Prentarinn - 01.12.1995, Page 17

Prentarinn - 01.12.1995, Page 17
Rafeindaprentuð dagblöð slá sjónvarpið út Hingað til hefur sjón- varpið verið fyrst með fréttirnar, en í fram- tíðinni er talið að dagblöð geti veitt harða samkeppni, nema þegar um beinar sjónvarpsút- sendingar er að ræða. í þessari baráttu munu dagblöðin nota sömu tækni og sjónvarp tii að flytja upplýsingar og prenta síðan í marglita- prentvélum er byggja á rafeindatækni. Prentvélarnar verða staðsettar þar sem lesendur dagblaða eru og þar sem fjöldi fólks á leið um, við lestar- stöðvar, strætisvagna- stöðvar, í flughöfnum, göngugötum, stór- mörkuðum og fleiri stöðum. Svona hljómar uppskriftin að verkefni fyrir dagblöö sem er í þróun hjá hinu ísraelska fyrirtæki Scitex og var kynnt á dagblaðaráð- stefnu og sýningu IFRA (Alþjóða- samtök blaðaútgefenda) í Amster- dam fyrir skömmu. Áætlun Yoav Lorch. Með glænýtt eintak at' hinu breska dagblaði The Daily Telegraph í höndunum greindi stjórnandi verkefnisins Israelinn Yoav Lorch frá því sem til stendur. Rétt áður hafði efni blaðsins verið sent í gegnum ger\ ihnött frá ritstjórn The Daily Telegraph í London beint inní fjöllita rafeindaprentvél á básnum hjá Scitex á sýningu IFRA. Þar var blaðið prentað án nokkurra vandræða. Allt ferlið, frá því gervihnattar- sendingin hófst á ritstjóminni í London þar til fyrstu fjórlita eintök- in lágu tilbúin í Amsterdam tóku nokkrar mínútur, upplýsti Lorch og greindi síðan frá áætlun sinni: „Fyrir nokkrum árum yfirtók Scitex japanskt rafeindaflutninga- kerfi fyrir dagblaðasíður. Kerfi þetta er meðal annars notað af hinu ameríska dagblaði USA Today þegar efni blaðsins þarf að komast á 32 prentstaði blaðins um öll Bandaríkin. í tengslum við DRUPA 95 í maí síðastliðnum fengum við aðgang að nýrri rafeindatækni og fundum út að með nýrri útgáfu af flutn- ingakerfi USA Today gátum við sent fulluppsettar dagblaðasíöurn- ar beint inná rafeindaprentvélarn- ar í gegnum gervihnetti. Næsta verkefni var að finna notkun fyrir þessa nýju tækni. Hvað með Ólympíuleikana á næsta ári? sögð- um við hvert við annað. Hvað með að senda dagblaðasíður frá rit- stjórnum dagblaða víðsvegar um heim til rafeindaprentvéla í Ólympíuþorpinu, svo gestir Dagblöd Iramtidarinnarfnútimans?) verða sótt íprentvélarsem standa á miðju verslunargólfi. Ólympíuleikanna geti fengið nýjar fréttir að heiman? Tilraunir í Bankok og Hong Kong Við höfum gefið verkefninu nafnið PressPoint og fengum leyfi Atlanta Ólympíunefndarinnar til að gera þessa tilraun. Þegar við fórum að ræða við fulltrúa dagblaðanna kom okkur mjög á óvart, þegar í ljós kom að ritstjórnir blaðanna höfðu meiri áhuga á að fá tilbúnar síður frá fréttariturum sínum í Ólympíuþorpinu fullgerðar heim til hinna ýmsu ritstjórna, frekar en að þeir sendu síður til Atlanta. Við erum nú að prufa PressPoint-verkefnið í Evrópu og Asíu. Frá Evrópu sendast dag- blaðasíður til rafeindaprentvéla í Bankok og Hong Kong, þar sem fólk getur keypt ný rafeindaprent- uð dagblöð fyrir hálfan til einn dal, um það bil 24 tímum áður en venjuleg dagblöð koma með flugi frá Evrópu. Með tækninni getur prentunin allt í einu keppt við sjónvarp í bar- áttunni um nýjustu fréttir, ef ekki er um að ræða beinar útsendingar. PressPoint gæti orðið stærsta tækninýjung í sögu prenttækninn- ar," segir Yoav Lorch. Dagblödin á tánum Menntunarfulltrúi Grafisk For- bunds, Otto Pedersen, var á IFRA ráðstefnunni í Amsterdam. Hann hafði eftirfarandi um PressPoint verkefnið að segja: „Maður verður einu sinni enn að viðurkenna að hugtök eins og tími og staður verða meiningarlaus, þegar hægt er að flytja upplýsingar á milli tveggja punkta á svo til eng- um tíma. Ög það er heillandi þegar fjarlægðin á milli þessara punkta er tveir heimshlutar. Þessir miklu möguleikar raf- eindatækninnar hafa vakið dag- blöðin af þyrnirósarsvefni og það er aðdáunarvert hvernig dagblöð reyna að tengja saman prentgripi og rafeindaþjónustu af einu eða öðru tagi. Menn hafa séð nauðsyn þess að vera með í þessari þróun. Fyrir mig er ekki nokkur vafi á því að dagblöðin verða áfram til staöar í fjölmiðlaflórunni, sem bet- ur fer. PressPoint-verkefnið verður til þess að brjóta niður hefðbundnar hugmyndir um dagblaðagerð og er enn ein áhugaverða nýjungin í þeirri marglitu mynd sem fjölmiðl- un er." Þýtt itr Dansk Gritfin nóv. 1995. PRENTARINN 4/95 17

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.