Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 23
Vinnueftirlit ríkis- ins Á undanförnum árum hefur átt sér staö mikil efling í starfi Vinnueft- irlits ríkisins og ber svo sannarlega að fagna því. Auk virkara eftirlits meö vinnustööum er mikið líf í upp- lýsinga- og útgáfustarfi Vinnueftir- litsins. Öryggistrúnaðarmenn FBM fá sent upplýsingaefni frá Vinnueft- irlitinu og eru félagsmenn eindreg- iö hvattir til þess aö kynna sér þetta efni hjá öryggistrúnaðarmönnum. í síðasta „Fréttabréfi um vinnu- vernd" er m. a. fjallað um nauðsyn þess að nýliðar á vinnustað fái sér- staka leiðsögn, vinnuskilyrði og heilsufar iðnverkafólks, líkams- beitingu við vinnu, hávaða og margt fleira. Vinnan Mikil gróska er í útgáfu Vinnunn- ar, blaðs Alþýðusambands íslands og flytur blaðið áhugavert efni um málefni verkafólks. Trúnaðarmenn FBM fá blaðið sent og eru félags- menn hvattir til þess að lesa blaðið hjá þeim. Ef vel ætti að vera ættu allir félagsmenn verkalýðshreyfing- arinnar að vera áskrifendur, en áskriftarsími Vinnunnar er 83044. í síðasta tbl. Vinnunnar er fjallað um þá hækkun á kauptöxtum sem Albert Guðmundsson galdraði fram í síma í október, þ. e. 3% hækkunina. í leiðara um þetta mál segir forseti ASÍ, Ásmundur Stef- ánsson m. a. „í dag eru lán tryggð þannig að þau elti verðhækkanir og fyrirtækjum er tryggður réttur til að hækka verðlag til jafns við kostnaðarhækkanir og þau búa raunar við frelsi til þess að gera betur. í reynd er nær allt í þjóðfél- aginu verðtryggt nema kaupið. Sá sem lifir á kaupi á sitt undir því að treysta megi stjórnvöldum til þess að halda verðlagi í skefjum. Því trausti hafa stjórnvöld brugðist." Forsetinn heldur áfram og líkur leiðara sínum: „Trygging aukins kaupmáttar verður meginmál næstu samninga. Um þá kröfu verðum við öll að sameinast." Ársfundur MFA Föstudaginn 29. nóvember sl. hélt Menningar- og fræðslusam- band alþýðu ársfund sinn. Á fund- inum flutti Helgi Guðmundsson for- maður MFA yfirlitsræðu um starf- semina á liðnu ári auk þess sem hann kom inná framtíðarverkefnin. Fjallaði hann m. a. þar um rekstur útvarpsstöðvar á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar. Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ flutti afar fróð- legt erindi um málefni verkalýðs- hreyfingarinnarog það gerði Svan- ur Kristjánsson sagnfræðingur jafn- framt. Vonandi sér Vinnan sér fært að birta þessi erindi, þau eru þarft innlegg í þá umfjöllun sem á og verður að vera um málefni verka- lýðshreyfingar á hverjum tíma. Það er ástæða til að þakka MFA fyrir að gera ársfundi sína að opnum um- ræðuvettvangi um málefni verka- fólks. Málrækt Sverrir Flermannsson, mennta- málaráðherra, boðaði til ráðstefnu um verndun og eflingu íslenskrar tungu þann 1. desember s. I. Þetta er ánægjulegt frumkvæði hjá ráð- herranum og kom margt athyglis- vert fram. Ef að þeirri ályktun sem þarna var samþykkt í einu hljóði verður fylgt eftir er Ijóst að ráðstefn- an hefur orðið til góðs. Það hættu- lega við svona samkomur er að málefni virðist stundum afgreitt í eitt skipti fyrir öll á þeim. Sú má ekki verða raunin nú því íslensk tunga á í vök að verjast um þessar mundir. Fjöldi manna úr ýmsum starfsstéttum fluttu ávörp og er greinilegt að áhugi er mikill fyrir þessu málefni, hann verður að nýta til fulls. PRENTARINN 4.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.