Prentarinn - 01.04.1994, Qupperneq 4

Prentarinn - 01.04.1994, Qupperneq 4
Ögnanir og möguleikar í framtíðinni Gudbrandur Magnússon, Prenttæknistofnun Miklar breytingar eru framundan í prentiðn- aöi, en alls ekki fyrir- séð hverjar þær veröa. Mörg þeirra starfa, sem unnin veröa árið 2000, eru alls ekki til f dag og sú tækni sem á eftir að bylta hug- myndum okkar ekki komin fram á sjónar- sviöiö. Prátt fyrir þennan fyrirvara er ýmislegt í farvatninu, sem gerir okkur kleift að búa okkur undir þær breytingar sem framundan eru í prentiðnaöi. Margir af helsfu sérfræðingum prentiðnaðar Ameríku og Evrópu hittust á Agfa ráðstefnunni í Boston til að ræða um framtíð prentiðnaðar. Svipmynd frá sýn- ingarsvæðinu. Starfsfólk í prentiðnaði ætti að vera orðið því vant að glíma við breytingar, við breyttum úr hæðar- prenti í offset, úr blýsetningu í pappírsumbrot og aftur í tölvu- umbrot. Þessar breytingar getum við tímasett nákvæmlega, en það sem nú blasir við er allt annars eðlis. Framundan er ekki bara ein breytingin enn, heldur röð breyt- inga, sem munu kollvarpa hug- myndum okkar. Við þurfum jafn- vel að endurskoða hugmyndir okkar um það í hvaða starfsgrein \’ið verðum staddir eftir 10 ár, það er ekki víst að við köllum það prentiðnað. Við megum ekki gleyma því h\'ersu mikið hefur gerst á síðustu 10 árum; fyrir 10 árum var t.d. Macintosh tölvan rétt nýkomin fram á sjónarsviðið. Breytingar næstu 10 ára munu ger- ast helmingi hraðar að minnsta kosti. Hefðbundinn prentiðnaður mun skreppa saman á næstu árum, um það virtust allir helstu sérfræðing- ar á Agfa tæknisýningunni í Boston 31. okt. - 2. nóv. sl. sam- mála. í tengslum við sýninguna voru fjölmargar ráðstefnur þar sem helstu sérfræðingar Ameríku og Evrópu fluttu fyrirlestra og spáðu í spil prentiðnaðarins. Almenn kunnátta Einu er hægt að slá föstu hvað varðar framtíðarstörf í prentiðn- aði. Þau verða öll með einum eða öðrum hætti tengd tölvunotkun. Þeir sem ekki kunna með tölvur að fara verða undir í baráttunni. Þetta á við um allar greinar prentiðnað- ar, prentsmíð, prentun og vélabók- band. Dr. Arnold Spinner hjá prentmiðlunardeild New York há- skóla sagði að mikilvægast væri að starfsfólk prentiðnaðar í framtíð- inni byggi yfir hæfileikum til að komast af í gjörningaveðri brevt- inga. Nefndi hann þar fyrst og fremst samskiptahæfileika, hóp- vinnufærni og tækniþekkingu. Þetta þrennt þyrfti að haldast í hendur. Þetta vakti athygli mína sérstaklega vegna þeirrar áherslu sem lögð er á hópvinnu í nýju iðn- námskerfi prentiðnaðarins. Þá kom það fram í máli margra, að hindrun fyrirtækja og iðnaðarins í heild fælist ekki í takmörkunum tækninnar, heldur viðhorfum og skipulagi. Menntun starfsfólks var það sem margir fyrirlesarar lögðu áherslu á. Það væri ekki nóg að kaupa vélar ef ekki væri jafnframt fjárfest í þekkingu, þannig að menn gætu notað vélamar og selt verkefnin. Þetta fékk sérstakt mik- ilvægi vegna þess að fyrirlesarar virtust almennt sammála um það, að kostnaður við prentverk ætti eftir að hækka á næstunni og þar með yrði samkeppnin við aðra miðla harðari. Ástæðan er hærra verð á pappír og dýrari prentvélar og styttri afskriftartími þeirra. Jafnframt spilar þarna inn í, að kostnaður við framleiðslu tölvu- miðla er hlutfallslega minni en prentmiðla og fer lækkandi. Útvíkkun útgáfuidnaðar Fyrirtækjum, sem fyrir nokkrum árum sérhæfðu sig í litgreiningum og filmuvinnu, fer hratt fækkandi. Þekking fagmanna á þessu sviði verður æ minna virði vegna þess að hún er forritanleg, mynd- vinnslu- og litstýringarforrit hafa tekið við þ\’í sem fjöldi manna áður hafði að atvinnu sinni. Því er spáð, að allt að 70% af allri prent- smíðavinnu færist á næstu árum til viðskiptavina: auglýsingastofa og útgáfufyrirtækja. Það mætti því lýsa þróuninni þannig, að útgáfu- iðnaður sé að \'íkka út á sama tíma og hefðbundinn prentiðnaður skreppur saman. Fvrirlesarar á Agfa ráðstefnunni voru almennt sammála urn að prentsmíðin yrði að mestu utan prentsmiðju\’eggja. Möguleikar þeirra prentsmiða, sem eftir yrðu, fælust í ráðgjöf og aðstoð við við- skiptavini varðandi útlit og tækni- legan frágang. Til þess að geta stundað slíka ráðgjöf þurfa þeir að sjálfsögðu að hafa til að bera af- burða kunnáttu á tölvuvinnunni. Þeir þurfa ekki síður að kunna þá list að miðla af kunnáttu sinni - vera þjónustuliprir og þægilegir í samskiptum við fólk. Hingað til hefur enska orðið „pre-press" („fyrir prentun") lýst þeirri vinnu sem fram fer áður en verk er prentað og þetta höfum við kallað prentsmíð. Nú er nýtt 4 PREUTARINN 4,'94

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.