Prentarinn - 01.04.1994, Page 15

Prentarinn - 01.04.1994, Page 15
að veruleika ver . í fyrsta lagi þarf ný litasett. Auk staðallitanna fjögurra þarf aðra liti, sem prentaðir eru til viðbótar staðallitunum og víkka litasviðið svo, að útkoman verði mun líkari þeim litum, sem mannsaugað skynj- ar. í öðru lagi þarf hugbúnað, sem getur gefið fleiri en fjórar litgreiningar, þ.e.a.s. eina lit- greiningu fyrir hvem nýju htanna auk litgrein- inga fyrir staðallitina. I þriðja lagi þarf rastatækni, sem ekki byggist á skipulegum punktaröðum og mismunandi snúningi litarastanna, því að nógu erfitt er að forðast móra í fjögurra lita prentun, hvað þá ef þarf að troða fimmta, sjötta eða sjöunda litnum inn á milli, hverjum á sínum snúningi. í fjórða lagi þarf svo tæki, til þess að búa til litaprufur. Ekki þýðir að bjóða viðskiptavinum upp á prentun, þar sem þeir hafa ekki hug- mynd um, hvernig litirnir muni verða, fyrr en búið er að prenta. Svo má auðvitað segja, að betra sé að hafa sex eða sjö lita prentvél, ef prenta á í sex eða sjö litum, svo að hægt sé að prenta upplagið í einni keyrslu. Einn þessara þátta er þegar til og nokkur reynsla komin á hann. Það er slembiröstun; þ.e.a.s. röstun án skipulegra punktaraða, fast- bundinnar rastatíðni og mismunandi rasta- snúnings. Slembiröstun voru gerð ýtarleg skil í 2. tbl. þessa árgangs Prentmns og er þeim, sem lítt eða ekki þekkja til þeirrar tækni, vísað á þá umfjöllun. Mismunandi leiðir að sama marki Nokkur fyrirtæki eru komin vel á veg með að þróa aðferðir til raunlitaprentunar. Ekki fara þau öll sömu leið að markinu. Hægt er að skipta aðferðunum í þrjá meginflokka: Sex lita prentun, sjö lita prentun og prentun þar sem viðbótarplötur með cyan, magenta og gulum lit eru notaðar með hinum hefðbundnu fjórum staðallitaplötum. PRENTARINN 4/94 15

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.