Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 10
„Teknisk utveckling - Utan mánnsklig aweckling"
Réttur verka-
fólks sé tryggð-
ur gagnvart
tækninýjungum
- Fjórða þing Grafiska Fackförbundet í Svíþjóð.
Hundrað ár eru liðin frá stofnun samtaka bókagerðarmanna í
Svíþjóð. Vikuna 9. —16. ágústs. I. héldu bókagerðarmenn í Svíþjóð
sitt reglubundna þing, en þau eru haldin fjórða hvert ár og að þessu
sinni var jafnframt haldið uppá 100 ára afmælið. Svíar buðu
fjölmörgum erlendum og innlendum gestum til þessa þinghalds og
var undirritaður fulltrúi Félags bókagerðarmanna.
Setningarhátíð þessa þings bar svip-
mót þess hörmulega atburðar að Olof
Palme var myrtur fyrr á árinu, en hann
hafði þegið boð um að halda ræðu á
þinginu. Að lokinni setningarathöfn
fóru þingfulltrúar og gestir fylktu liði
að gröf hins fallna leiðtoga og lagði
hver maður rós á leiði hans. Setningar-
athöfnin var annars öll hin hátíðleg-
asta og fór hún fram í tali og tónum.
Áke Rosenquist, formaður Grafiska
Fackförbundet, setti þingið, en auk
hans töluðu formaður Alþjóðasam-
bands bókagerðarmanna (IGF), Erw-
in Ferlemann og fulltrúi sænska Al-
þýðusambandsins (LO), Harry Fjáll-
ström. Bysiskórinn flutti söngdag-
skrá, en hann kom mikið við sögu alla
daga þingsins. Til gamans eru hér birt
nokkur af þeim kvæðum sem hann
flutti. Megnið af þeim textum sem kór-
inn flutti var eftir Bernt Rosengren, en
daginn áður en þingið hófst kom út
eftir hann skáldsaga tileinkuð 100 ára
afmælinu og fjallar hún um líf setjara
við Aftonblaðið í Stockholm. í tengsl-
um við afmælið gaf svo Grafiska Fack-
förbundet út hljómplötu þar sem
Bysiskórinn flytur hluta þeirrar söng-
dagskrár sem boðið var uppá á þessu
þingi. Daginn eftir þingsetninguna var
svo sérstök afmælisdagskrá í Konsert-
húsinu í Stokkhólmi. Þar var flutt fjöl-
breytt dagskrá í tali og tónum og er
dagskráin birt hér með, bæði til gam-
ans og eins vegna þess að á næsta ári
eru samtök okkar 90 ára og getum við
ef til vill eitthvað af henni lært.
Nýr fáni GF vígöur, fánaberi Göran Söderlund,
ritari
Spenna lá í loftinu
Þetta fjórða þing Grafiska Fackför-
bundet bar ekki einasta svipmót þess
að 100 ár voru liðin frá því að sænskir
bókagerðarmenn stofnuðu með sér
samtök. Spenna lá í loftinu vegna þess
að kjósa átti nýjan formann, sem
tekur við af Áke Rosenquist eftir tvö
ár en þá fer hann á eftirlaun. Ljóst var
frá upphafi að allavega yrði stungið
uppá núverandi varaformanni, Valter
Carlsson og að ef hann yrði kosinn
yrði jafnframt að kjósa nýjan varafor-
mann frá sama tíma. Mikið var skraf-
að á göngum í þessu sambandi og voru
margir nefndir og leit svo út á tímabili
að um spennandi kosningar yrði að
ræða. Niðurstaðan varð hins vegar sú
að Valter Carlsson var einróma kosinn
formaður og Malte Eriksson varafor-
maður. Mikil umræða varð um það á
þessu þingi hvort afnema ætti það
fyrirkomulag sem gilt hefur að for-
maður, varaformaður, ritari og gjald-
keri voru kosnir í eitt skipti fyrir öll.
Niðurstaða þeirrar umræðu varð sú að
nú eru allir stjórnarmenn kosnir fjórða
hvert ár, þegar þing eru haldin.
Réttur verkafólks
sé tryggður
Á þinginu var mikil umræða um
tæknimálin og menntunarmál í tengsl-
um við tækniþróunina. Svíar leggja
mikla áherslu á að vera opnir og við-
búnir að taka við tækninýjungum og
þar af leiðandi leggja þeir mikla
áherslu á menntunarmálin, bæði
grunnmenntun og endurmenntun.
Samhliða því sem þeir eru opnir
fyrir tækninýjungum gera þeir afar
ákveðnar kröfur í sambandi við rétt
fólks gagnvart hinni nýju tækni og
þeim breytingum sem fylgja tækninýj-
ungum. Einkunnarorð þingsins voru:
„Teknisk utveckling — Utan mánnslig
avveckling“, sem eftilvill mætti þýða:
10
PRENTARINN 1.7. '87