Prentarinn - 01.04.1994, Side 23

Prentarinn - 01.04.1994, Side 23
VITIÐ ÞIÐ AÐ . . . um í Reykjavík. Eitt af brýnustu hagsmunamálum þess var að vinna bug á því „drepi" prentlist- arinnar er nemafjölgunin var. Allt frá fyrstu fundum félagsins beittu félagsmenn sér fyrir takmörkun prentnema. Þannig undirritaði meirihluti fundarmanna á fundi í febrúar 1899 skuldbindingu um að vinna ekki í neinni prentsmiðju, nema farið væri eftir reglum um takmörkun nema. Og þeir létu kné fylgja kviði. Hinn 26. júní sama ár lögðu Hafliði Bjamason og Jón Einar Jónsson niður vinnu í Aldar- prentsmiðju til að fylgja eftir kröfu Prentarafélagsins um að einn nemi yrði látinn hætta. Samkomulag náðist næsta dag og gekk Lárus Halldórsson eigandi prentsmiðj- unnar að kröfum félagsins. Það mun vera fyrsta verkfall sem háð hefur verið hér á landi. Lítið þokaðist frekar í þessu hagsmunamáli sem öðrum fyrr en fyrsti samningur í prentiðnaði var undirritaður um miðjan desember 1906.1 samningnum er ákvæði er takmarkar þann fjölda nema er prentsmiðjueigendur mega hafa hverju sinni í prentsmiðjum sín- um. Reglan er sú að á móti 1-4 sveinum sé eigi fleiri en 1 nemi, á móti 5-7 sveinum séu tveir nemar o.s.frv. Ennfremur kveður samn- ingurinn á um að námstíminn sé fjögur ár og að námstíma loknum skal nemandi fá vottorð tveggja sveina, er séu meðlimir Hins ís- lenzka prentarafélags um að hann sé fullnuma. Er hér kominn grunn- ur þess námskerfis, sem enn lifir í prentiðnaði. Reglur um sveinspróf komu hins vegar ekki fyrr en að setning og prentun urðu löggiltar iðngreinar árið 1928. Ákvæði um að nemar hafi lokið prófi við iðn- skóla til að mega gangast undir sveinspróf kom um líkt leyti, en var ekki framfylgt í prentiðnaði fyrr en með breytingum á iðn- fræðslulöggjöfinni 1936. Prentarafélagið vildi takmarka fjölda nema, en einnig gerði það kröfu um að þeir fengju góða til- sögn og fræðslu. I því sambandi gerði félagið tillögur um að kennsla nema í prentsmiðjum yrði bætt og síðar beitti það sér fyrir því að prentnemar fengju fræðslu við Iðnskólann í Reykjavík. Nefnd á vegum félagsins fékk því t.d. til leiðar komið að Hallbjörn Hall- dórsson var fenginn til að kenna íslenska málfræði, sögu og starf- fræði prentlistarinnar veturinn 1918-19 og aftur árið 1921. Hall- björn var mikill áhugamaður um menntunarmál prentara og ritaði margar greinar um það efni. Um mitt ár 1913 og í ársbyrjun 1914 birti hann greinar í Prentaranum um nemendur í prentiðn. Það fer vel á því að enda þetta greinar- kom á því að vitna til þeirra skrifa. I niðurlagsorðum síðari greinar- innar rekur hann þau skilyrði er byggja þurfi á við töku drengja til prentiðnaðarnáms. Þau eru þessi: 1. að drengurinn sé svo vel að sér ger um andlegar gáfur og hafi hlotið svo mikla undir- búningsmentun, að hann sé þaullæs á prent og þolanlega skrift, kunni undirstöðuatriði íslenzkrar málfræði og að staf- setja alment ritmál lýtalaust, 2. að hann hafi góða sjón, glöggva og næma, réttsett augu og jafngóða sjón á báð- um, 3. að hann sé eigi yngri en 151/2-16 ára að aldri og 4. að hann sé vel þroskaður eftir aldri og þroskavænlegur, hraustur og mjófingra og að allri líkamlegri atgervi sem bezt fallinn til vinnunnar. skuldlausir félagar í Félagi eldri borgara, 65 ára og eldri geta fengið 20% afslátt af far- gjöldum með Flugleiðum til Evrópulanda og 10% til Banda- ríkjanna. Þetta gildir um Apexfargjöld og þau fargjöld sem dýrari eru. innanlands fá þeir sem náð hafa ellilífeyrisaldri 40% afslátt hjá Flugleiðum og Islandsflugi og 50% hjá Flugfélagi Norður- lands. 1. júlí 1994 varð sú breyting að þeir sem orðnir eru 70 ára þurfa ekki að greiða sérstakt gjald þegar ökuskírteini er end- urnýjað. Þetta gjald var áður 1.500 kr. við tímabundna dvöl í öðru EES-landi, t.d. sumarleyfi, eiga launþegar og sjálfstætt starf- andi menn og fjölskyldur þeirra rétt á læknisþjónustu, ef þeir þarfnast hennar án tafar af heilsufarsástæðum. Hún er veitt skv. reglum dvalarlands- ins. Til að fá slíka læknisþjón- ustu við dvöl í öðru EES-landi þarf að framvísa sérstöku stað- festingarvottorði (ebl. E 111). Vottorðið er hægt að fá hjá ferðaskrifstofum, söluskrifstof- um Flugleiða og hjá Trygginga- stofnun ríkisins og umboðum hennar. T.R. þarf alltaf að und- irrita og stimpla vottorðið til þess að það sé tekið til greina í öðru EES-landi. Ekki þarf að framvísa ebl. E 111 við dvöl á Norðurlöndum eða í Stóra- Bretlandi. elli- og lífeyrisþegar eiga rétt á lífeyrisgreiðslum frá Islandi þótt þeir búi í öðru EES-landi. læknisþjónusta fyrir lífeyris- þega og fjölskyldur þeirra er veitt í búsetulandi og skv. lög- gjöf þess. Tryggingastofnun ríkisins gefur út vottorð til staðfestingar á því að lífeyris- þegi sé tryggður hér á landi (E. 121). í bókagerð eru notuð efni sem geta verið krabbameinsvald- andi. Þau eru notuð í silki- prentun, flexóprentun, ljós- myndaiðnaði, í bókbandi og umbúðaiðnaði (aðallega við límvinnu). Einnig geta þau fundist í djúpprentun, offset- prentun og í bókaprentun. í silkiprentun eru það efnin cadmiumsulfid (í gulum eða orange-brúnum lit) og bly- chromat (gult litarefni), TDI og dichlormehan, DEHP og 4,4'- methylendianilin. í flexóprentun eru það efnin DEHP (notað sem mýkingar- efni í vissum prentlitum og lökkum) og blychromat. í filmuvinnu (framköllun) eru það efnin formaldehyd, thiour- instoff og dioxan. í límvinnu í bókbandi og um- búðaiðnaði eru það efnin DEHP og formaldehyd. minnispeningur Guðmundar Gamalíelssonar var fyrst veitt- ur 1950 (en átti að vera 1949), Snæ Jóhannessyni, fornbóksala í Bókinni á Laugavegi 1, er út- skrifaðist sem bókbindari 1949. Hann lærði bókband hjá Prent- smiðjunni Eddu. Peninginn mátti veita einum nemanda á ári, þeim bókbandsnema, er hæsta einkunn hlaut við burt- fararpróf úr skólanum og jafn- framt uppfyllti eftirfarandi skilyrði: Hcfir í aðaleinkunn . 8,50 eða hærra - ástuiuhin......9,00 - - teikningu......8,50 - í kjallaranum á Hverfisgötu 21 var fyrsta áfengisútsala bæjar- ins eftir að bannárunum lauk. húsið okkar að Hverfisgötu 21 kostaði 115.000,00 kr. þegar það var keypt í ársbyrjun 1941. Byggingarkostnaður sams kon- ar húss var þá um 200.000,00 kr. Baldvin Jónsson lögfræðingur var stjórn félagsins til aðstoðar við kaupin, en hann vill nú kaupa hlutabréf félagsins í Al- þýðubrauðgerðinni, 14,00 kr. bréf með 30.000 földu verði. PRENTAmm 4/94 23

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.