isabel Allende. Zoë Wanamaker í hlutverki frú Ranjevs- kaju. Bókin er merkilegt sönnunar­ gagn um lágt siðferðisstig íslenskrar bókaútgáfu og ætti að verða fyrsta verk sýslu­ mannsins á svæðinu að gera ein tök bæjarstjórn­ arinnar á Akranesi upp tæk í svo stóru þjófn­ aðarmáli. Er ekki lögregla á Akranesi? ... Hér hefur tekist herfi­ lega til um framkvæmd og hafi þeir skömm fyrir sem að stóðu.Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.