Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 14
I ðunn Angela var send í Landa- kot átta ára. „Ég var bara lítið og saklaust barn þegar ég byrjaði í skólanum. Ég kom frá yndislegu heimili og átti ástríka góða for- eldra sem hugsuðu ofboðslega vel um mig.“ Hún segist hins vegar hafa áttað sig á því um leið og hún byrjaði í skólanum að þar væri hún ekki örugg. „Hún tók á móti mér, kerlingin Mar- grét Müller. Ég skynjaði strax að það var kona sem ég ætti að passa mig á. Skrítið hvað börn geta verið miklu greindari en fullorðið fólk þorir að viðurkenna. Ég fann strax að ég var komin í hættu. Og þá var sjálfsbjargarviðleitnin að smeðja sig upp við þessa kerlingu til að lenda ekki í klónum á henni.“ Iðunn segir það þó ekki hafa hjálpað sér. „Ég var ferlega lesblind og átti erfitt með að læra að lesa. Hún fór strax að hæðast að mér fyrir það. Ég man að ég var öll blaut á bakinu af stressi yfir þessu.“ Iðunn segir Margréti Müller hafa verið and- styggilega konu sem naut þess að kvelja börn og niðurlægja. Séra George hafi fyrst tekið eftir henni í níu ára bekk og það ár hafi hann gert allt til að vinna sér inn traust hjá henni. Hvernig hugsar þú til séra Georges í dag? „Ef það er til helvíti, og mikið svakalega vona ég það, þá er hann þar. Hann var alveg skelfilegur mað- ur. Hann talaði um að ef ég segði frá myndi mamma deyja. Mamma var mikill sjúklingur og hafði tvisvar sinnum glímt við berkla. Hún var því mikið á sjúkra- húsum. Séra George reyndi að telja mér trú um að ég sækti í hann og það myndi mamma ekki þola að heyra. Þetta væri mér að kenna allt saman frá upp- hafi.“ Reyndi að dulbúa káfið Og upphafið að þriggja ára langri kynferðislegri misnotkun séra Georges á Iðunni var í aukatíma í stærðfræði sem fram fór í aðsetri prestsins á skóla- lóðinni í Landakoti. „Þá var ég tíu ára. Ég var látin fara upp á prestssetrið á bak við skólann. Það er reyndar búið að rífa húsið í dag en þar var hann með herbergi. Hann lét mig sitja við skrifborð á meðan ég reiknaði og svo stóð hann fyrir aftan mig. Fyrst laumaðist hann með hendurnar að öxlunum á mér og byrjaði að strjúka á mér hálsinn og svona. Ég skildi ekki alveg hvað var að gerast en mér varð það þó ljóst æðifljótt.“ Iðunn segir skólastjórann hafa sest á stól við skrifborðið og látið hana setjast á lærin á sér. „Ég var aðeins byrjuð að fá brjóst og hann var alltaf að lyfta mér upp með því að halda utan um brjóstin á mér og klofið.“ Iðunn segir skólastjórann hafa reynt að láta káfið líta út eins og eðlilegar hreyfingar. Þetta átti þó eftir að endurtaka sig margoft. „Hann var alltaf búinn að losa um beltið á bux- unum og hneppa skyrtunni langt niður þegar þetta gerðist. Hann var rosalega loðinn á bringunni og puttarnir á honum voru alveg gulir með ferkönt- uðum nöglum.“ Iðunn lýsir ofbeldinu á þessa leið: „Hann þuklaði á mér, sleikti á mér eyrun, fór undir peysuna og þukl- aði brjóstin á mér. Fór ofan í nærbuxurnar og stakk fingrunum inn í mig. Þegar ég var orðin aðeins eldri fór hann inn í fataherbergið og fróaði sér.“ Iðunn segir að George hafi farið afsíðis til að fróa sér en horft á hana í gegnum dyragættina. „Svo sagði hann mér hvernig ég ætti að standa og vera á meðan.“ Misnotuð á prestssetrinu Iðunn segir aðdragandann að ofbeldinu alltaf hafa verið eins. „Ég var kölluð út úr tíma og látin fara til séra Ge- orges. Enda var ég með í maganum allan liðlangan daginn á meðan ég var í skólanum yfir því hvort ég yrði kölluð út. Ég var alltaf send til hans á prests- setrið. Nema eitt skiptið, þá fór hann með mig á skrifstofu í skólabyggingunni.“ Aðspurð hversu oft séra George misnotaði hana, svarar Iðunn: „Oft, oft. Fleiri tugi skipta. Þetta gerðist reglulega í þrjú ár. Ég var farin að stama og fékk miklar magabólgur. Mamma skildi ekkert í þessu og hélt að þetta væri út af ungverska matnum sem hún eldaði. Ég vildi ekki fyrir mitt litla líf segja henni frá því þá hefði hún dáið, eins og séra George sagði.“ Iðunn segir móður sína hafa spurt hvers vegna hún færi alltaf í sturtu þegar hún væri búin í skólanum. „Ég útskýrði það bara þann- ig að það væri svo vond lykt af séra George því hann reykti svo mikið. Svo fór ég í sturtu og skrúbbaði mig alla.“ Iðunn segir það ekki skrítið að kynferðis- leg misnotkun sé best geymda leyndarmál í heimi. „Börn segja ekki frá. Ég sagði engum; ekki vinkonum mínum, ekki foreldrum. Engum!“ Iðunn segir það þó einu sinni hafa komið fyrir að ungur kennari neitaði að senda hana út úr tíma til séra Georges. „Hún heitir Mar- grét Thorlacius og kenndi íslensku. Hún sagði að það gengi ekki að vera að taka börn svona út úr tímum. Hún steig niður fæti enda hélt hún ekki áfram veturinn eftir. Ég veit samt ekki hvers vegna. Ég hitti hana fyrir ekki svo löngu í Garðabæ, gekk upp að henni og spurði hvort hún þekkti mig. Hún gerði það og ég sagði henni bara að mér hefði alltaf þótt svo vænt um hana – og að einhvern tíma skyldi ég segja henni hvers vegna,“ segir Iðunn og brosir. Þorði loksins að segja nei Kaþólska kirkjan keypti sumardvalarstaðinn Riftún í Ölfusi á þeim tíma sem Iðunn var í skólanum. Hún var því send þangað ásamt skólasystrum sínum. „Séra George og Margrét Müller sögðu alltaf að klósettið væri bilað þannig að við þurftum að pissa úti. Svo stóðu þau yfir okkur á meðan. Ég man að ég þoldi þetta ekki. Og hann þóttist aldrei neitt vera að horfa. En í Riftúni þorði hann aldrei að kalla á mig.“ Tólf ára var Iðunn send í sumardvöl í Stykkis- hólmi þar sem kaþólskar nunnur unnu á sjúkra- húsinu. „Ég var send þangað á vegum kaþólska safnaðarins og mamma vildi endilega að ég færi. Um sumarið kom séra George á staðinn og kallaði á mig yfir á prestssetrið í bænum til að fara yfir reikning með mér. Þegar hann leitaði á mig sagði ég bara NEI. Hann brjálaðist. Hann gjörsamlega brjálaðist yfir að fá ekki að káfa á mér lengur. Hann togaði í buxurnar mínar og rykkti mér allri til. Ég sagði bara nei, nei, nei og horfði á hann. Á endanum hreytti hann því í mig að það væri ekki hægt að kenna mér neitt. Þú verður alltaf fífl, sagði hann og rak mig út. Ég fór og þarna var ég sloppin. Hann þorði ekki í mig meir.“ Sumarið eftir Landakotsskóla, rétt áður en Iðunn byrjaði í gagnfræðaskóla, hringdi séra George í móður Iðunnar og óskaði eftir að fá stelpuna til sín í aukatíma í stærðfræði. „Þá sprakk ég og sagði mömmu og pabba allt. Mamma fór í algjöra afneitun Misnotuð af skólastjóranum í þrjú ár Framhald á næstu opnu Hér er Iðunn Angela tíu ára og ofbeldi séra George rétt að byrja. Iðunn Angela er tólf ára á þessari mynd en þá stóð ofbeldið sem hæst. Iðunn Angela Andrésdóttir segir séra George, skólastjóra Landakotsskóla, hafa misnotað sig kynferðislega í þrjú ár. Hún hafi verið tekin út úr tímum til þess að skólastjórinn gæti káfað á henni. Lýsingum hennar á ofbeldinu svipar á margan hátt til þess sem við- mælandi Frétta- tímans lýsti í síðustu viku. Þóra Tómasdóttir ræddi við Iðunni. Hann var alveg skelfi- legur maður. Hann talaði um að ef ég segði frá myndi mamma deyja. Pabbi krafð- ist þess að biskupinn sendi séra George aftur til Hollands. Það var auð- vitað engin viðbrögð að fá við því og pabbi kom til baka brotinn maður. 14 fréttaskýring Helgin 24.-26. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.