Prentarinn - 01.01.1998, Qupperneq 5
TÆKN I
Skjalaleikfimi
Síðau í haust
hefur Prent-
tœknistofnun
gefið Hina svörtu
list og auglýs-
ingar ípdfsniði
út á Netinu
(http://www.
apple. is/prent/).
Þessi skjöl hafa
síðan verið send
sem viðhengi við
tölvupóst til
starfsfólks í
prentiðnaðinum.
HJORTUR
GUÐNASON
Með þessari aðferð er hægt að
gefa prentverk út í rafrænu
formi hvort sem er fyrir Netið eða
geisladisk um leið og það er prent-
að. Þannig er auðvelt að setja heilu
ritsöfnin eða vörulista á geisladisk.
Prentfyrirtæki geta hæglega boð-
ið þessa þjónustu án mikils
tilkostnaðar. Þessi aðferð við skjala-
vistun er ekki ný en er nú að hasla
sér völl svo um munar. Framleið-
endur forritsins kalla aðferðina
mestu uppgötvun síðan Gutenberg
fann upp lausaletrið. Ekki treysti ég
mér til að dæma hvort sú fullyrðing
er rétt en þessi vistunaraðferð er
alltént harla snjöll. Það er orðið
mjög algengt að skjöl - hvort sem
um er að ræða eina síðu eða heilu
bækumar - séu gefin út í pdf
(Portable Document Format) sniði.
Kosturinn við það er sá, að allir sem
hafa Acrobet Reader í tölvunni sinni
geta opnað skjölin, skoðað þau og
prentað út á prentara. Acrobat
Reader er hægt að nálgast
ókeypis á Netinu á slóðinni
http://www.adobe.com/acrobat.
Til að búa til pdf skjöl þarf að
hafa Acrobat Distiller en hann þarf
að kaupa. Það verður þó æ algeng-
ara að stærri forrit eins og
FreeFIand, Illustrator og QuarkX-
Press hafi pdf sem viðbætur svo að
hægt er að vista beint úr þeim í pdf
snið. Skjölin verða lítil svo fremi að
í þeim sé ekki mikið af myndum og
grafík og er því auðvelt að senda
þau yfir netið. Sjá má fyrir sér að
notkun pdf sniðs eigi eftir að aukast
í prentsmiðjum þar sem auðvelt er
að senda prófarkir til viðskiptavina
sem geta þá skoðað próförkina í
sinni tölvu eða prentað út hjá sér til
frekari athugunar. Hægt er að koma
því þannig fyrir að viðskiptavinur-
inn sem les próförkina geti gert
athugasemdir við skjalið með því
að hengja við það „gula miða“
(sticky notes), athugasemdir í
rafrænu formi, og sent síðan skjalið
til baka. Einnig er hægt að útbúa
tengla í skjalinu svo að notandinn
geti smellt á vefsíðuslóðir og opnað
med Acrobat
þannig netvafra eins og Netscape og
farið beint inn á Netið. Ennfremur
er unnt að útbúa tengla sem kalla
fram hljóð og rnyndir (QuickTime).
Prenttæknistofnun hefur boðið
upp á námskeið í Acrobat frá því á
síðasta ári en það verður að játa að
ekki hefur fólk slegist um aðgang
að þeim. Það má þó búast við að
menn fari að taka við sér nú, þegar
svo algengt er orðið að skjöl séu
gefin út í þessu sniði. Aðferðin er
ekki flókin og stutt námskeið gerir
fólk fullfært um að nota hana.
Eg skora a alla sem koma nálægt
útgáfu að skrá sig á námskeið í
notkun Acrobat sem fyrst. Tæknin
bíður ekki eftir neinum. ■
m t EAFSTJCEN ^)|
Stangarhyl 1A 587 8890 lax: 567 8090
Virkni
íoftræsikerfa
er okkar fag
• Stýrikerfi • Uppsetning • Töflusmíði
• Viðgerðaþjónusta • Eftirlit
• Stillingar • Raka- og hitamælingar
• Sótthreinsun • Viðhaldssamningar
• Loftmagnsmælingar
PRENTARINN ■ 5