Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 5
KJARASAMNINGUR 17. JANÚAR 1987 FBM annars vegar og FÍP og VSÍ hins vegar 1. gr. Kjarasamningar ofangreindra aðila framlengjast til 31. desember 1987, með þeim breytingum, sem í samningi þessum felast og falla þeir þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. 2. gr. Launaliður. Laun prentiðnaðarmanna og innskriftarfólks verði að lágmarki kr. 38.000,- á mánuði, eða kr. 8.776,- á viku. Laun ófaglærðs fólks verði að lágmarki kr. 29.000,- á mánuði, eða kr. 6.697,- á viku eftir 1 árs starfsþjálfun. Laun ófaglærðs starfsfólks, sem er að hefja störf í fyrsta sinn í greininni skal hafa kr. 24.380 í lágmarkslaun fyrstu 3 mánuði í starfsþjálfun og kr. 26.500 eftir 3 mánuði til og með 12 mánaða starfsþjálfun. Framangreind launaákvæði koma í stað áður gildandi launasamninga og miðast við allar tekjur fyrir fulla dagvinnu, þ. e. samningsbundin laun að viðbættum hvers kyns aukagreiðslum, yfirborgunum og álögum, sem fylgja föstum launum. Ef laun starfsmanns, þannig metin eru hærri en viðeigandi lágmark, hækka þau ekki. Flins vegar teljast samningsbundnar greiðslur vegna vinnufata, verkfæra, ferða vegna vinnu, fæðiskostnaðar og vaktavinnuálags ekki með, þegar metið er hvort laun séu ofan eða neðan lágmarks. Laun þeirra, sem hafa þannig skýrgreint jafn há eða hærri heildarlaun fyrir dagvinnu taka engum breytingum á launum umfram það, sem rakið er í 3. grein. Ofangreind ákvæði gefa ekki tilefni til breytinga á launum sem eru hærri en tilgreind lágmarks- laun og hafa ekki áhrif á einstaka kjaraliði, sem hingað til hafa tekið mið að kauptöxtum kjara- samninga. Hækka þeir liðir því einungis í samræmi við ákvæði 3. gr. 3. gr. Á samningstímabilinu hækka öll laun þ. m. t. lágmarkslaun og kjaratengdir liðir, sem fylgt hafa kauptöxtum kjarasamninga, þ. m. t. grunntölur afkastahvetjandi launakerfa og kostnaðarliðir, sem hér segir: Frá 1. mars 1987 hækki laun um 2,0% Frá 1. júní 1987 hækki laun um 1,5% Frá 1. okt. 1987 hækki laun um 1,5% 4. gr. Kjarakannanir. Samningsaðilar eru sammála um að láta framkvæma og birta niður- stöður kjarakannana tvisvar til fjórum sinnum á ári eftir atvikum, þó aldrei sjaidnar en tvisvar sinnum. Markmið kannananna er að gefa samningsaðilum sem gleggsta mynda af öllum þeim launum sem greidd eru á hverjum tíma í starfsgreinunum. Til grundvallar þessum kjarakönnunum verði hafðar sömu forsendur og lágu að baki þeirri könnun sem samið var um í kjarasamningum 1986. Oddamönnum FBM/FIP verði falið að ráða óháðan fagmann til þess að framkvæma kannanirnar, enda skipta félögin með sér kostnaðinum að jöfnu. Framkvæmd kannana verði á þann veg að hinn óháði starfsmaður fái að afla sér upplýsinga hjá fyrirtækjum innan FÍP, enda sé um aigeran trúnað að ræða á milli hans og viðkomandi fyrirtæk- is. Samningsaðilar eru sammála um að hvort heldur er hér um varanlegt fyrirkomulag að ræða eða ekki sé það þess virði að gera þessa tilraun, enda gefi hún glögga mynd af raunveruleikanum á hverjum tíma og skapi þannig traustan grunn að standa á kjósi samningsaðilar að taka upp annað fyrirkomulag. 5. gr. Foreldri er heimilt að verja samtals 7 vinnudögum á hverju 12 mánaða tímabili til að- hlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, verði annarri umönnun ekki komið við og halda dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. 6. gr. Öryggisnefnd FMB/FlP fjalli sérstaklega um hvort ástæða sé til að takmarka vinnu við tölvuskerma á hverjum sólarhring. 7. gr. Samningsaðilar geri úttekt á því á samningstímanum hversu útbreidd vinna við tölvu- setningartæki prentsmiðja er í heimahúsum. 8. gr. Sett verði á fót nefnd sem vinni að því á samningstímanum að gera tillögur um reglur um lágmarksmannafla við afkastamiklar vélar og vélasamstæður. 9. gr. Sett verði á fót nefnd sem fjalli um vinnutímaákvæði og hvíldartímaákvæði kjara- samaningsins á samningstímanum. 10. gr. Samninsaðilar eru sammála því að forsendur þessa samnings séu þær sömu og í 9.gr. samnings VSÍ og ASÍ frá 6. desember 1986. Samningur þessi gildir frá og með 1. janúar 1987. Reykjavík, 17. janúar 1987. hagsmunum þeirra einstaklinga sem í hlut eiga sem og þeirra sem í prentiðn- aðarfyrirtækjunum vinna. Um þessi mál verður að semja. Öryggisnefnd FBM/FÍP hefur starfað vel það sem af er, henni er nú ætlað að fjalla sérstak- lega um hvort ekki sé ástæða til að takmarka vinnu við tölvuskerma á hverjum sólarhring. Sterk rök hníga að því að ástæða sé til að takmarka þessa vinnu útfrá heilsufarslegum ástæðum. Atvinnurekendur féllust nú á að gengið yrði frá reglum um lág- marksmannafla við afkastamiklar vél- ar og vélasamstæður á samningstíman- um. Pá er gert ráð fyrir því að nefnd skoði vinnutíma- og hvfldartímaá- kvæðin og undir það fellur að sjálfsögðu vaktavinnufyrirkomulagið. Þessi atriði auk samkomulagsins um kjarakannanir urðu þess valdandi að þeir samningar sem nú hafa verið gerðir standa fyrir sínu. Félagið sterkara sem heild I þessum samningum eins og öllum öðrum verður stjórn félagsins að gera það upp við sig hvort lengra verður komist við óbreyttar aðstæður. Stjórn- in mat það á þann veg nú að lengra yrði ekki komist og var ekki þeirrar skoðunar að hvetja bæri félagsmenn til átaka til þess að ná hugsanlega meiru. Tækifæri gafst án átaka að gera samn- inga í anda þeirra markmiða sem fé- lagið hafði sett sér, þ. e. að færa kauptaxtana nær því sem raunverulega er greitt og samtímis vannst það að sjálfsögðu að laun þeirra sem ekki hafa notið launaskriðs hækkuðu nokk- uð. í fjöldamörg ár höfum við verið þeirrar skoðunar í félaginu að nauð- synlegt væri að hækka kauptaxtana í átt að raunverulegu kaupi. Margar ástæður hafa legið að baki þessari skoðun, sumar eru raktar hér að fram- an, en sú veigamesta er ef til vill sú að því réttari sem kauptaxtinn er því auð- veldari verður barátta félagsins fyrir bættum kjörum. Félagið verður sterk- ara sem heild. Þetta atriði skulum við ekki vanmeta og því horfa keik til framtíðar. PRENTARINN 1.7. '87 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.