Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 11
LESENDABREF aukið vinnuálag þeirra sem eftir eru. Þannig hefur hluti atvinnuleysis síð- ustu ára verið búinn til vísvitandi, einkum að því er varðar eldra fólk. Enda er hagræðing að verða skammaryrði í hugum fólks. Þrátt fyrir góða og batnandi afkomu fyrirtækja á sl. 2 árum er enn verið að segja upp fólki á sumum vinnustöðum, en munurinn er sá að nú er ljóst að stjómendur fyrirtækj- anna skammast sín og reyna stundum að þræta fyrir fyrirhugaðar uppsagnir vegna þess að almenningsálitið hefur snúist gegn þessum vinnubrögðum. Viðhorf og samstaða Það sem verkalýðsfélögin ættu að gera væri að boða til funda með sínum atvinnulausu félögum og kanna hvort þau gætu gert eitthvað til að aðstoða þá og hlusta á þeirra sjónarmið. Og þó að þau gætu ekkert annað gert þá væri það fyrirhafnarinnar virði að reyna að rjúfa þá einangrun og niðurbrot sem flestir atvinnulausir eiga við að stríða. Það myndi auk þess breyta viðhorfi þeirra til sinna stéttarfélaga sem því miður er oft neikvætt hjá mörgum í hópi atvinnulausra og vekja þá tilfinningu að ekki væri öllum sama um stöðu þeirra. Því sannleikurinn er sá að þó að sum verkalýðsfélög reyni að muna eftir sínum umkomulausustu félögum þá eru til félög sem beinlínis reyna að flæma þá burtu. Það var nú ekki tilgangurinn í upphafi verkalýðs- baráttunnar. Eg hef stundum velt fyrir mér hversvegna ekki hefur verið hægt að mynda samstöðu meðal atvinnu- lausra á Islandi eins og heyrst hefur um undanfarið í Frakklandi. Það sem því gæti valdið væri ann- arsvegar hrokafull framkoma stjómvalda og embættismanna gagnvart atvinnulausum svo hver og einn dregur sig inn í sína skel og lætur sem minnst á sér bera. Hinsvegar forystuleysi þar sem verkalýðsfélögin ættu að ganga fram fyrir skjöldu. ■ Það stoppar aldrei neitt Ágætu félagar! Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt að fá Prentarann inn um lúguna þó ég hafi skilið við hina „svörtu“ list fyrir löngu. Gott efni. Listræn uppsetning. Fréttir af þróuninni. Það er þetta síðasta sem ég staldra oft við. Það stoppar aldrei neitt. Og þróunin heldur áfram. Og „bókagerðarmenn" hafa vissulega skilið þróunina. Til dæmis þegar þeir unnu afrek í „sameiningarmálunum" og mættu nýrri tækni af raunsæi. En þetta minnir mann samt á þá staðreynd að þróunin heldur áfram. Og kannski hefur verið sofið á verðinum eftir góða sigra. Líka hjá bókagerðarmönnum? Kannski hélt fólk að baráttan stæði um alla framtíð um „kaupið" og „tæknina". Það virðist hinsvegar ekki vera svo. Margir sjá nú aðrar hættur og önnur verkefni við sjónarröndina þegar ný öld gengur í garð. Það sem virðist vera að gerast er margflókið mál. En þetta blasir þó við. „Velferðarríki" vesturlanda eru að gliðna sundur af margvís- legum ástæðum. Fleiri og fleiri þjóðir stokka upp. Miklar þjóðfélagsbreytingar eru í augsýn. Þessar breytingar kalla á nýtt gildismat. Nýjar baráttuaðferðir. Nýja yfirsýn. Þessar breytingar valda fyrst og fremst félagslegri röskun. Ef heppnin verður með hér á fslandi og engin stórslys verða ættu þessar breytingar ekki að þurfa að valda vaxandi örbirgð og fátækt. En þessar breytingar kalla á viðbrögð við einu alstærsta félagslega verkefni í upphafi næstu aldar. Líklegasta þróunin á næstu áratugum - þó að vel takist til í efnahagsmálum - er sú að næstu áratugimir gefi fólki mikinn frítíma. Miklu fleiri „lífeyrisár“. Miklu betri heilsu og fleiri góð ár eftir verkalok. Vísbendingar um þessa þróun hafa farið að mestu framhjá verkalýðshreyfingunni. Verka- lýðshreyfmgin virðist að mestu hafa lokað sig inni í myrkraherbergi þar sem gamlar og úreltar baráttuaðferðir eru spilaðar af 78 snúninga plötum og þeim rispuðum, þar sem samningar frá í fyrra og frá miðri öldinni ganga aftur og aftur. Aftur og aftur! Þó er allt að breytast. Sterk viðvömn kom nýlega þegar erlent álfyrirtæki samdi við verkafólk sitt um 62 ára starfslok. Það er margt sem bendir til þess að þama sé komin fyrirmynd að öðmm samningum í framtíðinni. Og þessar breytingar eru raunar byrjaðar á hljóðlátan hátt. Víða er 67 ára fólki sagt upp vinnu vegna aldurs. Víða fær fólk ekki vinnu - sérstaklega konur - eftir 40-50 ára aldur. Víða verður fólk undir á vinnu- markaði í harðnandi samkeppni og kröfu um aukna framleiðni og flóknari verkefni, jafnvel á þenslutímum. Og atvinnuleysið er komið til að vera, jafnvel á þenslutímum. Meðan þetta er að gerast situr verkalýðshreyf- ingin inni í myrkraherberginu og syngur gamla verkalýðssöngva! Ef verkalýðshreyfmgin skildi þróunina og þyrði að horfa á þær þjóðfélagsbreytingar sem em að verða í kringum okkur, fæm samningar að breytast á næstu ámm. Viðfangsefni samninga yrðu í vaxandi mæli „félagsleg lífs- kjör“ meðal annars fyrir fólk eftir starfslok - lífskjör í 10-20 ár eða jafnvel fleiri ár á lífeyrisaldri. Og þær kjarabætur yrðu ekki einungis sóttar til atvinnurekenda og plástra frá „ríkisstjórninni" heldur og ekki síður í gegnum innra starf verkalýðshreyfingarinnar og líka til nýrra aðila svo sem skólakerfisins sem þarf að breyta í takt við nýjar þarfir og gera því fært að búa fólk undir hið raunvemlega líf í þjóðfélag- inu - líka á lffeyrisaldri. Það þarf að skapa ytri og innri skilyrði til að mæta nýju lífi, nýrri framtíð, stundum án „vinnu“. Annars flosnar viss hluti fólks meira og minna upp og slitnar úr tengslum við iðandi mannlíf þjóðfélagsins og margir færu þá strax að húka á grafarbakkanum og bíða! Svo nálæg er þessi þróun að yngra fólk í Félagi bókagerðarmanna mun lenda í þessari stöðu. Og það skyldi þó ekki vera að einhveijir sem lesa þessi orð séu komnir í naust - ótímabært? ■ Hrafn Sæmundsson, fullrúi á Félagsmálastofnun Kópavogs. PRENTARINN ■ 1 1

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.