Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 20
Stafræn myndvinnsla í dagblöðum framtíðarinnar Af hverju þurfa setjarar/skeytinga- menn að fylgjast með þróun stafrænn- ar (digital) myndavinnslu? Jú, einfald- lega vegna þess að allt bendir til þess að slíkt verði fljótlega samtvinnaður liður í setningar- og umbrotskerfum. Það sem mun koma úr ljóssetningar- vélunum verður fullfrágengin mynda- og textafilma sem fer beint á plötu og sparast þar með skeytingarvinna. Stafræn myndavinnsla er samt eng- an vegin fábrotinn ferill. Og það hafa margir í faginu fengið að reyna — fólk sem hefur verið reiðubúið að læra nýja tækni jafnskjótt og slík tæki voru á viðráðanlegu verði handa minni fyrir- tækjum. Þeir sem ætluðu að tileinka sér ný vinnubrögð hafa átt í ótrúlegum erfið- leikum með að fá aðgengilegar og auð- skiljanlegar upplýsingar. Bækur sem hafa fjallað um tæknileg efni eru yfir- leitt fullar af stærðfræðiformúlum, töflum og samansúrruðum og þurrum fróðleik, og því miður svo háþróaðar að fróðleikurinn er óaðgengilegur fyrir alþýðu manna. En nú hefur verið gefin út í Svíþjóð bók eftir Eric Dyring dós- ent, þar sem hann notar 200 ríkulega myndskreyttar síður til að lýsa flestu af því sem þörf er á að þekkja til að geta unnið við myndavinnslu og tölvu- minnin sem tengjast þeirri vinnslu. í þessar bók, „nolla, etta, bild“, er lýst hvernig hin gamalkunna mynd og stafræna myndin slást um athygli við- skiptavinanna. Besti miðillinn hingað til hefur verið silfurmynd á pappír. En silfurverð fer stöðugt hækkandi því lít- ið silfur er eftir í jörðu svo þar er lóð á vogarskál stafrænnar myndar. Raf- eindamyndavélar (elektroniske) gefa svo stórkostlega möguleika á efdfljótri myndsendingu milli staða - t. d. til ritstjórnar eða beint í prentsmiðju og einnig sem útskrift með fínuppleysan- legt koladuft á venjulegan pappír — að venjuleg mynd er þar langt á eftir í kapphlaupinu. Fyrsta rafeindamynda- vélin var Mavica frá Sony árið 1981 en margir eru að fást við að láta ljósnæma CCD-kristalla lesa úr vinnsluferli og breyta síðan í mynd á skjá. Stafrænar myndir þarfnast mikils geymslurýmis í tölvunni. I því sam- bandi mæna margir vonaraugum á „optiska“ diska sem góða lausn. Hörðu diskarnir sem mikið eru notað- ir í dag rúma 300 MB en „optiskur“ diskur á stærð við LP-plötu tekur 2000 MB. Japanir eru komnir svo langt í tilraunum með þessa diska að aðeins er tímaspursmál hvenær þeir verða felldir inn í prentfræðileg kerfi. Framtíðarspá: Dagens Nyheter 1998. (Úr: nolla, etta, bild.) „Morguninn er skelfing grár. f svefnrofunum heyri ég veikt suo úr litla, svarta kassanum við rúmið mitt. Rauða ljósið blikkar. Pað er merki um að DN sé tilbúið. Það liggur í snyrti- legum bunka með nýjustu fréttir og helling af myndum. í gær fór ég seint að sofa og gleymdi að stilla á minnis- móttakarann en þá hefði ég getað skrifað blaðið út þegar mér hentaði. Jæja, sterkt kaffi hressir ásamt blaðinu og ég verð æ sannfærðari um að hafa gert rétt þegar ég fjárfesti í dýrustu áskrifendaútskriftinni í fjórlit og bleksprautuprentara (ink-jet). Inni í kassanum eru örfín munnstykki sem sprauta farvanum yfir pappírinn í smá dropum og það skeður mjög hratt. Auðvitað hefði verið ódýrara að kaupa bara laserprentara. En DN í svart-hvítu er ekki svipur hjá sjón mið- að við litinn. Ódýrasta áskriftin er minnisbox sem geymir upplýsingar sem má bregða upp á sjónvarpsskjá en svoleiðis datt mér ekki í hug að taka, maður tilheyrir nú sosum kynslóð sem alin er upp við prentuð dagblöð. -------Með nokkurri viðkvæmni verður mér hugsað til áranna kringum 1980 þegar maður vaknaði við að blað- ið small inn um bréfalúguna. Og hvað varð um hina árrisulu blaðbera sem létu hvorki veður né vind aftra sér frá að dreifa dagblöðunum. Útsending gegnum gervihnetti og ljósleiðara sköpuðu þessa breytingu.“ -------Blaðamaðurinn Peter Brántare frá Dagens Nyheter fær sér sæti í réttarsalnum skömmu áður en réttarhöldin byrja. Fyrir framan sig hefur hann pínuritvél með skjá. Við hlið hans situr Bosse Tegner með raf- eindarissblokk. Augnabliksmyndum verður að ná með „handafli“ og Peter má ekki senda beint til ritstjórnarinn- ar. Málaferlin eru gegn forstjóra sem hefur verið ákærður fyrir fjármálamis- ferli en slíkt er mikið áhugaefni fjöl- miðlanna um þessar mundir. Nokkrum tímum síðar situr Peter við útstöðina (terminal) sína og skrifar greinina inn í móðurtölvuna. Hann hefur nægan tíma og þarf ekki að tala textann inn í stafræna þýðingu, því það er ekki alltaf nógu örugg aðferð. Ásamt myndaritstjóranum og Bosse situr hann fund með fréttastjóranum sem heimtar þrumumynd. „Hún verð- ur að hitta í mark, lifandi og sannfær- andi.“ Myndaritstjórinn segir að til sé rafeindariss frá réttarsalnum og í myndasafninu séu til andlitsmyndir af ákærða, verjanda, dómara auk mynda 20 PRENTARINN 1.7. '87

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.