Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 11
- Tveir góðir, Áke og Valter formaður og varaformaður. Alþjóðasöngurinn skipaði sinn sess. „Tækniþróun án atvinnuleysis“. Rauði þráðurinn í afstöðu Svía er því sá að sjálfsagt sé að notfæra sér tækninýj- ungar, sé það tryggt að verkafólk njóti góðs af þeim, ekki einungis fámennur hópur atvinnurekenda. Samningar sænskra bókagerðarmanna um rétt verkafólks í þessu sambandi eru í all- góðu samræmi við þessi sjónarmið, auk þess sem sænsk löggjöf tryggir rétt verkafólks betur en dæmi eru um ann- ars staðar frá. Markvisst eftirlit með efnum Heilbrigðis- og hollusthættir á vinnustöðum, vinnustaðaumhverfi, voru til umfjöllunar á þinginu. Um- ræðan um þennan málaflokk varð hvað fyrirferðarmest, en hún stóð í heilan dag. Sænskir bókagerðarmenn hafa sinnt þessum málaflokki allvel til margra ára og hafa þeir sérstaka starfs- menn til þess að sinna þessum málum, bæði varðandi eftirlit og upplýsingar. Þrátt fyrir virkt eftirlit og markvissar upplýsingar, kemur alltaf eitthvað uppá. Fram kom að þó nokkrir félags- menn hefðu orðið illa úti í samskiptum sínum við hættuleg efni. Áberandi var að djúpprentið hafði hvað flesta áhættuþætti, enda þótt komið hefði fram að ástandið hafði batnað veru- lega í þeim prentsmiðjum á undan- förnum árum. Fylgst er náið með efn- um á markaðnum og nýjum sem bætast við og í gildi er afar öflugt merkingarkerfi og eiga engin efni að fara inná markað án þess að vera merkt, þ. e. innihald þess og hvernig heppilegast sé að meðhöndla það. Þetta sænska merkingarkerfi og sú skrá yfir efni sem því fylgir hefur margsinnis nýtst okkur hér á margan hátt. Engu að síður kom fram í um- ræðunni að sumir töldu það ekki nógu gott og vildu að gert yrði nýtt og enn öflugra merkingarkerfi. Tölvu- skermarnir komu til umræðu undir þessum dagskrárlið og fannst mörgum alltof mikill sofandaháttur ríkja varð- andi þá og þá hættu sem hugsanlega frá þeim stafaði. Ljóst er að afar deildar meiningar eru um það hvort þeir geti verið skaðlegir heilsu manna eða ekki. Ákveðið var að sinna þessu atriði betur og þrýsta á um raunhæfar rannsóknir þar að lútandi. Sá sem stóð mest í eldlínunni varðandi þennan málaflokk er okkar öryggistrúnaðar- mönnum að góðu kunnur, en hann heitir Stig Westberg og flutti erindi á námskeiði fyrir okkar öryggistrún- aðarmenn á dögunum. Samningamálin voru að sjálfsögðu til umfjöllunar, en nýbúið er að ganga frá samningum við blöðin. Atvinnu- Allir þátttakendur lögðu hver sína rós á leiði Olofs Palme. rekendur freistuðu þess að fá samn- inga um tæknimálin og rétt verkafólks afnuminn og sóttu þeir þetta fast. Auðvitað tókst þeim ekki að fá fram vilja sinn og standa sænskir bókagerð- armenn nú uppi með enn öruggari tæknisamninga. Margar góðar gjafir Það þarf víst ekki að tíunda það að móttökur Svía voru stórkostlegar. Samhliða því sem tækifæri gafst til þess að fylgjast með athyglisverðu þingi og stórkostlegri afmælishátíð var farið með okkur útlendu gestina í skoðunarferðir í Stokkhólm og ná- grenni. Grafiska Fackförbundet fékk margar frábærar gjafir á þessum tíma- mótum. Félag bókagerðarmanna gaf Skarðsbók og vakti hún verðskuldaða athygli og sómdi hún sér vel með öðr- um gjöfum sem voru til sýnis í félags- húsinu. Ómetanlegt er að fá tækifæri til þess að fylgjast með því sem er að gerast hjá félögum okkar erlendis og á þessu þingi gafst jafnframt tækifæri til þess að ræða við bókagerðarmenn frá mörgum þjóðlöndum, en Svíar höfðu boðið gestum frá Englandi, Austur- og Vestur Fýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Belgíu, Rússlandi, Frakk- landi, Sviss, Noregi, Finnlandi, Dan- mörku, Færeyjum og íslandi. — mes PRENTARINN 1.7. '87 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.