Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 24.06.2011, Qupperneq 32
6 garðar Helgin 24.-26. júní 2011 H öfundur þessarar greinar hefur lengi staðið öðrum fæti í skógrækt og hinum í garðrækt. Framan af fór mest orka í skógræktina, eða öllu heldur trjárækt- ina, þótt steinhæðir og fjölæringabeð hafi einnig orðið til í kringum hús og híbýli. Athafnasvæði fjölskyldunnar í sumarlandinu er nú fyrir allnokkru orðið svo til fullplantað af skógar- trjám: birki, greni, furu, þini, ösp og víði af ýmsum tegundum og arf- gerðum, bæði innlendu og aðfluttu efni. Íslenskur reynir og harðgerar blómstrandi runnategundir eins og dúntoppur, blátoppur og dísarrunnar hafa einnig verið gróðursettar til að auka fjölbreytnina. Þrestir hafa hjálpað til við útbreiðslu á rifsi og reyniviði, sérstaklega í hopandi lúp- ínubreiður. Höfundur hefur fylgst með og tekið þátt í tilraunum og þróunar- starfi skógræktarmanna og plöntunin því orðið fjölbreyttari að tegunda- vali, kvæmum og yrkjum en gerist og gengur. Reyndar hefur áherslan verið lögð á að rækta til skjóls og yndis en ekki þéttplöntun til viðarframleiðslu eins og tíðkast hjá mörgum markviss- ari skógræktendum. Flestir sumarbústaðir á Íslandi eru í uppsveitum landsins, gjarna í lyngmó- um og kjarri vöxnu landi. Það hefur ekki verið nýtt til ræktunar, aldrei verið borið á það en öldum saman verið beitarland fyrir búpening lands- manna. Fyrir þá sumarhúsaeigendur sem hyggja á ræktun er þetta meira vandamál en margan grunar. Það felst í því að jarðvegur í úthaga víðast á Íslandi er að mestu leyti myndaður í þeirri gríðarlegu umbyltingu gróður- lendis sem hófst hér á landi á elleftu og tólftu öld og hefur staðið fram á síðari ár. Annars vegar eru það ör- foka melar þaðan sem gróðurmoldin er horfin og hins vegar lyngmóar og grasdældir þar sem ríkjandi jarðvegs- gerð er fíngerð mylja eða silt á máli jarðvegsfræðinnar. Hún er þétt í sér og að kornagerð svipuð hveiti. Hún er mynduð af margra alda áfoki og út- vöskun fínna efna sem sest hafa í móa og lægðir. Mylja þessi er líka næring- arsnauð því hún fauk sem ryk af jörð sem áður var orðin örmagna af ofbeit. Húsdýraáburðurinn setur allt af stað Örfoka melar sem eftir standa þegar uppblæstrinum er lokið eru að minni reynslu ekki endilega stórfellt vandamál. Sé í þeim nægileg möl og jökulleir dugar oft að blanda vel í þá sauðataði eða hrossaskít, þá fer allt af stað og frjósamur jarðvegur myndast skjótt, ekki síst ef belgjurtir eru með. Lúpínan og aðrar belgjurtir eru tiltölu- lega fljótar að breyta þessum jarðvegi í gróðurmold. Fíngerða áfoksmyljan, brúnlitaða siltið sem oftast er undir- staðan í lyngmóanum, er hins vegar miklu verra viðureignar. Vatnsheldni, súrefnisleysi, holklaki, frostlyfting og jarðvegskuldi á vorin einkennir þessa jarðvegsgerð. Lyngmóaþúfurnar segja sína sögu. Frostið fer ekki úr þeim fyrr en komið er langt fram á vor og bleytan helst enn lengur. Jarðveg- urin lítur út eins og brún sósa þegar rignir. Blessað lyngið ræður við þetta og finnst mörgum fallegt en ef rækta skal runna og ávaxtatré til skrauts versnar málið. Ræturnar þola þetta ekki. Þegar þornar er líka algengt að jarðvegurinn verði að hörðu loftlausu og þurru dufti, plönturnar nái ekki upp vexti en veslist upp. Þessi jarðvegur er ráðandi þar sem ég er að rækta nú þótt búið sé að slétta úr móanum og grasið vaxi af krafti. Þetta hefur ekki verið alvarleg hindrun fyrir ræktun skógarplantna en þeim mun meiri þegar kemur að ræktun viðkvæmari tegunda með fíngerð rótarkerfi. Baks mitt við að koma rósum á legg hefur kennt mér þetta. Sama gildir um lyngrósir og ávaxtatré. Ekki dugir að moka holur eða slétta úr þúfum og stinga upp beð. Mér dugar ekkert minna en að bylta jarðveginum niður á 60 cm dýpi og blanda hann fjölkorna sandi, t.d. ár- möl, og helst brunasandi eða vikri til að breyta kornabyggingunni. Mér sýn- ist að í 50-60 cm af þessum jarðvegi þurfi að blanda 15-20 cm af bruna- sandi með kornastærð allt að 4-5 mm. Mikilvægast er þó að blanda a.m.k álíka miklum hrossaskít í til að koma örveru- og smádýralífi í gang. Gamall og brotinn svarðmór (mómold) úr góðri mýri gerir líka gagn. Að sjálf- sögðu eru dýrari efni eins og sveppa- massi eða molta líka ákjósanleg. Þá byrjar loks að vaxa þokkalega hjá mér og voráföll og vanþrif minnka umtals- vert. Ég læt fylgja nokkrar myndir af fokmélunni hjá mér og jarðvegsgerð- um sem ég nota til að bæta hana. Vélin léttir störfin Ég var svo heppinn að kaupa mér fyrir nokkrum árum litla fjöltækjavél af gerðinni MultiOne með skotbómu sem léttir mér störfin og leysir af hendi verkefni sem annars væru margra manna verk. Hægt er að fá marg- vísleg sérhæfð tæki með þessari vél og auðvelt að skipta um. Hún hefur aldeilis komið sér vel núna. Með henni moka ég holur, flyt til sand og skít og velti jarðvegi í beðum – lyfti stórum trjábolum og flyt stærðar tré. Það þarf bara að stinga vel í kringum trén með beittri skóflu og höggva á sverar rætur áður. Vélin lyftir nokkur hundruð kílóa hnaus eins og ekkert sé. Ég slæ með vélinni og bora holur fyrir tré og staura. Ég fæ vörubílshlöss af sandi og skít eftir þörfum og kem efninu fyrir og blanda með vélinni á þeim stöðum þar sem ég vil rækta viðkvæmari tegundir. Þetta gerir alla vinnu léttari. Vélin er ekki þyngri en svo að hún skemmir ekki þar sem farið er um. Ný viðhorf þegar komið er skjól af skógartrjánum. Ný tækifæri á við- fangsefnum í ræktun skapast. Ég hygg að margir sumarhúsaeigendur séu þegar í þessum sporum og eigi stór lönd sem bjóða upp á margvís- lega möguleika en hafi lent í byrjun- arvandamálum vegna jarðvegsins á staðnum. Jarðvegurinn er nefnilega ekki síður mikilvægur en veður- farið og skjólið eða tegundin og yrkið sem plantað er. Það þarf að huga að jarðvegsbótum sem hæfa þeim gróðri sem rækta skal. Mikilvægt er einnig að planta ekki hávöxnum trjám þannig að byrgi fyrir sólarljósið. Fátt skapar meiri ánægju en að sjá blómstrandi runna og eplatré bera ávöxt. Sem betur fer er sandur og hrossaskítur víða tiltækur á Íslandi og til eru tæki sem gera einyrkjanum kleift að standa í töluverðum ræktunarframkvæmdum án þess að ofgera sér. Vilhjálmur Lúðvíksson Óræktarjarðvegur við sumar- bústaði – hvað er til ráða? Jarðvegur í úthaga víðast á Íslandi er að mestu leyti myndaður í þeirri gríðarlegu umbyltingu gróðurlendis sem hófst hér á landi á elleftu og tólftu öld og hefur staðið fram á síðari ár.  ræktun Vandamál sumarbústaðaeigenda Verðandi ,,náttúrugarður”. Ófrjó siltmylja (brúnjörð) með rótarslitrum. Brunasandur til blöndunar. Haustplantað í bættan jarðveg 2010. ,,Garðyrkjubóndinn” tekur til ,,hendinni”. Loftlaus siltgrautur í bleytu. Siltið blandað bruna, möl og skít, tilbúið undir plöntun að vori. Sumarlandið í árdaga vorið 1959. Sami staður fimmtíu árum síðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.