Prentarinn - 01.04.1994, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.04.1994, Blaðsíða 14
Raunlitaprentun að Karl Emil Gunnarsson, Prenttæknistofnun ■ ■ ■ ■■■ Gífurlegar breytirtgar hafa ord- iö á tækni og virtnubrögðum í prentsmíö undanfarinn áratug - svo miklar, að kalla má bylt- ingu. Ekki er ætlunin að tíunda þessa byltingu frekar hér, svo mikið hefur verið um hana fjallað, að það væri að bera í bakkafullan lækinn. Aftur á móti hefur öllu minna verið að gerast í prentsalnum á sama tíma. Prentaðferðir eru mestan part enn þær sömu og þær voru á 7. áratugnum vegna þess, að takmarkanir fjögurra lita prentunar hafa ekkert breyst. En nú eru teikn á lofti um breytingar íprentsalnum og þær kallast raunlitaprentun (á ensku „hi-fi colour") - prentun með sex eða sjö lit- um, sem gefur dýpri, líflegri og sannari liti en áður hefur verið mögulegt að prenta með staðallitunum fjórum. 14 mmmNm/94 Hingað til hefur fjögurra lita prentun snúist um að leysa áratuga gömul vandamál: Að losna við móra, fá litina fjóra til að falla saman og að ná fram þeim litum, sem viðskiptavinurinn biður um. Reyndar hefur tölvubylting síðustu ára í prentsmíðinni að mörgu leyti undirstrikað tak- markanir fjögurra lita prentunar enn frekar. Með háþróuðum forritum er leikur einn að gera ýmislegt á tölvuskjá, sem síðan er ekki vinnandi vegur að prenta með fjórum litum. Framsýnir og framsæknir menn þóttust sjá, að við svo búið mætti ekki standa. Tveir frum- herjar, Mills Davis, prentari og forstjóri Davis Inc., og Don Carli, hugbúnaðar- og tæknisér- fræðingur og forstjóri Nima Hunter Inc., riðu á vaðið og buðu fyrirtækjum í prentiðnaði og framleiðendum búnaðar til samstarfs um þró- un tækninýjunga, „til að gera prentun líflegri, skarpari og jafnframt auðveldari og hagkvæm- ari". Samstarf þetta hefur verið kallað Davis Inc. raunlitciverkefnið (á ensku „Davis Inc. HiFi Color Project") og eru þátttakendur nú um eitt- hundrað talsins. Hugmyndin um raunsanna lit- prentun er á góðri leið með að verða að veru- leika. Hvað er raunlitaprentun? Raunlitaprentun fékk töluvert rúm og athygli á Agfa tæknisýningunni í Boston 31. okt. - 2. nóv. sl. Mills Davis sýndi raunlitaprentun í sex lita MAN Roland prentvél og haldnir voru fyrir- lestrar, þar sem leitað var svara við þeirri spurningu hvað raunlitaprentun væri. Svarið veltur á því, hver verður fyrir svörum. Til dæmis segja þeir Davis og Carli, sem var einn fyrirlesara á sýningunni, að hugmyndin á bak við verkefnið sé ekki einhver ein aðferð heldur margir kostir - nokkrir þegar í notkun (t.d. slembiröstun), aðrir sem enn eigi eftir að upp- götva - til að ná þvílíkum gæðum í litprentun, að hefðbundnar aðferðir eigi sér ekki viðreisnar von. Prentað var í sex litum í þessari hugbúnaðarstýrdu MAN Roland vél. í þessari umfjöllun verður yfirlýsingagleðinni stillt öllu meira í hóf og raunlitaprentun skil- greind þannig, að um sé að ræða prentun með fleiri litum en staðallitunum fjórum, til að víkka hið prentanlega litasvið og ná þannig litum og litbrigðum, sem ekki fást, sé einungis notaður cyan, magenta, gulur og svartur farfi. Viðbótar- litimir em þá yfirleitt eitthvert afbrigði af frum- litum ljóssins, rauðum, grænum og bláum. Forsendurnar fjórar Forsendumar fyrir því, að hægt sé að prenta með fleiri litum en fjómm, em einkum fjórar.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.