Prentarinn - 01.01.1998, Side 3
LEIÐARI
SÆMUNDUR ÁRNASON
Vinnuumhverfi
Vinnuvemd er eitt af þeim málum sem
við starfsfóik í prentiðnaði þurfum að
vera mjög meðvituð um, bæði ytri og innri
umhverfisvemd. Innra umhverfi er vinnu-
staðurinn, loftræsting, lýsing, hávaði og
meðferð hættulegra efna og hvemig við
vinnum að því að skipta út hættulegum
efnum fyrir hættuminni. Eitt af því sem gert
hefur verið er átak í að minnka notkun
leysiefna við þvott á vélum og taka í notkun
jurtahreinsa. Prentiðnaðurinn er hluti þeirra
starfsgreina sem nota mikið af efnum. A
Norðurlöndum höfum við hin síðari ár litið
notkun hættulegra efna alvarlegum augum
og mælt með notkun umhverfisvænna efna.
Eitt dæmi um þetta er „Subsprintprojektet".
Markmið verkefnisins var að innleiða jurta-
olíur við hreinsun véla í stað leysiefna. I
verkefninu tóku flest félögin í Nordisk
Grafisk Union þátt og það hefur gengið
framar öllum
vonum. I dag er áætlað að um eða yfir 55%
prentvéla hér á landi séu hreinsaðar með
jurtahreinsum.
En betur má ef duga skal, halda þarf
áfram áróðri fyrir jurtahreinsum og stefna að
útrýmingu leysiefna úr vinnuumhverfi
prentara. Jákvætt átak hefur verið unnið í því
að vinna efni úr skolvatni frá framköllunar-
vélum og einnig olíuúrgangi frá prentsmiðj-
um. Hafa nokkrar prentsmiðjur lagt í mikinn
kostnað við að koma þeim málum í viðun-
andi horf. Koma þarf algjörlega í veg fyrir
að skolvatn berist í niðurföll. Þama getur
innri umhverfisvemd unnið þarft verk í ytri
umhverfisvemd, þ.e. að spilliefni berist ekki
út í náttúmna. Því hafa félögin sem starfa
innan NGU gert með sér starfsáætlun til
nokkurra ára er gengur undir nafninu
Agenda 21 og miðar að því að dreifa stað-
reyndum og þekkingu um vinnuvemd og
þörfinni fyrir að þróa staðbundnar starfsáætl-
anir. f gegnum sambönd NGU bæði á lands-
vísu og alþjóðlega getum við haft áhrif á
þróunina varðandi lög- og samningsgerðir
sem hafa að markmiði að vemda umhverfið.
Einnig gætum við þróað sameiginlega stefnu
í þessum málum til gagns fyrir aðildarfélög
innan NGU. Dæmigert fyrir prentiðnaðinn
eru hinar mörgu starfsgreinar. Honum fylgir
notkun margra ólíkra efna. Svo er einnig um
að ræða losun í andrúmsloft og vatn. Aðrar
aðferðir hafa jafnframt þróast og orðið al-
mennari svo sem rafræn myndmeðhöndlun
og tölvustýrð prentformagerð auk stafrænnar
tækni (digitalteknik) við prentun. Vinna ber
að því að umhverfisvæn efni komi í stað
hættulegra efna.
Vinna skal að sparneytinni tækni við
framleiðslu og framleiðsluaðferðir sem hafa
að markmiði að draga úr magni þess sem er
umfram, nota eins lítið og mögulegt er af
hráefni, minnka losun í loft og vatn og nota
minni orku.
Sparneytin tækni er umhverfis-
væn, þungamiðja hennar er:
• Góð þekking á efnanotkun
(minni úrgangur og losun)
• Notkun umhverfisvænna efna
• Rafræn myndgerð (losun efna og silfurs
minnkar - sparnaður)
• Rafræn prentformagerð (spamaður á
hráefnum og minni losun skaðlegra efna)
• Ný tækni fyrir hreinsun og endurvinnslu
efna ásamt virkri flokkun úrgangs og
endurvinnslu prentlita og annars efnis
(sparar peninga og dregur úr losun
hættulegra efna)
• Endurvinna silfrið, láta það ekki fara til
spillis (sparar peninga og dregur úr losun
hættulegra efna). Sjá um hreinsun og
reglubundið eftirlit á loftræstibúnaði.
Jákvæð áhrif fyrir starfsfólk:
• Minni efnanotkun.
• Áhættan vegna slysa og atvinnusjúkdóma
minnkar.
• Vinnuvemdin eykst.
• Líðan á vinnustaðnum verður betri.
• Umhverfið á vinnustaðnum batnar.
• Verkafólk fær kennslu og tilsögn í að nýta
sparneytnari tækni.
• Áhrif fyrirtækisins á ytra umhverfið batnar
verulega.
Vemdun umhverfisins er ekkert einkamál
hvers og eins. Umhverfið er sameign og
verður að vernda með alþjóðlegum reglum.
Við í verkalýðshreyfingunni höfum bæði
hefð og reynslu af margra ára starfi við að
betrumbæta vinnuumhverfið. Því er mik-
ilvægt að við hvetjum fyrirtækin og sveitar-
félögin til að vemda ytra umhverfið.
Með þetta að markmiði ættum við sem
störfum í prentiðnaði að geta gert það sem
í okkar valdi stendur til að bæta starfsum-
hverfi okkar. ■
prentnrinn
■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA
Ritnefnd Prentarans:
Bjargey G. Gísladóttir,
ritstjóri og ábyrgðarmaður.
Margrét Friðriksdóttir
Ólafur Örn Jónsson
Pétur Ágústsson
Stefán Ólafsson
Sævar Hólm Pétursson
Fréttaskot og annað efni er vel þegið
og eins óskir og ábendingar lesenda
til ritnefndar.
Leturgerðir
í Prentaranum eru:
Universe, Times o.fl.
Blaðið er prentað á mattan 135 g
Ikonofix.
Útlit og prentvinnsla:
Prentþjónustan ehf • Gústa
Prentun og frágangur:
Grafík ehf.
Forsíða Prentarans
er af skreytingu sem unnin er af
Svani Jóhannessyni. Tæknin heitir
marmorering og er aðallega notuð til
að skreyta pappír í bókbandi. Þetta er
mjög gömul og þekkt aðferð og m.a.
er notaður sérstakur sjávargróður við
vinnsluna.
PRENTARINN ■ 3