Prentarinn - 01.01.1998, Qupperneq 4

Prentarinn - 01.01.1998, Qupperneq 4
■ ■■ FELAGSSTARF / Isumar útskrifaðist fyrsti hópur sveina í bókagerðargreinum sem hóf nám eftir breyttu námsfyrirkomulagi árið 1993. Það sem gerði þessa útskrift öðruvísi var að hópurinn útskrifaðist allur á sama tíma. Þ.e. samkv. fyrirkomulagi náms- ins er gert ráð fyrir að náminu ljúki með sveinsprófi í beinu framhaldi af lokaönn í skóla. I tilefni af þvf var ákveðið að standa að veglegri útskriftar- veislu í september sl. sem FBM stóð að ásamt Samtökum iðnaðarins. Til veislunnar var boðið nýsveinum, leið- beinendum, kennurum úr Iðnskólanum o.fl. ásamt því að sveinunum var boðið að taka með sér gest. U.þ.b. 50 manns mættu til þess að fagna þessum áfanga. Félag bókagerðarmanna veitti verðlaun fyrir besta árangur á sveinsprófi. Þeir sem hlutu verðlaun voru eftirtaldir: Hermann Þór Snorrason og Sigríður Hrönn Sigurðardóttir fyrir prentsmíð og Sigurður Gunnarsson og Björgvin Pálsson fyrir prentun. ■ Þann 13. nóvember sl. stóð félagið fyrir menning- arkvöldi í félagsheimilinu. Kvöldið var hið skemmtilegasta með skemmtiatriðum á heimsmæli- kvarða þar sem fram komu Guðmundur Ólafsson leikari, Vigdís Grímsdóttir rithöfundur og Jósep Gíslason prentsmiður og hljómlistarmaður. Eitt skyggði þó á annars ágætt kvöld, mæting var með minnsta nióti. ■ Eins og hefð er orðin fyrir hélt FBM jólakaffi fyrir eldri félags- menn og maka þeirra þann 14. desember. Það þarf ekki að spyrja að þátttökunni hjá þessum hóp sem fyllir félagsheimilið á hverju ári. Einar Már Guðmundsson las upp úr bók sinni Fótspor á himnum við mikla hrifningu viðstaddra og Jósep Gíslason töfraði fram jólastemmninguna á píanóið. ■ Félagið hélt jólaball síðasta sunnudag í aðventu í félags- heimilinu á Hverfisgötu. Eins og á síðasta jólaballi fylltu félagsmenn húsið og skemmtu sér vel. Bömin tóku vel undir söng og gleði jólasveinanna. ■ Netkynning fyrir konur Kvennaráð FBM stóð fyrir Internet-kynningu fyrir konur á haustdögum. Upphaflega var ætlunin að halda eina kynningu þann 5. nóv. Kom hún í stað hefðbundins fundar í Kvennaráðinu. sem eins og allir vita eru haldnir fyrsta miðvikudagskvöld í hverjum mánuði. Er skemmst frá því að segja að aðsóknin fór fram úr björtustu vonum, 32 konur skráðu sig og urðum við í snarhasti að skipuleggja aðra kynningu sem haldin var viku seinna. Þátt- takendum bar saman um að þægilegt væri að hafa tölvunámskeið sem eingöngu væru ætluð konum. stjórnmálafræðinemi og „netfíkill" tók að sér að leiða okkur í allan sannleika um leyndardóma vefsins. ■ W < \j?. 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.