Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Síða 39

Fréttatíminn - 24.06.2011, Síða 39
V ið erum stödd í blokk í portúgölsku borginni Porto árið 1994. Enski knatt-spyrnuþjálfarinn Sir Bobby Rob- son, einn sá virtasti á sínu sviði og núverandi þjálfari Porto, er nýfluttur í blokkina, stendur á stigapallinum og les bréf frá sextán ára ná- granna sínum sem vill að átrúnaðargoð hans, Domingos Paciência, spili meira. Robson biður hann um rökstuðning og drengurinn tekur hann á orðinu. Hann skilar skýrslu með tölfræðilegum staðreyndum til að sanna sitt mál. Robson verður svo hrifinn að hann tekur drenginn inn í þjálfarateymi unglingaliðs Porto og kemur honum til Lilleshall í Englandi þar sem drengurinn, langyngstur allra, fær þjálfaragráðu. Drengurinn sem um ræðir hefur heldur betur risið til metorða frá þessum tíma og þótt Robson, sem lést árið 2008, lifi ekki að sjá afraksturinn, getur hann ekki verið annað en stoltur af því að hafa átt þátt í því að greiða götu Andrés Villas-Boas sem þjálfara. Nú, sautjan árum eftir að þeir hittust í blokkinni í Porto, er hann yngsti þjálfari sem nokkurn tíma hefur unnið Evrópukeppni og jafnframt yngsti þjálfarinn í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann var ráðinn til stórliðsins Chelsea. Villas-Boas var aðeins 21 árs þegar hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála á Bresku Jómfrúreyjum. Hann stýrði liðinu í tveimur leikjum, tapaði samanlagt 14-1 fyrir Bermúda og sagði forsvarsmönnum liðsins ekki hvað hann væri gamall fyrr en daginn sem hann hætti. Eftir ævintýrið á eyjunum, sem þekktari eru sem skattskjól heldur en fótboltamusteri, hóf hann störf hjá José nokkrum Mourinho sem þá stýrði Porto. Villas-Boas vakti fljótt athygli Mourinhos fyrir að vera með auga fyrir smáatriðum og hann byrjaði að kortleggja lið andstæðinganna fyrir Mourinho. Hann fylgdi honum til Chelsea og þaðan til Inter Milan. Villas-Boas var í miklum metum hjá Mourinho sem kallaði hann „augu sín og eyru“. Frægar eru sögur af Villas-Boas þar sem hann lá í leyni í runnum við æfingasvæði andstæðinga Chelsea og safnaði upplýsingum. Hugur hans stóð alltaf til að stíga út úr skugga Mourinhos og þjálfa sitt eigið lið. Það tækifæri kom veturinn 2009 þegar hann ákvað að taka við Académica de Coimbra í portú- gölsku deildinni. Liðið var án sigurs þegar hann tók við en Villas-Boas kom því upp í 11. sæti deildarinnar og í undanúrslit bikarsins. Í fyrra tók hann svo við Porto og afganginn af sögunni þekkja flestir. Sigur í keppninni um meistara meistaranna í Portúgal, sigur í bikarkeppninni, sigur í deildinni með 21 stigs forystu, aðeins þrjú jafntefli og ekkert tap og sigur í Evrópudeildinni. Slíkur árangur fer ekki fram hjá neinum. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, var fljótur að grípa tækifærið og borgaði rúma tvo milljarða til að tryggja sér þjónustu Portúgalans unga. oskar@frettatiminn.is  fótbolti Chelsea fær nýjan knattspyrnustjóra Andre Villas-Boas dregur fram þrjá menn sem hann kallar lærimeistara sína. Þeir eru Bobby Robson, sem kom honum í þjálfun, José Mourinho, sem tók hann undir sinn verndar- væng og hafði hann með í þjálfarateymi sínu hjá Porto, Chelsea og Internazionale, og Pep Guardiola sem Þrír lærimeistarar hann segir hafa veitt sér mikinn innblástur. Hann tileinkaði þessum þremur mönnum sigur Porto í Evrópudeildinni nú í vor. Af þessum þremur segist hann þó mest líkjast Robson. „Margir tala um mig sem eftirlíkingu af Mourinho en ég neita því alfarið. Kannski er ég líkari Robson,“ segir Villa-Boas. Hann leggur áherslu á hraðan og frjálsan sóknarleik eins og Robson og hugmyndir hans liggja langt frá hugmyndum Mour- inho þótt hann viðurkenni að hann hafi lært mikið af honum. Hann hitti Guardiola fyrst í febrúar á þessu ári og segist bera gífurlega mikla virðingu fyrir honum. Bobby Robson Jose Mourinho Pep Guardiola Reifst við Robson 16 ára André Villas-Boas var í vikunni ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea. Þessi 33 ára þjálfari náði undraverðum árangri með Porto á síðasta keppnistímabili og stýrði liðinu til sigurs í deild og bikar í Portúgal, sem og Evrópudeildinni. Hann fer sömu leið og einn af lærimeisturum hans, José Mourinho, sem yfirgaf Porto fyrir Stamford Bridge. Fleyg ummæli Villas-Boas „Fólk einblín- ir mikið á vinnu þjálfarans en ég sé það ekki þannig. Ég er ekki eins manns sýning. Fótbolta- leikur vinnst ekki á einum manni heldur sameiginlegri getu – gæðum leikmanna og uppbyggingu félags.“ „Ef miðju- maður vinnur ekki fyrir mig þá er ekki pláss fyrir hann í mínu liði.“ André Villas-Boas verður fjórði yngsti knattspyrnu- stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann stýrir Chelsea í fyrsta leiknum í deildinni 15. ágúst – gegn Stoke á útivelli. Þá verður hann 33 ára og 302 daga. Aðeins Attillo Lombardo, Gianluca Vialli og Chris Coleman voru yngri þegar þeir stýrðu sínum liðum í fyrsta leik. Nordic Photos/AFP fótbolti 27 Helgin 24.-26. júní 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.