Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 4
13. þing IGF-Alþjoðasambands bókagerðarmanna. Aukin og og markviss samstaða verkafólks á milli landa skilar árangri „Við höfum ekki þörf fyrir fleiri vopn, en við þörfnumst friðar og fleiri starfa. “ Fráfarandi formaður IGF (Alþjóðasamtaka bókagerðarmanna) Leonhard Mahlein undirstrikaði þessar staðreyndir sérstaklega í opnun- arræðu sinni á 13. þingi IGF, sem haldið var í Helsinki í Finnlandi í september s. I. Þingfulltrúar tóku undir þessi sjónarmið og voru gerðar einróma samþykktir um afvopnun og frið auk samþykkta um aukið samstarf verkafólks á milli landa, bæði hvað varðar fagleg og félagsleg málefni. Leonhard Mahlein frá Vestur—Þýskalandi er búinn að vera formaður IGF í mörg ár, hann lét nú af því starfi sökum aldurs. Leonhard voru þökkuð hans miklu og margvíslegu störf í þágu bókagerðarmanna. Við fulltrúarnir frá Norðurlöndum þökkuðum honum sérstaklega fyrir hönd Nordisk Grafisk Union og afþví tilefni var honumfærð gjöffrá NGU og flutti formaður NGU, Áke Rosenquist snjalla ræðu af því tilefni þar sem hann m. a. rökstuddi mikilvægi hins alþjóðlega samstarfs verkafólks. Eftirmaður Leonhards var einróma kjörinn landi hans Erwin Ferlemann og hafði NGU samþykkkt á fundi sínum í Reykjavík í júní að styðja hann til starfans. Napur vindur í yfirlitsræðu sinni kom fráfarandi formaður margsinnis inná þá hættu, sem fólgin væri í því að afturhaldsöflin hefðu styrkt stöðu sína í heiminum. Hann tók dæmi af stjórnvöldum sem höfðu beinlínis lagt til atlögu við og gegn verkalýðsfélögum, en nærtækast er að benda á England og Danmörk í því sambandi, en dæmin eru fleiri. Eina svarið við þessu er að styrkja verkalýðshreyfinguna og auka sam- starf hennar á milli Ianda. „Það blæs napur afturhaldsvindur í heiminum í dag og baráttan gegn hon- um krefst markvissara starfs verka- fólks og samtaka þess. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hin fé- lagslega þróun helst ekki í hendur við tækniþróunina, þvert á móti. Verka- lýðshreyfingin verður að taka á af fullri einurð gegn auðvaldinu í þágu manneskjunnar.“ Fram kom að þrátt fyrir styrka stöðu afturhaldsaflanna væri samstarf verkafólks á milli landa að aukast, ekki bara í hinum vestræna heimi held- ur líka yfir til sósíalistisku landanna og landa í þriðja heiminum, við þetta væri ástæða til að binda vonir. Eins og staðan er í dag búa yfir 70 prósent félagsmanna IGF í Evrópu en þetta er nú stöðugt að breytast og á samstöðu- starf IGF sinn drjúga þátt í því, en IGF hefur stutt bókagerðarmenn í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Friðarbaráttan Friðarbaráttan hlýtur að vera eitt af höfuð baráttumálum verkalýðshreyf- ingarinnar. í umræðu um þennan málaflokk kom glöggt í Ijós að þing- fulltrúar höfðu einlægan vilja í þá átt að IGF gerði það sem í þess valdi stæði til að stuðla að afvopnun og friði. Þetta sjónarmið kom sterkast fram hjá þeim fulltrúum sem komu frá löndum 4 PRENTARINN 4.5.’85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.