Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 4
K attholt er eina athvarfið á höfuðborgarsvæðinu sem hýsir ketti. Reykjavíkur- borg greiðir Kattholti fast mánaðar- gjald. Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær gera það hins vegar ekki, telja sér það ekki skylt, en heilbrigðisnefnd þessara þriggja sveitarfélaga er sameiginleg. Katt- holt stríðir við rekstrarvanda svo að það munar um öll framlög. Árni Stefán Árnason lögfræðing- ur segir að forráðamenn Kattholts hafi talið sig eiga rétt til greiðslu frá Kópavogi, Hafnarfirði og Garða- bæ fyrir þá þjónustu sem veitt sé, samkvæmt reglugerðarákvæði. Það sé ekki rétt en hefð hafi hins vegar skapast þar sem Kattholt hafi í 25 ár tekið við köttum frá þessum sveitarfélögum sem þau hafi nýtt sér en ekki viljað greiða fyrir. „Það stendur í samþykktum Kópavogs og Hafnarfjarðar að það eigi að færa óskilaketti í ákveðna geymslu. Þessa geymslu hafa sveit- arfélögin ekki heldur hafa þau nýtt sér Kattholt án þess að greiða fyrir þjónustuna sem er í hæsta máta óeðlilegt. Ég vil halda því fram að það sé verið að misnota Kattholt er þar er aldrei neitað að taka við köttum. Almenningur í þessum sveitarfélögum hefur farið með ketti í Kattholt í stórum stíl enda er það í samræmi við skyldu fólks, samkvæmt dýraverndarlögum, að sjá til þess að vel sé farið með dýr. Þegar krefja á sveitarfélögin um eitthvert gjald fyrir þessa þjónustu þá neita þau,“ segir Árni Stefán. Lögfræðingurinn segir að Guð- mundur Einarsson, yfirmaður sameiginlegrar heilbrigðisnefndar þessara sveitarfélaga, telji þeim það ekki skylt og vinni þar eflaust samkvæmt fyrirmælum frá yfirboð- urum sínum. Reykjavíkurborg leigi hins vegar herbergi í Kattholti og greiði fyrir það 55 þúsund krónur á mánuði. „Slíkt framlag hefur ekki komið frá hinum sveitarfélögunum, sem er miður,“ segir Árni Stefán. „Frá því að Kattholt var opnað hefur það tekið á móti dýrum frá þessum sveitarfélögum. Það er því komin venja á að fara með þau þangað. Af þeirri ástæðu ættu sveitarfélögin að sjá sóma sinn í því að styðja við þessa starfsemi. Það er verið að nota ákveðna þjónustu og óvenjulegt að menn geti nýtt sér hana án þess að greiða fyrir.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  ÓsKilaKettir KÓpavogur, Hafnarfjörður og garðabær Erum ekki með þjónustusamning við Kattholt Ekki sjálfgefið að önnur sveitarfélög gangi inn í samning eins og Reykjavík gerði við Kattholt, segir heilbrigðisfulltrúi. „Við erum ekki með þjónustu- samning við Kattholt, það er ekki í okkar verkahring,“ segir Páll Stefánsson, heilbrigðis- fulltrúi hjá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis, staðgengill Guðmundar Einarssonar sem er í sumarfríi. Páll segir heilbrigðiseftirlitið ekki hafa nýtt sér þjónustu Kattholts, það hafi ekkert með óskilaketti að gera. Fólk hringi þó stundum vegna þeirra og þá séu því gefin ráð. „Ég kannast við það að kettir úr þessum sveitarfélögum hafi farið í Kattholt en ekki á vegum heilbrigðiseftirlitsins. Það er þó ekki ólíklegt að ein- hverjir einstaklingar hafi farið þangað upp eftir,“ segir Páll. „Fjöldi fólks er með alls konar væntingar um hvað heilbrigðis- eftirlitið geri en mér er ekki kunnugt um að okkur hafi verið falið að veiða ketti.“ Páll segist þó vel geta skilið að ef einhver annast einhverja þjónustu geti sá hinn sami hugsað sér að fá greiðslu fyrir en það sé ekki sameiginlegrar heilbrigðis- nefndar þessara sveitarfélaga að gera það. „Þetta er bara einhver þjónusta sem tekin var upp í Reykjavík þar sem einkaaðili samdi við borgina um ákveðið verkefni. Mér finnst það ekkert sjálfgefið að önnur sveitarfélög gangi inn í svona samning, að það sé bara einhver aðili sem taki þetta að sér fyrir hönd sveitarfélaganna. Bæjarfélögin eiga ekki kettina.“ Hafa þessi þrjú sveitarfélög geymslu fyrir ketti? „Það er mér ekki kunnugt um.“ - jh  KattHolt eina KattaatHvarfið á Höfuðborgarsvæðinu Árni Stefán Árna- son lögfræðingur. Ljósmynd/Hari Segir sveitarfélög mis- nota þjónustu Kattholts Reykjavíkurborg greiðir fast mánaðargjald fyrir geymslu óskilakatta. Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær telja sér ekki skylt að greiða fyrir þjónustu Kattholts. Það er verið að nota ákveðna þjónustu og óvenjulegt að ekki sé greitt fyrir hana. Framleiðsluvörur 666 milljarðar Verðmæti seldra framleiðsluvara árið 2010 var 666 milljarðar króna sem er aukning um tæplega 92 milljarða króna eða 16% frá árinu 2009. Á sama tíma hækkaði vísitala framleiðsluverðs um 11,7% og hefur því verðmæti seldra framleiðsluafurða aukist um 4,3% að raungildi, að því er segir í Hagtíðindum sem Hagstofa Íslands gefur út. Framleiðsla fiskafurða og framleiðsla á málmum vega sem fyrr þyngst; þannig nam framleiðsla málma 37,1% af heildarverðmæti árið 2010 og framleiðsla fiskafurða 32,5%. Verðmæti seldra framleiðsluvara án fiskafurða og framleiðslu málma nam tæpum 203 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um rúma 19 milljarða eða um 10,5% frá fyrra ári. - jh Gistinóttum fjölgaði í maí Gistinætur á hótelum voru 119.500 í maí síðastliðnum og fjölgaði um 12% frá sama tíma í fyrra þegar þær voru 106.400, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 13% milli ára. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 12% á sama tíma. Á höfuðborgar- svæðinu voru 85.510 gistinætur í maí, sem er 18% aukning frá fyrra ári. Gistinætur á Suðurnesjum voru 5.450, sem er 34% aukning frá maí í fyrra. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum úr 3.550 í 4.780 eða um 35% samanborið við maí 2010. Gistinætur á Norðurlandi voru svipaðar milli ára eða um 8.100. Á Austurlandi, sem og Suðurlandi, fækk- aði gistinóttum um 13% frá því í maí 2010. Fyrstu fimm mánuði ársins voru gistinætur 463.000 en 422.200 á sama tímabili í fyrra. Gistinóttum erlendra gesta fjölgaði um 10% fyrstu fimm mánuði ársins en gistinóttum Íslendinga um 8%. -jh Hagstæður vöru- skiptajöfnuður Vörur voru fluttar út í maí fyrir 56,7 milljarða króna og inn fyrir 49,9 milljarða. Vöruskiptin voru því hagstæð um 6,8 milljarða króna. Í maí 2010 voru vöru- skiptin hagstæð um 16,5 milljarða króna á sama gengi, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Fyrstu fimm mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 240,8 milljarða króna en inn fyrir 199,7 milljarða. Afgangur var því af vöruskiptum við útlönd sem nam 41,0 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 51,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 10,6 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Fyrstu fimm mánuði ársins 2011 var verðmæti vöruútflutnings 25,5 milljörðum eða 11,9% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávaraf- urðir voru 35,8% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5,2% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 57,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 11,5% meira en á sama tíma árið áður. -jh CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Sól í heiði Vertu samt í einhverju hlýju svo það slái ekki að þér. LéttSkýJað um mikinn HLuti LandSinS, en þoka með norður- og auStur- Ströndinni. SumarHLýindi Sunnan- LandS og veStan. HöFuðborgarSvæðið: SólRÍKt oG HæGuR ViNduR. HAFGolA lÍKlEG SÍðdEGiS. enn bJart og FaLLegt veður um mikinn HLuta LandSinS þó Áberandi verði SvaL- ara norðanLandS og auStan. Hiti aLLt að 16-18 Stig Sunnan og veStantiL. HöFuðborgarSvæðið: HæGViðRi EðA HAFGolA oG ÁFRAM lÉttSKýjAð. víðaSt Hægviðri. HLýtt og SóLríkt tiL LandSinS og einS inni Á veStFJörðum, en þokuSLæðingur víða við SJóinn. SíðdegiSSkúrir Á SuðurLandi. HöFuðborgarSvæðið: lÉttSKýjAð, EN EF til Vill SÍðdEGiSSKÚRiR. Hiti 12-15 StiG. Sannkölluð sumarveðrátta jákvætt er að sjá hvað mildara loft er að festa sig í sessi hér. Vindáttin verður reynd- ar aðeins NA-læg og þar með frekar svalt norðaustan- og austanlands, en spáð er hægviðri um land allt á sunnudag. Sólríkt verður um land allt, sérstaklega þó vestanlands, á Vestfjörðum og eins á hálendinu. Á Suðurlandi aukast líkur á síðdegisskúrum, sér- staklega á sunnudag. Þoka verður við norður- og austurströndina og eins sums staðar með suður- ströndinni. Hiti í sólinni verður allt að 15 til 19 stig. 12 11 15 15 10 14 15 17 11 12 13 12 18 11 12 Föstudagur laugardagur sunnudagurveður einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 8.-10. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.