Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 44
40 bíó Helgin 8.-10. júlí 2011 B lómaskeið film noir stóð í 17 ár og þá er miðað við að það hafi hafist árið 1941 með The Mal- tese Falcon í leikstjórn Johns Huston. Í þeirri mynd fór Humphrey Bogart á kost- um í hlutverki hins kald- rifjaða einkaspæjara Sams Spade sem lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Fimm árum síðar setti Bogart upp hatt Philips Marlowe, sem er hinn eini sanni riddari regnvotra skuggastræta Los Angeles og fyrirmynd ótal einkaspæjara í bókum, bíómyndum og sjón- varpsþáttum. Þegar Bogart hafði leikið þá báða, Spade og Marlowe, var hann búinn að gera tvær öflugustu persónur tveggja höfuðpáfa harðsoðnu hefð- arinnar í bandarískum bók- menntum að sínum, en Spade er hugarfóstur Dashiells Hammett og Raymond Chandler skóp Marlowe. Þessar persónur renna oft saman í einn mann í hugum fólks með Humphrey Bogart sem samnefnara. Þessir tveir menn óðu spill- inguna í Los Angeles upp að öxlum en í heimi þeirra fer lítið fyrir heiðarlegu og góðu fólki. Hins vegar er allt mor- andi í fjárkúgurum, morðingj- um, varasömum tálkvendum, morðingjum, fjárhættuspil- urum, þjófum, lygurum og glæpamönnum sem svífast einskis; skjóta fyrst og spyrja svo. Sam Spade var enginn engill; útsmoginn, baneitr- aður og fyrst og fremst í liði með sjálfum sér. Marlowe er hins vegar stálheiðarlegur og sanngjarn maður og fer eftir eigin siðalögmálum sem ekki eru alltaf í samræmi við lögin en hann snýr hins vegar að- eins upp á reglurnar fyrir fólk sem hann telur eiga skilið að sleppa. Karlpersónur film noir - myndanna skiptast frekar skýrt í tvo hópa: annars vegar harðsoðnu spæjarana, lögreglumenn eða aðra sem eru virkir og öflugir fulltrú- ar hins sterka einstaklings sem gengur oftar en ekki í verk sem eru yfirvöldum og þunglamalegu kerfinu of- viða. Persónur Hammets og Chandlers eru dæmigerðir fulltrúar þessarar manngerð- ar. Síðan eru það karlræflarn- ir; ístöðulaus gauð sem tál- konur vefja um fingur sér og fá oftar en ekki til að myrða ríka eiginmenn sína – þó alls ekki til að njóta auðsins með lánlausum morðingjanum. Rithöfundurinn James M. Cain skipar svipaðan sess í þessari grein film noir og Chandler og Hammett á hin- um ásnum en meðal rökkur- mynda sem gerðar hafa veirð eftir bókum Cains eru The Postman Always Rings Twice og Double Indemnity. Í fræðunum er rökkur- myndaskeiðið sem hófst með Möltufálkanum talið enda árið 1958 með A Touch of Evil eftir Orson Welles. Þarna er þó vitaskuld ekki um eiginleg endalok að ræða þar sem krimmar undir sterkum áhrifum hefðarinn- ar birtast reglulega en hafa fengið stimpilinn Neo Noir til aðgreiningar frá klassíkinni. Blood Simple, Blade Runnar, Last Seduction, L.A. Confi- dential, Sin City og U Turn eru á meðal ótal mynda sem falla í þennan flokk. Kvikmyndatímaritið Emp- ire birti nýlega á vef sínum tíu dæmigerðar film noir - myndir sem mælt er með að fólk horfi á til að ná góðri til- finningu fyrir hefðinni. Til- efnið er að Neo Noir-bylgja er að rísa eina ferðina enn með Drive eftir Nicolas Wind- ing Refn, endurgerð The Thin Man eftir sögu Ham- metts með Johnny Depp, frönsku spennumyndinni À bout portant (Point Blank). Að ógleymdum tölvuleiknum L.A. Noire.  rökkurmyndir Sígild Stemning 1941-1958 frumSýndar Harðjaxlar og heybræk- ur í skúmaskotum Dimmu og drungalegu glæpamyndirnar sem bera merkimiðann film noir eru margar hverjar í algerum sérflokki þótt þær hafi oftar en ekki verið gerðar af vanefnum og talist á sínum tíma til B-mynda. Andrúmsloftið í þessum myndum er í samræmi við útlit þeirra og þar er kafað ofan í innstu myrkur mannssálarinnar þar sem græðgi, losti og spilling keyra persónurnar áfram. Zookeeper Kevin James hefur reynt að ná fótfestu í kvikmyndum með því að leika alls konar lúða. Í Zoo- keeper leikur hann Griffin Keyes, góðhjartaðan dýragarðsvörð sem kemst að þeirri niðurstöðu að eini möguleiki hans á að næla í draumaprinsessuna sé fólginn í því að hætta í dýragarðinum. Dýrunum líst ekkert á blikuna og geta ekki hugsað sér að missa þennan góða félaga og í örvæntingu ákveða þau að rjúfa þagnarheit sitt og upplýsa Griffin um að þau kunni að tala manna- mál. Dulda hæfileika sína ætla þau síðan að nota til þess að kenna vini sínum að krækja sér í dömu. Þessir tveir menn óðu spillinguna í Los Ange- les upp að öxlum en í heimi þeirra fer lítið fyrir heiðarlegu og góðu fólki. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Í The Beaver leika vinirnir Jodie Foster og Mel Gibson hjónin Walter og Meredith Black en Foster er jafnframt leikstjóri myndarinnar. Walter hefur verið farsæll framkvæmdastjóri og fjölskyldumaður en þegar hann sekkur á kaf í þunglyndi og vesaldóm gefst eiginkonan upp á honum og vísar honum á dyr. Hvernig sem Walter reynir kemst hann ekki á beinu brautina en líf hans tekur stefnuna upp á við þegar hann eignast handbrúðu í líki bjórs. Þá byrjar hann að tjá sig en eingöngu með hjálp brúð- unnar sem hann talar í gegnum. Eiginkonunni og unglings- syni þeirra líst mátulega á blikuna en reyna að sætta sig við hinn nýja sálufélaga fjölskylduföðurins, ekki síst vegna yngri sonarins sem kolfellur fyrir bjórnum. The Beaver hefur fengið ágætis dóma ytra og Foster þykir hafa góð tök á tilfinningaríku efninu og Gibson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína og er jafnvel sagður aldrei hafa verið betri. Aðrir miðlar: Imdb: 7,0, Rotten Tomatoes: 63%, Metacritic: 60/100. Humphrey Bogart varð holdgervingur hins harðsoðna einkaspæjara strax árið 1941 í fyrstu film noir-myndinni, The Maltese Falcon. Tíu rökkurmyndir sem Empire mælir með fyrir byrjendur The Maltese Falcon 1941 Double Indemnity 1944 Detour 1945 Out of the Past 1947 Odd Man out 1947 The Big Heat 1953 Kiss me Deadly 1955 Le Doulos 1962 The Long Goodbye 1973 Blood Simple 1984 Gibson berst grjótharður fyrir fyrri stöðu sinni í Hollywood en það er á brattann að sækja.  mel giBSon er mættur aftur Sýnir stórleik í skugga skandals Mel Gibson hefur ekki átt sjö dagana sæla í Hollywood undanfarin ár og það er af sem áður var þegar nafn hans var gulltrygging fyrir góðri aðsókn á bíómyndir. Það tók að fjara undan þessum rammkaþólska Ástrala fljótlega eftir að hann leikstýrði blóðugri mynd um píslir Krists. Áfengisneysla hans fór úr böndunum og hann var stöðvaður draugfullur undir stýri og brást hinn versti við með því að ausa yfir lögregluþjón svívirð- ingum sem gengu aðallega út á að laganna vörður væri gyðingur. Svona uppákomur eru yfirleitt afgreiddar sem kusk á hvítflibba fræga fólksins, Gibson var dæmdur í meðferð og hefði hæglega átt að geta rétt snarlega úr kútnum. En leikarinn hélt ótrauður áfram sína heljarslóð og enn er ekki ljóst hvort honum tekst að laga almenningsálitið og miðasölu- þokka sinn eftir að hann gekk af göflunum í fyrrasumar, barði á ungri barnsmóður sinni, Oksönu Grigorievu, og fylgdi barsmíð- unum eftir með skuggalegum símtölum þar sem ætla mátti að myrkrahöfðinginn sjálfur væri á línunni að baula hótanir og svívirð- ingar á Oksönu. Gamla Lethal Weapon-kempan naut lítillar samúðar í kvikmyndaborginni en þó kom gömul vinkona hans, Jodie Foster, honum til hjálpar og lýsti því yfir að hann væri ljúfmenni sem yrði vinur hennar alla tíð. Þau léku saman í Maverick árið 1994 og hafa haldið tryggð hvort við annað í gegnum súrt og sætt. Foster varð einnig fyrst til að gefa Gibson tækifæri til að leika eftir Oksönu-skandal- inn og afraksturinn má sjá í The Beaver en í þeirri mynd leikur Gibson einmitt mann sem á í bölvuðu basli með sjálfan sig og sál- arlíf sitt. Goðið fallna þykir standa sig með mikilli prýði í The Beaver, undir leikstjórn Foster, og sumir gagnrýnendur ganga jafn- vel svo langt að fullyrða að hann hafi aldrei leikið jafn vel á ferli sínum. Aðsóknin á myndina hefur engu að síður valdið framleiðendum vonbrigðum sem bendir til þess að áhorfendur ætli að vera lengur að fyrirgefa en Foster. Það er því alls óvíst hvort Gibson nær nokkru sinni að tjasla saman mannorði sínu. Mel Gibson tekst varla að láta bjórinn kjafta sig út úr skandölum í einkalífinu. Talar í gegnum bjór Undarlegur orðrómur um Batman Nýjasti orðrómurinn um næstu Batman-mynd Christophers Nolan gengur út á að sjálfum Adam West, sem lék Batman í gömlu sjón- varpsþáttunum, muni bregða fyrir í smáhlutverki í myndinni. Þessi saga er þó tæpast talin eiga við rök að styðjast, bæði vegna þess að West er orðinn 83 ára og ekki jafn sprækur og hann var, og ekki síður þar sem Nolan er ekki þekktur fyrir uppátæki eins og að draga gamalmenni á flot til þess að vísa í þætti sem meirihluti áhorfenda man varla eftir eða kannast ekki við. Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. Niðurföll og rennur í baðherbergi PROLINE NOVA 60 cm 21.900,- COMPACT 30cm 8.900,- AQUA 35cm 12.900,- EVIDRAIN Mikið úrval – margar stærðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.