Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 16
Nokkur orð um bókasafn Félags bókagerðar- manna Af fyrstu skráöum heimildum um félagsskap prentara á íslandi (1886) má ráða, aö mikill áhugi hafi veriö meöal þeirra fyrir aukinni menntun. Ekki aðeins varöandi prentiönina, heldur og almennri menntun, sem af bóklestri mátti hafa. í rituöum blööum prentara frá þeirri tíö er einnig oft á það minnst, hvílík nauðsyn beri til að þeir æfi sig viö aö rita fagurt og glöggt mál svo þeir veröi á engan hátt eft- irbátar annara hvað ritleikni snertir. Við stofnun „Prentarafélagsins gamla" eins og við gjarnan köllum þaö (stofnaö 2. janúar 1887) var ákveðið aö mynda „bókasafn til lestrarnota". í 2. tölublaði „Prentar- ans“, sem var skrifað blaö félags- ins og gekk milli manna, en lá síöar frammi á bókasafni félagsins, er getið fyrstu bókagjafa til safnsins, 6 bindi bóka, auk íslenskra blaða. Þegar félagið er ársgamalt er þess getið í „Prentaranum" að í bókasafninu séu „um 200 bindi", bókaskápur, borö o. fl. Þessi þróun átti sér staö fyrst og fremst fyrir áhuga félagsmanna og frjálsra framlaga þeirra. „Prentarafélagiö gamla“ leið undir lok eftir fárra ára starf og tvístruðust eigur þess meðal prent- ara á uppboöi sem haldið var eftir félagsslit. 6-7 árum síðar er „Hið íslenska prentarafélag" stofnað, 4. apríl 1897. Enginn vafi er á því að fyrri tilraunir prentara til félagsmynd- unar, umræður í blöðum þeirra og víðsýn lagagerð, hefur haft mikil áhrif á starf og fyrirætlanir hins nýja félags þótt enga muni eignaðist það í arf utan nokkurra skjala og skrifaðra blaða, er síðar lentu í eigu hins nýja félags vegna varö- veislu eins af hinum „gömlu", sem skildi gildi ritaðs máls á snjáðum blöðum. Eitthvað mun hið íslenska prent- arafélag hafa eignast af bókum með árunum. Til dæmis stendur í blaði félagsins, „Prentaranum" 1910, sem er sama ár og það hóf göngu sína prentað: „Þeir prentar- ar, sem fengið hafa að láni „Haand- bog for Trykkere" og „Vejledning i praktisk Typografi", eru beðnir að skila þeim í Gutenberg (prent- srniðja)." í 3. tölublaði Prentarans 1933 er þess fyrst getið að félagið hafi eignast bókasafn. Þar segir svo: „Nú hefur H. í. P. eignast bóka- safn og eru það gleðileg tíðindi. Álitlegur hluti af stofni þess er bókasafn er prentnemar áttu og gáfu H. í. P. við inngöngu sína í það“. Þessi gjöf prentnemafélags- ins voru allar íslendingasögur og Eddurnar í vönduðu bandi og Selmars Typografi, auk fundar- gerðabóka, Prentnemans skrifaðs og prentaðs, 3ja upplýsingarita: Um vandvirkni, Varnir gegn blý- eitrun og Leiðbeiningar um útivist og ferðalög. 1934 hefur stjórn H. í. P. skrifað öllum félagsmönnum sínum og óskað gjafa til safnsins „einkum sem lúta að iðn vorri" . . . „eða að gagni mætti verða í félagsmálum vorum". Þá var og skrifað „Alþjóða- skrifstofunni, prentarafélögum á Norðurlöndum og víðar og þau beðin um aðstoð við eflingu bóka- safnsins. Tóku þau mjög vel í mál- ið. Fyrsta bókagjöfin barst frá norska prentarasambandinu: tvær miklar bækur í vönduðu bandi: 50 ára minningarrit Oslódeildarinnar og 50 ára saga prentarasam- bandsins norska." Síðar barst frá sænska prentarasambandinu Grafisk Revy frá byrjun og 17 bindi af ýmsum prentlistarbókum og minningarritum. Síðan hafa bókasafninu borist stærri og minni gjafir frá erlendum bókagerðarfélögum, einkum Norð- urlandanna, blöð þeirra og árbæk- ur. Vöxtur safnsins hefur að stórum hluta byggst á gjöfum frá einstakl- ingum, félögum og útgefendum á stórafmælum félagsins. Þá hefur félaginu einnig tæmst mikill arfur frá vinum félagsins: bækur um 16 PRENTARINN 4.5/85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.