Prentarinn - 01.04.1994, Síða 18

Prentarinn - 01.04.1994, Síða 18
Alþjóðaþing Sæmundur Árnason Alþjóðasamband bókagerðarmanna (IGF) hélt sitt 16. alþjóðaþing í Búdapest í Ungverjalandi dagana 6. til 8. nóv. 1994. Þingið sóttu 194 fulltrúarfrá 41 landi (aðildað IGF eiga 66 þjóðir). Þann 5. nóvember, þ.e. daginn áður en þinghaldið hófst, var fundur með fasta- nefndum IGFogEGF (Evrópusambands bókagerðarmanna) þarsem farið varyfir laga- og reglugerðar- breytingar er fyrir lágu en þær voru 50. Einnig tilnefningar er borist höfðu um aðalritara, formann, varaformenn og fastanefndarmenn. Síðar sama dag héldu norrænu fé- lögin fund til að stilla saman strengi og þar kom fram efi um að Olav Boye hefði nægilegt fylgi til stöðu aðalritara, en hann var til- nefndur af NGU (Norræna bóka- gerðarsambandinu). Frá sjónar- miði norrænu félaganna var þetta mjög árangursríkur dagur þar sem NGU fékk mjög góðar undirtektir við sín sjónarmið. René van Tilborg settur formað- ur IGF setti síðan þingið þann 6. nóvember. René kom víða við í ræðu sinni en mest ræddi hann um það ástand er skapaðist er þrír starfs- menn urðu uppvísir að misferli með fé sambandsins og sagði hann að nánast allt starf skrifstofu hefði farið í að greiða úr þeim flækjum. En í mars 1994 var aðalritara, rit- ara og bókhaldara sagt upp störf- um og á fundi 22. apríl báðust þeir Valter Carlsson formaður IGF og varaformaður spænska málhóps- ins lausnar vegna þess að þeir töldu sig óbeint bera ábyrgð á starfsmönnum og einnig voru þeir ósáttir við þá ákvörðun fasta- nefndar að þeir ættu skilið upp- sagnarfrest, er var greiddur. András Bársony formaður ung- verska félagsins bauð síðan þing- fulltrúa velkomna til Búdapest, en ungverska félagið sem er 132 ára var ábyrgt fyrir þinginu og sá um alla skipulagningu. Starfsskýrsla stjórnar Það sem unnið hafði verið eftir frá ársfundi í London 1991 og lá fyrir í skýrslum gaf ekki tilefni til mikilla umræðna. Aðallega var spurt út í það sem gerðist á skrifstofunni og René sagði það reyndar flokkast undir mistök að hafa ekki komið auga á það fyrr og geta gripið til viðeigandi ráðstafana. Það helsta um samstarf við önn- ur félög og stofnanir var, að eftir Þing alþjóðasambands bókagerðarmanna IGF. þingið í Loítdon 1991 voru hafnar viðræður við Intergraf og Eurograf (samtök atvinnurekenda) um að vinna að sameiginlegum grunn- samningi m.a. vegna alþjóðafyrir- tækja. Þessar viðræður urðu nán- ast árangurslausar, þar sem nánast enginn áhugi var meðal atvinnu- rekenda. Þó sagði René ekki útséð um niðurstöðu ef horft væri til Evrópusambandsins, vegna margra ákvæða sem bundin eru félagslegum rétti innan ESB og eiga eftir að koma betur í ljós (Maastricht). Skýrsla fastanefndar Skýrslan fjallaði eingöngu um fjár- mál samtakanna og þar kemur fram að á fyrsta fundi í maí 1992 var nefndin ósátt við ýmislegt í skrifstofuhaldi, m.a. vegna þess að svo virtist að hver sem væri gæti skrifað út ávísanir og að ekki væri ávallt leitað hagstæðustu tilboða, einnig voru gerðar athugasemdir vegna fundakostnaðar. Fram kem- ur í skýrslunni að ítrekað hafi ver- ið óskað eftir fundi með starfs- mönnum, en illa gengið að fá þá alla á sama fund. Annar fundur nefndarinnar var í apríl 1993. Þá var farið ýtarlega yfir fjármál sam- takanna, varpað fram ýmsum spurningum og óskað svara. A fundi fastanefndar í byrjun þessa árs komu fram upplýsingar er leiddu til þess að þrír starfsmenn voru látnir hætta, en þá lá ljóst fyr- ir að þeir höfðu dregið sér fé m.a. með skattsvikum, tvöföldum, jafn- vel þreföldum greiðslum vegna flugmiða, fæðis- og hótelkostnaðar auk risnu. Norrænar tillögur NGU lagði fram ýtarlegar tillögur um breytingar á lögum IGF, þeim var öllum vísað til stjórnar og fastanefndar til umsagnar og verða teknar til afgreiðslu á næsta þingi. NGU lagði mikla áherslu á að skipuð yrði þriggja manna eftir- litsnefnd sem hefði fullt umboð til að yfirfara fjármál og bókhald IGF og fylgjast með skrifstofuhaldi á hverjum tíma og að nefndarmenn sætu ekki í öðrum nefndum. Eftir miklar umræður varð niðurstaðan sú að í nefndina kæmi einn fulltrúi er ekki ætti sæti í fastanefnd, þ.e. Ingve Eriksson frá Svíþjóð, en hin- 18 PREHTARim 4/94

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.