Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 26
held að það sé ekki leiðin til að hjálpa börnum að þau úttali sig í fjölmiðlum um sína erfið- leika. Ef ég væri spurður ráða, hvort sem það væri af foreldrum eða fjölmiðlum, þá myndi ég leggjast gegn því. Við höfum náttúrlega hinn möguleikann sem er þónokkuð góður. Hann er sá að ræða við fullorðið, ábyrgt fólk sem hefur orðið fyrir sambærilegri reynslu en unnið sig úr slíkum vanda. Er alla vega orðið átján ára og sjálfráða. Það getur sagt frá því hvernig umrætt vandamál var fyrir það sem börn. Það finnst mér allt annað. Fólk þarf að hafa þroska til að geta sjálft metið aðstæður.“ Umræða um kynferðislegt ofbeldi er meira uppi á yfirborðinu en áður tíðkaðist. Hvenær eiga foreldrar að byrja að ræða um „einka- staði“ við börnin sín? „Ég get ekki nefnt neinn ákveðinn aldur. Það fer eftir þroska. Því fyrr, þeim mun betra. Þegar þau hafa fengið skilning á því hvað þessi orð þýða: einkastaðir og að bara einhverjir ákveðnir megi koma við þessa staði. Það eru til bækur og í skólunum fara hjúkrunarfræðingar og námsráðgjafar inn í bekkina og fræða um þetta. Ég held að allir séu sammála um mikilvægi þess að þetta sé hluti af uppeldinu, því sem maður talar um í fjölskyldum og við barnið sitt.“ Fjölskyldan mikilvægust Sjálfur á Hugo stóra fjölskyldu. Hann er kvæntur Ragnheiði Hermannsdóttur og þau eiga fjögur börn; Kristján Karl, Dögg, Hróar og Harald. „Svo á ég eiginlega fimmta barnið. Hún heitir Sigríður Halla. Þegar hún missti móður sína árið 2000 varð þetta svona gagn- kvæm ættleiðing; hún ættleiddi okkur og við ættleiddum hana óformlega. Þegar hún kynntist seinna manni sínum, Katli Magn- ússyni, þá mátti ég alveg verða tengdapabbi hans. Þau eiga litla stelpu og ég er afi hennar. Þannig að ég á fjögur barnabörn og eiginlega fimm börn.“ Er íslenskt samfélag barnvænt að þínu mati? „Nei. Það er ákveðið stress og hraði hér á Íslandi. Þegar ég hef verið með fyrirlestra fyrir foreldra er ég stundum spurður hvað maður geri í hraða morgunsins, þegar börnin þurfa að fara á fætur, borða morgunmat, klæða sig, bursta tennur og fara í leikskólann. Foreldrar beita alls konar misgóðum að- ferðum til að ná þessu, dag eftir dag. Á meðan lausnin væri kannski að vakna korteri fyrr. Það er ekki eina lausnin. Stundum gleymist að gefa uppeldinu þann tíma sem það tekur.“ Hugo hefur oft og tíðum bent á að það skipti líka máli hvernig maður orði hlutina. „Sumir segjast eyða tíma með börnunum. Það er neikvætt orð. Maður eyðir peningum. Ég nota. Að eyða tímanum hljómar neikvætt en að nota tímann er jákvæðara. Önnur setn- ing sem ég þoli ekki í uppeldi er setningin „ég bæti þér þetta upp seinna“. Ég hef aldrei skilið þessa hugsun. Ef maður er að bæta eitt- hvað upp í dag sem maður ætlaði að vera bú- inn að gera fyrir hálfu ári, hvað hefði maður þá annars gert? Það sem þú gerir ekki í dag gerirðu aldrei. Þetta viðhorf „það er mikið að gera, ég þarf svo mikið að vinna og bæti þér þetta upp seinna“ er bara bull. Sá tími kemur aldrei. 1. júlí 2011 [þegar viðtalið var tekið] kemur aldrei aftur ef ég nota ekki tímann með barninu mínu í dag.“ Hugo tekur fram að fjölmargir íslenskir for- eldrar standi þig afar vel í foreldrahlutverk- inu. „Það eru til svo umhyggjusamir foreldrar á Íslandi. Mér finnst það svo mikil breyting en mann langar auðvitað að sjá það gerast hjá öllum. Maður sér svo falleg samskipti foreldra og barna oft og tíðum að ég tek ofan fyrir þeim foreldrum sem eru að nota tímann með börnunum.“ Hann nefnir að kreppan hafi vafalaust breytt hugsunarhætti fólks til hins betra. „Nú er fjölskyldan mikilvægust. Og það er ekki bara í orði heldur líka í reynd. Ég hef hitt foreldra sem hafa sagst fegnir að þessi vitleysa stöðvaðist: Fólk var að skreppa til London eða Hong Kong til að vinna í viku og hafði gífurlega mikla peninga á milli hand- anna. Þetta var bara vitleysa.“ Á móti kemur að nú færist í aukana að ann- að foreldrið eða bæði fari til útlanda til vinnu. „Já, þetta er það sem þarf að takast á við. Ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir börn að vera í 100% öryggi alla daga. Ég held að það sé eðlilegt að við tökumst á við einhverja hluti og svo er bara spurning hvernig barninu er hjálpað að takast á við breytingar. Hvernig fjölskyldan tekst á við það að annað foreldrið er kannski í Noregi að vinna. Maður skilur að það getur verið erfitt, eins og svo margt annað sem gerist. Sumu stjórnum við, eins og hvort við hlaupum eftir miklum lífsgæðum eða látum okkur nægja að hafa minna og notum tímann meira með börnunum. Öðru stjórnum við ekki, eins og alvarlegum veikindum, umferðarslysum, jafn- vel skilnuðum. Stundum finnst mér reyndar að fólk ætti að geta stjórnað skilnuðum betur. En í hjónabandi þar sem fólki finnst skiln- aður vera eina lausnin skiptir máli hvernig maður hjálpar barninu í þeim aðstæðum. Foreldrar leita mikið til mín um hvernig best sé að ræða skilnað við börn, haga umgengni o.fl. Það er eitt af því sem mér hefur fundist mikil breyting á. Ég bendi á nokkrar leiðir í bókinni minni. Foreldrar eru tilbúnari en nokkru sinni áður að láta líðan barnsins ráða för. Það hefur mér fundist vera mjög góð þróun. Viðhorfið er ekki bara „vertu frammi, við mamma þín erum að skilja“. Hver eru helstu mistökin sem foreldrar gera í uppeldi barna sinna? „Til eru ákveðnar uppeldisaðferðir sem að mínu viti vinna gegn þeim markmiðum sem foreldrar vilja ná. Eins og að kasta krökkum inn í herbergi, sem kallað er orðum eins og einvistun eða skammarkrókur. Í hugum barna er það mjög ósanngjarnt. Barn sem er beitt valdi með þessum hætti er ekki inni í herberginu sínu að íhuga stöðu sína og finna að það verður að taka sig á. Slíkt gerist í samtali við foreldra. Ég hef svo mikla trú á samtalinu. Ef við viljum að barnið beiti ekki valdi, að barnið kunni eitthvað annað en að annað hvort sigri það eða tapi, verða foreldrar að nota aðrar aðferðir en þær sem fela í sér að það sé sigurvegari og tapari. Þetta er eitt af því sem mér finnst mikilvægt að koma til skila. Þótt foreldrar sigri ekki er ekki þar með sagt að þeir tapi. Það er alltaf til þriðja leiðin og hún byggist á samtali, að vera skýr með það sem maður vill og að hlusta á við- brögðin.“ Hugo nefnir til sögunnar nokkur atriði sem ungir skjólstæðingar hans hafa bent honum á. „Eitt af því sem börnum finnst ósann- gjarnt er þegar foreldrar ætlast til einhvers af þeim og börnin gera það ekki strax. Þá fá þau setninguna „er þetta þakklætið eftir allt sem ég geri fyrir þig?“ Þá er eins og það sé debit- og kredit-listi í uppeldi. Foreldrar gera eitthvað fyrir börnin, velja að fara til Spánar í sumarfrí í þrjár vikur og svo eiga börnin að borga Spánarferðina með því að vera þæg í alla vega tvær vikur á eftir. Annars kemur „er þetta þakklætið? Maður er búinn að leggja það á sig að fara til Spánar og ekki einu sinni búinn að borga ferðina!“ Það má ekkert hegða sér illa, hvort sem maður fór til Spánar eða ekki. En þetta eru rökin sem for- eldrar nota stundum. Og þá segir barnið: „Ja, þið ákváðuð að eiga mig!“ Þá er þetta komið út í tóma vitleysu. Mér finnst þetta svo mikil uppgjöf og börnum finnst það ósanngjarnt. Samt nota foreldrar þetta sem aðferð; að koma inn einhverri sektarkennd hjá barninu. Ég get endalaust talað um þetta! Ég vil að börn gegni foreldrum. Það er ofboðslega mikilvægt að börn gegni foreldrum. En þau eiga ekki að gegna af því að foreldrarnir hafi borgað eitthvað eða séu eldri eða ráði. Heldur af trausti, virðingu, reynslu og tillitssemi. Það held ég að gerist í gegnum samtalið og með því að foreldrar séu fyrirmynd. Mér finnst foreldrar stundum horfa of mikið á hegð- unina og reyna að stoppa erfiða hegðun með misgóðum aðferðum sem þeir hafa erft héðan og þaðan. Bókin mín gengur út á að benda á aðra möguleika.“ Veikindin verða hluti af lífinu Þótt Hugo sé hraustlegur að sjá er ekki allt sem sýnist. Hann greindist með krabbamein í gallgöngum lok nóvember í fyrra. „Ég fór í aðgerð en þá var það of seint. Krabbameinið hafði færst yfir í lifur. Ég er í lyfjameðferð og hún getur verið ansi krefjandi. Ég finn fyrir þreytu, orkuleysi og ræð ekki við að vinna eins og ég gerði áður. Ég hef ekkert verið að vinna á stofu síðan nema í algerum undan- tekningartilvikum. Skólastjórnendur og samstarfsfólk mitt í skólum hefur sýnt þessu mikinn skilning. Ég hef getað unnið eftir því sem orkan leyfir. Þeir sem eru í þessum sporum vita að á þessu stigi eru aukaverkanir af lyfjunum erfiðari frekar en ég finni svo mikið fyrir veikindunum sjálfum. Lyfin hafa virkað ágætlega. En ég finn fyrir þreytu og máttleysi ef ég passa ekki upp á að hvíla mig reglulega.“ Hefurðu gert einhverjar breytingar á mat- aræði eftir að þetta gerðist? „Ég hef svo sem alltaf borðað hollan mat. Það kom næringarfræðingur og fór yfir mat- aræðið með okkur. Á endanum sagði hann að eiginlega hefði ég ekki átt að fá krabbamein. Ég hef ekki reykt, ekki hefur drykkjunni ver- ið fyrir að fara og ég hef borðað hollan mat. Ég fann fyrst fyrir þessu 13. apríl 2010. Þá fékk ég kast þar sem ég var á æfingagöngu fyrir ferð á Hvannadalshnjúk, sextugur að aldri. Ég hafði ekki verið í betra formi í mörg ár. Krabbamein í gallgöngum er frekar sjald- gæft. Mamma lést úr sams konar krabba- meini þannig að líklega er þetta arfgengt.“ Hverjar eru batahorfur? „Krabbameinslæknirinn orðaði þetta mjög vel þegar við hjónin komum fyrst að tala við hann: „Þið eruð að takast á við erfiða hluti. Takið hvern dag fyrir sig. Ekki bíða eftir útkomunni úr lyfjagjöfinni, niðurstöðunni úr myndatökunni eða blóðsýnunum og svo fram- vegis. Þá eruð þið alltaf að bíða. Bíða eftir ein- hverri útkomu og framtíð. Þá er allt í óvissu.“ Ég var í lyfjagjöf í gær, var slappur í gær og í dag. Verð sjálfsagt búinn að ná betri orku á morgun eða hinn og hlakka til þess. Það er það eina sem ég veit. Ég horfi svo sem ekki til þess hvað svoleiðis dagar verða margir. Dag- ar, vikur, mánuðir eða ár. Ég ætla á ættarmót um miðjan júlí. Svo ætla ég að fara í aðgerð til að laga kviðslit. Byrja að vinna í skólanum í haust. Hvað þetta verður lengi svona veit ég ekki. Ég held að krabbameinslæknar geti ekki sagt neitt varðandi þetta krabbamein. Ég er kannski ekki mikið að spyrja heldur. Mér skilst að þetta sé mitt lífstíðarverkefni að fara reglulega í lyfjagjöf. Meðferð á þessu krabbameini lýkur ekki eftir sex mánuði, níu mánuði eða eitt ár. Það væri mjög sérstakt ef það gerðist. Ég á von á að það verði hluti af lífinu að fá þessa hjálp.“ Hann segir það 180 gráðu beygju á lífinu að veikjast svona og bendir á að krabbamein sé í raun fjölskyldusjúkdómur. „Ég hef fengið ofboðslega mikinn stuðning frá öllum. En þótt ég sé sá sem veikist þá finnst börnunum mínum, tengdabörnum og barnabörnum þetta mjög erfitt. Fólk er svo umhyggju- samt og spyr þau hvernig ég hafi það. Mér finnst vænt um þá umhyggju. En mér finnst líka mikilvægt að þau séu spurð hvernig þau hafi það. Auðvitað gera margir það líka en í minni mæli. Þetta er geysilega erfitt. Orðið krabbamein er stuðandi. Þar með er ég ekki að gagnrýna fólk sem sýnir mér stuðning og umhyggju, sem ég tek í hvaða formi sem hún er. Fólk hefur sínar aðferðir.“ Eins og fram kom í upphafi urðu veikindin til þess að Hugo lét verða af því að skrifa bók- ina sína og taka upp fyrirlestur. „Ég er feikilega sáttur við mitt líf og allt sem ég hef gert. Við hjónin höfum alltaf lagt áherslu á að njóta lífsins sem ferðalags í stað þess að bíða eftir áfangastöðunum. Ég átti bara þetta eftir ógert. Ég skilaði handritinu í síðustu viku og það fer í yfirlestur í næstu viku. Ég er að vinna með Karli Jónasi sem er að myndskreyta bókina. Þorsteinn Joð er svo að klippa fyrirlesturinn. Hann er svo mikill fagmaður að ég geri ekki annað en að segja „æðislegt“.“ Hvernig líður þér núna – eftir að þú ert búinn að koma þessu frá þér? „Þetta er ægilegur léttir. Fyrir mér er þetta enginn endapunktur. Nú get ég haldið áfram að vera veikur. Vonandi tekst ég á við eitthvað annað.“ Hugo segir það í raun ekki hafa komið sér á óvart að fregna að kynferðisofbeldi fyrrum skóla- stjóra og kennara í Landakots- skóla hafi getað viðgengist um jafnlangt skeið og frásagnir þolenda þess í Fréttatímanum undanfarnar vikur hafa leitt í ljós, án þess að nokkuð væri að gert. „Það kom ekki á óvart vegna þess að hver einstaklingur sem er beittur svona ofbeldi, eins og í Landakoti, heldur að hann sé einn um þetta. Núna segir fólkið: „Ég vissi ekki að það hefðu verið fleiri.“ Í æsku taka börn skömmina eða sektina inn á sig. Þöggunin er fyrst og fremst á grundvelli þess að þau halda að þau beri einhverja ábyrgð á þessu athæfi. Hafi annað hvort átt það skilið eða gert eitthvað af sér. En um leið og í ljós kemur að fleiri hafa orðið fyrir ofbeldinu verður mikil losun og breyting á þessum hugsunarhætti. Þegar þau átta sig á að þau voru hluti af heild. Þannig að þessi þögn sem ríkti kemur ekki á óvart. Vitneskjan á þessum tíma var líka önnur. Það er svo erfitt að skoða eitthvað sem gerðist fyrir tíu til tuttugu árum út frá því sem við vitum í dag. Í dag myndum bregðast allt öðruvísi við þessum börnum sem sögðu þó eitt- hvað heima fyrir. Foreldrarnir myndu bregðast öðruvísi við. Samstarfsfólk myndi bregðast öðruvísi við. Einhver myndi láta barnaverndaryfirvöld vita, þótt ekki væri nema vegna þessa aga eða ofbeldis sem virðist hafa verið þar frá hendi kennara. Fólk fylltist vanmætti, það hætti og fór. Af því að það gat ekkert gert. Reyndi en hafði kannski enga leið til að leita til yfirvalda. Samstarfsfólk og foreldrar tóku börnin sín úr skólanum. Þannig leysti fólk þetta þá. En það myndi ekki gera það í dag. Foreldrar og aðrir héldu að þeir væru einir í þessu þannig að það er ekki sanngjarnt að áfellast þá. En það er ekki skiljanlegt gagnvart yfirvöldum í kirkjunni, þeim sem vissu þetta, því þeir vissu um meira en eitt tilfelli. Þeir vissu um fleiri dæmi.“ Landakotsskóli – Myndum bregðast öðruvísi við í dag Ég hef aldrei ætlast til þess að börnin mín hjálpi til á heimilinu. En ég vil að þau taki þátt. Ef maður segir alltaf: „Hjálpaðu mér að taka úr vélinni, hjálpaðu mér við þetta – þá er maður að segja „þetta er mitt verkefni sem þú átt að hjálpa mér við“. Mér finnst það rangt. Mér finnst að börn eigi að vera þátttakendur. 26 viðtal Helgin 8.-10. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.