Prentarinn - 01.04.1994, Side 12

Prentarinn - 01.04.1994, Side 12
Kristbjörg Hermannsdóttir; bókbindari „Mér fannst allt við þetta nám- skeið gott. Þarna voru ótalmargir hlutir sem voru nýir fyrir mér, þó ég hafi útskrifast sem bókbindari í vor. Svona námskeið eykur sjálfstraustíð og mað- ur verður tilbúinn að takast á við ný verkefni. Eg myndi hiklaust ráðleggja öðrum að fara á svona námskeið og fer sjálf ef framhald verður á þessu. Það eina sem mér fannst slæmt var að ég var eini kvenmaðurinn á þessu námskeiði. Þær hefðu mátt vera fleiri, en ég þakka guði fyrir að Bjarni var með, þó ég eigi náttúrlega að þakka Bjama." Bjarni Ingólfsson, bókbindari „Þetta er fyrsta námskeið sem ég fer á um bókband og er á vitrænu plani. Það er greinilegt að Þor- steinn hefur lagt á sig mikla vinnu við undirbúning þessa námskeiðs. Önnur námskeið hjá Prenttæknistofnun hafa ekki vakið eins áhuga minn og þetta. Það er í raun ótrúlegt hve margir ónýttir möguleikar em í broti og brotvélum. Einnig lærði ég mikið á því að núll- stilla brotvélar, það hefur alveg vantað hér á landi fram að þessu." Þorgeir Baldursson, forstjóri „Ég hvet mitt fólk til að tileinka sér þá fjölbreyttu möguleika sem eru í broti og bæta þannig við þekkingu sína. Möguleikar á námi í bók- bandi hafa ekki verið margir, kannski fyrst og fremst vegna þess að þegar boðið er uppá námskeið fyrir bókband hafa menn ekki nýtt sér það. Það er gagnlegt að vita og kunna meira en það sem maður notar dags daglega og þannig taka þátt í framtíðarsamkeppni sem bygg- ist á fjölhæfu starfsfólki." Þór Ingi Erlingsson, umsjón prentverks „Þetta var þarft og gott námskeið. Og þó ég sé búinn að vera 35 ár í faginu og skipuleggja verk fyrir prentun hef ég aldei spáð í hvemig brotvélar vinna. Ég lærði ný brot sem ég þekkti ekki og ég hafði t.d. ekki hugmynd um að hægt væri að skera pappírinn um leið og hann er brot- inn. Auk þess var farið í gegnum allt í sambandi við bókband svo þetta var fín upprifjun. Og þó að maður hafi lært að hluti á að gera svona og svona, getur verið gott að vita af hverju." Ásta Lorange, umsjón prentverks „Þetta var alveg nauðsynlegt nám- skeið. Ég lærði um marga mögu- leika í broti sem ég vissi ekki af og margt af því sem ég lærði hef ég notað síðan. Þetta námskeið fær mann til að hugsa lengra. Nú hugsa ég þegar ég er að skipuleggja prentverk hvemig hægt er að nýta vélar betur en gert er í dag." Tölvukrókur FBM og Prenttæknistofnunar Sú nýbreytni var tekin upp í haust að hafa sérstakan leiðbeinanda í Tölvukróknum á miðvikudagskvöldum og hefur það mælst vel fyrir. Margir hafa hagnýtt sér þá kennslu undir handleiðslu Rafns Árnasonar. Þessa skemmlilegu mynd sendi Stefán Olafsson útlitshönn- uður á DV okkur. Hún er frá kveðjusamsæti sem samstarfs- menn Geirs Þórðarsonar á Frjálsri fjölmiðlun héidu honum síðasta vinnudag hans í bókbandinu. Geir er sá bókbindari í landinu sem hefur lengstan starfsaldur, 54 ár. Hann byrjaði 14 ára að vinna í ísafoldarprentsmiðju. Hann starfaði síðan hjá Hilmi og Frjálsri fjölmiðlun. Þess má til gamans geta, að ef Geir hefði unnið nokkra mánuði í viðbót hefði hann endað í vinnu hjá ísafoldarprentsmiðju þarsem hann byrj- aði, því eins og menn vita keypti Frjáls fjölmiðlun ísafoldar- prentsmiðju fyrir skömmu. Útskrift nýsveina I nóvember sl. var nýsvein- um í prentsmíð, prentun og bókbandi afhent sveinsbréf í félagsheimili FBM. Alls luku 18 sveinsprófi, 11 í prentsmíð, 5 í prentun og 2 í bókbandi. F.v. MatthíasB. Matthíasson, Þorsteinn Sigurmundsson, Kjartan Örn Steindórsson, Kristbjörg Hermannsdóttir og Elías B. Ómarsson. I J 12 PRENTARINN 4/94

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.