Prentarinn - 01.04.1994, Side 8

Prentarinn - 01.04.1994, Side 8
ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWXTZÞÆO abcdðefgfiijkCmnopqrstuvwxysþcEö <St 1234567890 WBCú9T,y:g9íij%L9á9to¥(^mvwx(y'z$Æö aócddefjíiijtfmnopqrstuvzwq/spceö & 1234567890 ITC Zapf Chancery, bein skrift og hallandi Letursamanburður Coc ONG grn Coc ONG grn Coc ONG grn Letur Zapfs frá sjötta áratugnum (talið að ofan): Palatino, Melior og Optima (2) Sporöskjuformið sem Zapf datt nið- urá í Melior hefur hann síðar notað ma. í letrunum ITC Zapf Book, Marconi og Edison með ekki síðri árangri. (3) Ahrif frá skrift eru oft mjög greini- leg. Benda má á f í Optima (og víðar) sem er einsog „skrifað" í þremur dráttum með breiðum penna. Áhrif frá breiðpennaskrift eru einnig mjög augljós í x, X og Y í Palatino. En áhrif skrifarans koma ekki bara fram í einstökum stöfum heldur ber letur hans í heild vitni um næmt formskyr og tilfinningu fyrir hlutföllum og hreyf- ingu. Þokki letursins er sömu ættar og þokki fagurrar skriftar. Hér að framan hefur verið lýst nokkuð helstu letrum Zapfs frá 6. áratugnum, þeim letrum sem hann er frægastur fyrir og líta má að ýmsu leyti á sem grundvöll seinni letra hans. En afþví þessari grein er einnig ætlað að minna á skrifarann Her- mann Zapf fer vel á því að líta að lokum á frægasta skrifletur hans, ITC Zapf Chancery, sem kom út 1979. Þetta er breiðpenna-kansellískrift í fjórum þykkt- um og með ýmsum afbrigðum (sem reyndar eru ekki öll dltæk í þeim tölvu- útgáfum sem á markaði eru). Annars vegar er um að ræða tiltölulega upprétta skrift (með einungis 3,5° halla) með óbrotnum upphafsstöfum, og hinsvegar meira hallandi gerð (14°) og upphafsstafi með skrautdráttum. Það er seinni gerðin sem innbyggð er í leysiprentara. Skriftin var byltingarkennd, einkum sú upprétta, og betri endurgerð breiðpennaskriftar er tæp- lega að finna í prentletri, þó Poetica Slim- bachs (frá 1992) sé etv. ítarlegri úttekt á kansellískrift. Margir helstu leturhönnuðir aldarinnar hafa fengist við að endurgera sögulegar leturgerðir. Zapf hefur hinsvegar næstum eingöngu fengist við nýsmíðar og á ýmsa vegu fært út landamæri hefðbundinna leturflokka. Hann hefur oft lýst þeirri skoðun sinni að þar sé hinn rétti vettvang- ur letursmiða, þeir eigi að hanna ný letur í samræmi við nýjustu letur- og prenttækni á hverjum tíma. Zapf hefur verið mjög af- kastamikill - í bók sem kom út 1987 eru taldar upp 175 leturstungur eftir hann - og auk skrautskriftar og leturgerðar hefur hann fengist við bókahönnun, skrifað mik- ið um fag sitt og stundað kennslu bæði í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeirri spurningu var varpað fram í upp- hafi hvort áhrif skriftar og kallígrafíu á let- ur væru æskileg. Með því að skoða letur eftir Hermann Zapf má finna sterk rök fyrir því að svo sé, en veldur hver á heldur og vandalaust er að finna dæmi þar sem niðurstaðan er önnur. Þorsteinn Þorsteinsson er áhugamaður um letur og letursögu og hetur m.a. skrifað um það í„Prent etlir mennt“. 8 PRÍHTARIHH 4/94

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.