Prentarinn - 01.04.1994, Page 17
Eru prentvillur
guðfræði?
Karl Emil Gunnarsson
Fátt fer meira í
taugarnar á
íslendingum en villur
í prentuðum texta.
Lesendur líta gjarnan
á hverja einustu villu
sem svívirðilega
móðgun, gott ef ekki
tilræði við blessað
móðurmálið og aðför
að menningu og
sjálfstæði þjóðarinnar.
Beplace
Flnd IDhat:
|Format -r|
| Speciol ▼ |
giftur
□ Match UJhole Ulord Only ^ Match Case
Replace IDIth: kuœntur
|Format -r| K o
|Special t|
[ Replace ]
[ Replace Bll ^
[ Cancel
Search:
rsíi
Varúð! Púki á sveimi!
Til þess að firra þjóðina þeim sál-
arkvölum, sem prentvillurnar geta
valdið henni, eru oftast nær lesnar
prófarkir af þeim textum, sem eiga
að koma fyrir almenningssjónir.
En prófarkalestur er vanþakklátt
starf. Fáir taka eftir því, að texti sé
vel prófarkalesinn og enn færri
hrósa lesaranum fyrir góðan lest-
ur. En þegar villur komast alla leið
á prent, stendur ekki á aðfinnslun-
um; prófarkalesarinn er orðinn
holdgervingur þess óarga illdéflis,
prentvillupúkans. Það er annars
merkilegt, að prentvillumar skuli
vera svo yfimáttúrlegar í augum
landans að leita þurfi uppruna
þeirra í guðfræðinni, þ.e.a.s. hjá
ámm og illþýði andskotans.
Þeir sem unnið hafa við próf-
arkalestur á dagblöðum þekkja
þessa viðkvæmni fyrir prentvill-
um kannski öðmm betur, því að
stundum er prentsvertan ekki
þornuð á sneplinum, þegar hitna
fer í kolunum. Lítið dæmi:
Síminn á borði prófarkalesara
hringir að morgni og hvöss rödd
segir með nokkmm þjósti, jafnvel
dálitlum sjálfbirgingi: „Hvernig er
þetta eiginlega með blaðið? Vinna
engir prófarkalesarar þarna eða
hvað?" Og lesarinn svarar með
þeirri auðmýkt, sem vanin er við
ónot og aðfinnslur, og gmnar hvað
nú sé í uppsiglingu: „Ja, ég á nú að
heita prófarkalesari." „Átt að
heita, já?" segir röddin hvassa og
fylgir merkingarþmngin þögn.
Síðan sigri hrósandi: „Hvers
vegna stendur þá „Sjaldan launar
kálfur ofbeldið" í leiðaranum?
Þetta kalla ég ekki prófarkalestur."
Ekki þarf lengur vitnanna við:
Skemmdarverk lesarans [les:
prentvillupúkans] á tungunni em
afhjúpuð og verða ekki bætt. Lítt
stoðar að benda á staðreyndir eins
og þær, að mikið hafi verið að gera
á kvöldvaktinni í gær og því ekki
óeðlilegt að ein og ein villa slæðist
fram hjá lesaranum, þar sem ein-
ungis sé lesin ein próförk og það
stundum í miklum flýti vegna
þröngra tímamarka og eftirrekstr-
ar. Dómur er fallinn og verður
ekki áfrýjað: Aumur prófarkales-
arinn er ekki starfi sínu vaxinn. Og
ekki eykst hróður hans, þegar
varaformaður stjórnmálaflokks
verður að vafaformanni á við-
kvæmu skeiði í samskiptum for-
ystumanna flokksins. Eða þegar
Drottinn er beðinn að gefa „dán-
um ró en hinum líkin, sem lifa" í
tilfinningaþmnginni minningar-
grein. Eða þegar umdeildur stjórn-
málamaður að nafni Eggert verður
Ekkert í áberandi miðopnugrein.
Vituð ér enn eða hvað?
Margir standa í þeirri trú, að
tölvutæknin hafi gert prófarkalest-
ur óþarfan eða að minnsta kosti
svo auðveldan, að hann sé orðinn
hreinn barnaleikur. Ekki þurfi ann-
að en keyra villulei ta rf orri t og á
eftir sé textinn hreinn og kembdur.
Prentuvillupúkinn hefur meira að
segja verið heiðraður með því að
nefna eitt slíkt forrit í höfuðið á
honum. En því miður gildir það
sama um villuleitarforritin og öll
önnur verkfæri, að veldur hver á
heldur. Ef rétt er farið að, eru þessi
forrit hin þörfustu þing en þó ein-
ungis sem hjálpartæki; enn sem
komið er, geta þau ekki komið í
staðinn fyrir glöggan prófarkales-
ara.
Önnur tölvutæknileg hjálpar-
hella prófarkalesarans em leitar-
og skiptaskipanir ritvinnslu- og
umbrotsforrita. Þær geta flýtt mjög
fyrir við leiðréttingu, þegar sama
villan kemur oft fyrir í textanum.
Þó verður að fara að öllu með gát,
eins og dæmin sanna:
Prófarkalesari á dagblaði einu
var að leiðrétta minningargrein og
ætlaði að setja orðið kvæntur alls
staðar í stað giftur. Þetta fannst
honum tilvalið verkefni fyrir leit-
ar- og skiptaverkfæri tölvunnar og
notaði það hamingjusamur og í
góðri trú um leið og hann söng
tækniframförum á tölvuöld lof og
prís. En heldur varð sá söngur
hjáróma morguninn eftir, þegar
umsjónarmaður minningargreina
teygði álkuna inn um dyragættina
allt annað en hýr á svipinn og
sagði: „Maður, sem á minningar-
grein í blaðinu í morgun, var að
hringja og vildi fá að vita, hvar við
hefðum grafið upp orðið
kvænturíkur..."
Það er ekki á púkann logið.
Kannski er særingamaður það
eina sem dugar á hann.
PRENTARINN 4/94 17