Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 14
Hin tvö Sandinisku lands- sambönd, CST og ATG eru lang stærst en í þeim er ann- ars vegar verkafólk í borg- um og bæjum og hins vegar landbúnaðarverkamenn. Hvað bókagerðarmennina snertir eru þeir allir skipu- lagðir í CST. Á stærri vinnu- stöðum er fólkið sjálfstæðir aðilar að CST. í prent- fyrirtækjum í einkarekstri sameinast menn í félaginu „Arnold Real Spinosa" (heitir í höfuðið á gömlum félaga og Sandinista), í fé- laginu eru um 900 félagar og á félagið aðild að CST. Um þessar mundir á sér stað umræða um að sameina alla bókagerðarmenn í einu félagi. Liður í þessu starfi var sameiginlegur fundur sem haldinn var 12. aprfl s. 1. Þar var nauðsyn sam- einingarinnar rædd og að- ildin að CST. Fátæk samtök Bókagerðarmenn borga 1% af launum sínum til fé- lagsins og þar sem launin eru ekki sérlega há þýðir það að félagið er fátækt. Fé- lagið hefur því einungis ráð á að hafa einn launaðan starfsmann, það er ritarinn, Luis Lopes og er það lán félagsins að maðurinn er af- burða duglegur og starfs- samur. Á hverjum degi gengur hann á milli 15 - 20 km í 35 - 40 stiga hita á milli prentsmiðja. Hann fer reglulega til allra fyrirtækja og ræðir um hin ýmsu mál sem uppi eru svo sem launamál, matinn, fundar- tíma, hvort óskað er eftir að skipta um vinnustað eða hvort einhverjir samstarfs- örðugleikar eigi sér stað við stjórnendur. Ef svo er reynir hann að miðla mál- um. Félagið hefur aðstöðu heima hjá formanninum, Caramellos í einu herbergi. Á hverjum laugardags- morgni eru haldnir stjórnar- fundir. Á hverju miðviku- dagskvöldi er svo opið hús fyrir félagsmenn í húsi CST. Félagið hefur ekki efni á að reka bfl, sem er þó afar að- kallandi í höfuðborginni Managua þar sem fólks- flutningar eru afar slæmir. Þátttaka er nú alger meðal þjóðarinnar í þjóðar- átaki varðandi kaffi- og bómullarræktina og bólu- setningu þjóðarinnar. Sams- konar þjóðarátaki og gert var fyrir nokkrum árum gegn ólæsi með ótvíræðum árangri. mes þýddi 14 PRENTARINN 1.7. '87

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.