Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 38
34 heilsa Helgin 8.-10. júlí 2011  NáttúrulækNiNgar Jurtaolía É g hef oft verið undrandi á því hve olían selst hratt því ég hef aldrei auglýst hana,“ segir Gígja Kjartansdóttir Kvam, framkvæmdastjóri og eigandi Urtasmiðjunnar á Akureyri, en hún þróaði Jurtaolíu við sveppasýkingu í leggöngum fyrir um fimmtán árum. „Það virðast vera ótrúlega margar konur sem þurfa á olíunni að halda. Konur sem hafa átt mikinn vanda til að fá sveppasýkingu og eru kannski búnar að vera að nota lyf, jafnvel einhver rándýr sveppalyf, sem hafa virkað fyrst og svo með mismunandi árangri – þær hafa svo ótal margar sagt að eftir að þær prófuðu þessa olíu hafi gjörbreytt lífi þeirra hvað þetta varðar – svo að þetta virðist virka mjög vel og virðist kærkomið val fyrir þær.“ Gígja þróaði olíuna í samstarfi við kvensjúkdómalækni á Akureyri. „Hann hafði olíuna á stofunni hjá sér í tvö ár á meðan ég var að finna réttu blönduna og fékk nokkrar konur í lið með sér til að at- huga hvort olían virkaði. Hann fékk þær til að koma aftur á stofuna skömmu eftir fyrstu notkun og var í flestum tilvikum ekki um neina sveppasýkingu að ræða eftir eina viku.“ Gígja tekur það þó fram að ekki megi líta á vörur hennar sem lyf heldur séu þetta húðvörur, krem, smyrsli og olíur sem hún vinni úr jurtum og lífrænum efnum úr náttúrunni. „Í þessari tilteknu jurtaolíu eu auk tea tree olíunnar, lífræn- ar jurtaolíur, kókossmjör og ýmsar jurtir m.a. morgunfrú og kamillujurt svo að eitthvað sé nefnt.“ Að sögn Gígju er tea tree-olían öðru nafni nefnd „náttúrulegi sveppabaninn“. „Tea tree-olían er unnin úr tré sem vex í Ástralíu. Hún er mjög sótthreinsandi og drepur sýkla en er aðallega þekkt fyrir virkni á sveppi.“ Auk sveppasýkingar í leggöngum segir Gígja að tea tree-olían virki vel á húðsvepp, vörtur og unglingabólur. „Ég framleiði líka pakka sem ég kalla Kvennaþrennu og í henni er jurtaolían, túpa af græðandi smyrsli og önnur túpa með jurtasalva. Slímhúðin vill oft þorna eftir sveppasýk- ingu og því er gott að bera mild smyrsl og jurtasalva upp í leggöng og útvortis til að fá aftur mýkt og raka.“ Vörur Urtasmiðjunnar eru ekki lyf heldur lífræn heilsuvara eða snyrtivara sem er unnin úr villtum jurtum úr ís- lenskri náttúru og lífrænu hráefni. „Þetta byrjaði með jurtum og olíu fyrir mína nánustu. Áhugann fékk ég frá ömmu minni sem bjó til smyrsl úr græðandi jurtum sem hún notaði bæði fyrir menn og skepnur. Íslensku jurtirnar eru aðal- uppistaðan í mínum vörum en ég vinn líka öll kremin mín alveg frá grunni þannig að þetta er dálítið mikil vinna. Flestir sem ég veit um og eru að búa til krem flytja inn tilbúna grunna, því ég veit þá að varan inniheldur einungis besta hráefnið“ Urtasmiðjan er fjölskyldufyrirtæki á Svalbarðsströnd við Eyjafjörðinn en vörurnar fást víðast hvar í náttúruvöru- verslunum og heilsubúðum. Nánari upp- lýsingar um vörurnar er að finna á www. urtasmidjan.is Náttúrulegur sveppabani Ég fram- leiði líka pakka sem ég kalla Kvenna- þrennu og í henni er jurtaolían, túpa af græðandi smyrsli og önnur túpa með jurta- salva. – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 53 92 0 6/ 11 Ertu með frjókornaofnæmi? Virkar innan 15 mínútna. Livostin® (levokabastin); nefú›i 50 míkróg/skammt og augndropar 0,5 mg/ml. Livostin er fáanlegt án lyfse›ils og er nota› gegn ofnæmisbólgum í nefi og augum. Verkun lyfsins hefst innan 15 mínútna og stendur í margar klukkustundir. Skammtastær›ir eru flær sömu fyrir börn og fullor›na: Nefú›i: 2 ú›askammtar í hvora nös 2 sinnum á dag. Hver ú›askammtur inniheldur um 50 míkróg af levokabastini. Halda skal me›fer› áfram eins lengi og flörf krefur flar til einkennin eru horfin. Augndropar: 1 dropi í hvort auga 2 sinnum á dag. Ef fless gerist flörf má gefa skammtinn allt a› 4 sinnum á dag. Hver dropi inniheldur u.fl.b. 15 míkróg af levokabastini. Halda skal me›fer› áfram eins lengi og flörf krefur flar til einkennin eru horfin. Varú›: Ekki má nota Livostin ef flekkt er ofnæmi fyrir levokabastini e›a einhverju hjálparefnanna. Ekki er rá›legt nota mjúkar augnlinsur me› Livostin augndropum. Gæta skal varú›ar hjá sjúklingum me› skerta n‡rnastarfsemi. Aukaverkanir: Tímabundin erting í nefi strax eftir gjöf lyfsins er algeng (um 5% sjúklinga). Tímabundin erting í augum, strax eftir gjöf lyfsins er algeng (um 16% sjúklinga). Ofnæmi hefur í einstaka tilvikum komi› fram. Me›ganga og brjóstagjöf: Lyfi› veldur fósturskemmdum í d‡ratilraunum og ætti flví ekki a› nota á me›göngutíma. Lyfi› skilst út í mó›urmjólk, en áhrif á barni› eru ólíkleg vi› venjulega skömmtun. Lesi› allan fylgise›ilinn vandlega á›ur en byrja› er a› nota lyfi›. Handhafi marka›sleyfis: McNeil Sweden AB. Umbo› á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Gar›abæ. Lifrin er undir stöðugu álagi vegna streitu, áfengis- og kaffineyslu en lifrin getur einnig orðið þreytt vegna úrvinnslu á aukefnum í mat og neyslu á sterkum lyfjum. Nú þegar sumargleðin er í hámarki og áfengi víða haft um hönd er gott að taka mjólkurþistil reglulega. Þessi jurt á sér langa hefð sem lækningajurt. Það var samt ekki fyrr en á 8. áratugnum sem þýskir vísindamenn fóru að rannsaka jurtina að gagni. Mjólkurþistill er ein af fáum jurtum sem eiga sér ekkert jafngildi í heimi hefðbundinna lyfja. Mjólkurþistill hreinsar lifrina Blóðbergste við timburmönnum Nú er rétti tíminn til að tína blóð- berg en samkvæmt nýútkominni bók Arndísar Lindu Jóhannes- dóttur, Íslenskar lækningajurtir, er sterkt te af jurtinni, drukkið fjórum til sex sinnum á dag, tvo til þrjá daga í senn, talið gott til að venja fólk af áfengisdrykkju. Sennilegt er þó að þetta þurfi að endurtaka nokkrum sinnum með hvíld á milli. Þá er það trú margra að blóðbergste dragi úr timbur- mönnum en blóðberg er einnig mjög gott við ýmsum meltingar- sjúkdómum þótt það sé mest notað gegn flensu og kvefi. -þká 1 Skerið niður þá jurt sem nota á til olíugerðar og setjið hana í glæra krukku. 2 Hellið möndlu-, ólífu- eða sól- blómaolíu yfir jurtina svo að olían sé um helmingi meiri að rúmmáli en jurtin. 3 Lokið krukkunni og geymið á hlýjum stað, helst í sól, í 2-3 vikur. Best er að láta krukkuna standa grunnt í sandi, sem veldur því að hitasveiflur verða minni. 4 Hrærið daglega í krukkunni. 5 Síið olíuna frá jurtinni og pressið hratið vel til þess að ná allri olíunni. 6 Hellið jurtaolíunni á dökkar flösk- ur, merkið og dagsetjið og geymið á köldum stað. Úr bókinni Íslenskar lækningajurtir – söfnun þeirra, notkun og áhrif eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur. Olíu má búa til úr öllum jurtum sem þykja góðar til útvortis notkunar. Heimatilbúin jurtaolía gígja kjartansdóttir kvam „Það virðast vera ótrúlega margar konur sem þurfa á Jurtaolíunni að halda.“ Gígja Kjartansdóttir Kvam er eigandi Urtasmiðjunnar sem fram- leiðir krem og smyrsl sem vinna á alls konar vandamálum og þykja til að mynda hafa góð áhrif á gigt, liðverki og vöðvabólgu. forte Multidophilus Forte er breiðvirk probiotic blanda  sem inniheldur 10 Milljarða virkra gerla. Mælt er með einu hylki á dag til að viðhalda góðri þarmaflóru. „Probiocap®” Multidophilus forte er framleitt með nýrri aðferð sem tryggir líftíma gerlana og virkni þeirra. Ný og öflug blanda af meltingargerlum Multi doPhilus Fæst í heilsubúðum, apótekum og flestum matvöruverslunum. PANTAÐU TÍMA 517 3900 Pantaðu tíma í göngugreiningu Flexor í síma 517 3900 ÆTLAR ÞÚ AÐ HLAUPA MARAÞON? Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 S. 517 3900 / www.flexor.is PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 11 12 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.