Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 4
Kauptaxtar hækka um allt að 70%, hverju breytir það? Nýir samningar hafa séð „dagsins ljós“ og verið samþykktir á fjölmennum fé- lagsfundi, en með nokkurri andstöðu. Eins og oft áður er spurningin sú: þola samningarnir „dagsins ljós“? Undirrit- aður hefur staðið í samningsgerð fyrir bókagerðarmenn um alllangt skeið og í sannleika sagt hefur það ævinlega verið erfitt að munda stílvopnið og skrifa undir. Einfaldlega vegna þess að nóg hefur ekki náðst. Síðustu samn- ingar eru ekki undantekning frá þessu, en stílvopnið var þó mun léttara í hendi en oft áður. Kauptaxtar nær greiddu kaupi Höfuðmarkmið nýgerðra samninga var að fylgja eftir þeim ákvörðunum samninganna frá því í febrúar 1986 að færa kauptaxta sem næst greiddu kaupi. Eftir þessu meginmarkmiði fór samninganefndin. Niðurstaðan varð sú að kauptaxtar félagsins hækkuðu á bilinu 40-70%. Þó tókst ekki að lagfæra þá að fullu til samræmis við þá kjarakönnun sem fram fór og tók mið af launakjörum í apríl 1986. Þeir sem í fyrstu njóta mest þessara samninga eru að sjálfsögðu þeir sem höfðu búið við minnst launa- 4 skrið og er það að sönnu réttlætismál. Til lengri, ekki svo langs tíma, litið munu þessir samningar tryggja hags- muni allra félagsmanna og gera það í raun strax. Um árabil hafa þau sjónar- mið verið í félaginu að ófært væri að vera með kauptaxta á borðinu sem vægast sagt sýndu afar skakka mynd af þeim raunveruleika sem við höfum búið við, því hefur m. a. verið haldið fram með réttu að hinir prentuðu kauptaxtar hafi fælt fólk frá að koma inní starfsgreinar okkar. Menn hafa jafnframt spurt sig, hver er staða okk- ar með slíka kauptaxta, „harðni á dalnum“ og dragist vinna saman. Varðandi bókargerðarnema er það að segja að ætlun atvinnurekenda var að rýra þá aðferð sem notuð hefur verið til að finna laun þeirra, en sú varð raunin í samningum annarra um iðn- nemakjörin. Þessari aðför atvinnurek- enda tókst að hrinda og þýðir það verulega kjarabót fyrir bókagerðar- nema og var það að sönnu orðið tíma- bært. Auk þess er von til að kauptaxt- arnir virki hvetjandi á fólk til að koma í okkar starfsgreinar. Samið um fleiri atriði Önnur atriði í kjarasamningunum vega ef til vill ekki þungt við fyrsta augnakast, en þegar betur er að gáð gætu þau reynst drjúg til hagsbóta fyrir félagsfólk. Fyrst ber að nefna bráða- birgðaákvæðið frá því í febrúarsamn- ingunum 1986 um 7 daga réttinn til að vera heima í veikindum barna, sá réttur er nú orðinn samningsbund- inn. Á samningstímanum skuldbinda samningsaðilar sig til að gera úttekt á heimavinnu við tölvusetningu á vegum prentsmiðja. Hér er á ferðinni afar þýðingarmikið verkefni svo unnt verði að semja um þessi mál í framtíðinni. Þessi þróun er alvarleg bæði útfrá JR ÍJR L/V1JN^1rNVNrÍN12- DES'1986 toríum. Grunntölur í JSÓKN ANETND yönnuninni eftu s xtahækkun í des" u«»—- “Jísr hliðsjónafþv. kr.á^ l0.379 L 911 ..... 13'873 14-627 textainnntum .. 11.39« 12.077 'iS .......... 8.26V 2 i§0 .... 5.950 pjíkönnuninm

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.