Prentarinn - 01.01.1987, Qupperneq 7

Prentarinn - 01.01.1987, Qupperneq 7
Við erum komin að vegamótum. Samtök prentiðnaðarins og kennarar við bókagerðarskólann verða að taka höndum saman og spá í framtíðina. sparast þannig tími sem annars færi í leiðréttingar. En viðskiptavininum hættir til að gleyma því að þó disk- urinn sé kominn í prentsmiðjuna þarf að ætla ferli verksins tíma þar. Og áráttan til að gera breytingar og leið- réttingar fram yfir síðasta frest ætlar lengi að loða við. Enginn veikindadagur Texti sem er settur úti í bæ er kapí- tuli útaf fyrir sig. Einn þáttur í þeim kapítula eru rithöfundar og aðrir þeir sem skapa verk í samvinnu við tölvuna sína. Slíkir eru sælir, þeir skammta sér sjálfir verkefni og tíma í flestum tilfell- um og verkið sjálft gefur þeim full- nægju- eða óánægjutilfinningu. Annar þáttur er heimavinnandi húsmæður sem vinna heima fyrir prentsmiðjur eða aðra sem láta þeim tölvu og verk- efni í té. Slík fyrirbæri eru ekki ein- angruð við ísland og hafa farið fram kannanir á heimatölvuvinnu og fjar- vinnslu ýmisskonar, t.d. í Frakklandi, Svíþjóð og Danmörku. Þar koma fram sömu annmarkar og hér. Þessir eru helstir: Starfsmaður er einangraður - hefur ekki umgang við samstarfsmenn og er þar með einnig slitinn úr sam- hengi við áframhald verksins. Hann hefur aðeins samband við atvinnu- rekandann eða millilið sem fylgist náið með afköstum og venjulega ákveður vinnuveitandi launin einhliða. Ekki eru greiddir veikindadagar eða orlof og ekki nefnd greiðsla fyrir rafmagn eða aðstöðu á heimilinu. Engum launatengdum gjöldum er skilað fyrir þetta fólk og hvað með skatta? Það er freisting fyrir konur með ung börn að taka svona vinnu. Erlendis hafa fagfé- lög fylgst með þessari þróun en hafa ekki bannað meðlimum sínum að taka slíkri vinnu, aðeins farið fram á það við atvinnurekendur að þeir skipuleggi vinnuna á annan hátt. Telja má líklegt að vinna með þessum hætti sé aðeins tímabundin og fer vel á því. Þróun í tölvuvinnsiu í heimahúsum mun að öll- um líkindum fara í aðra átt en það er efni í aðra grein. Við erum komin að vegamotum Engar rannsóknir eiga sér stað hér á landi á ýmsum fyrirbærum innan prentiðnaðarins; hér á landi þar sem miklar breytingar eiga sér stað en ekki síst með tilliti til menntunarmála væri það mjög þarft. Framleiðendur tækja eru sífellt að rannsaka en þeirra sjón- armið eru ekki alltaf þau sömu og notendanna. Við erum komin að vega- mótum og verðum að ákveða hvert skal halda. í fræðslunefndum iðngreinanna sitja 3 fulltrúar: einn frá FÍP, einn frá FBM og einn frá Sambandi iðnfræðsluskóla. Oft hefur verið nauðsyn en aldrei eins og nú að þessir fulltrúar atvinnurek- enda, launþega og kennara sameinist um að spá í framtíðina til að móta stefnuna. PRENTARINN 1.7. '87 7

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.