Prentarinn - 01.01.1998, Síða 19

Prentarinn - 01.01.1998, Síða 19
TÆKN Nýju NCS-litirnir lausir við skaðleg efni Frá og með áramótum 1995 eru einungis vistvœn efni í NCS-litaprufun- um. Með nýrri tœkni eiga allir litframleiðendur að geta framleitt nákvœmlega sömu litina - litafyrirmœli eiga að skila sér á eitn öruggari hátt frá viðskipta- vini til fullunnins verks. Þegar NCS-kerfið kom fyrst á markaðinn fyrir um 18 árum þótti það einna nákvæmast og með hærri gæðastuðul en önnur sambæri- leg kerfí. NCS er gæðaverkfæri og verður að vera fullkomið fyrir alla fagmenn. Vissum óvistvænum efnum hefur verið skipt út og 261 nýir litir bæst við í NCS litaprufumar. Auk þess urðu 1000 breytingar á eldri litum sem em mun nákvæmari nú en áður. Vegna þessa þarf að skipta út gömlu litaprufunum fyrir þær nýju, sem því miður hefur í för með sér einhvem kostnað fyrir notendur. Fárginstitutet í Svíþjóð kynnti NCS-kerfið fyrst 1979 en það hefur breiðst hratt út um alla Evrópu. Sama tækni er notuð í gegnum allan feril- inn, frá fyrstu greiningu og litun, til fullunninar vöru, og skiptir þá ekki máli hvaða efni er notað. Ný efni og aðferðir Frá 1979 hefur NCS-kerfið litið eins út. En með nýrri tækni, nýjum efnum og betri mælingaraðferðum tekur það nú fyrsta skrefið inn í 21. öldina. Samkvæmt Evrópustaðli er bannað að nota efni eins og H a r p a kadmíum og blýkrómat við lita- Grímsdóttir framleiðslu nema setjaeiturefna- miða á viðkomandi vöm, en hingað til hefur það verið ansi stopult hvemig því hefur verið háttað bæði í Svíþjóð sem og öðrum evrópskum löndum. Og þar sem erfitt reyndist að finna staðgönguefni hafa eitur- efni verið í NCS-litapmfum. Eftir stöðuga þróun fannst lausn á þessu og í febrúar 1995 kynnti Fárginstitutet litaprufur án kad- míums og blýkrómats. Valið var að nota 27 vistvæn efni af hæsta gæða- fiokki. Með því varð NCS-litakerfið eitt það fyrsta innan.Evrópu til þess að nota eingöngu viðurkennd vistvæn efni. Aður tók 4 til 5 mínút- ur að mæla hverja litapmfu. Að mæla allar prufumar einu sinni tók 125 tíma og til þess að fá nákvæma niðurstöðu varð að mæla hvem lit 5 til 6 sinnum. Tækin sem notuð er í dag þurfa eingöngu 10 til 12 sekúiidur til að gera svo til jafn nákvæma mælingu og í þeim gömlu. Og þó mælingam- ar séu ekki alveg eins nákvæmar tekur það svo miklu styttri tíma að fá niðurstöður að oftar er hægt að mæla og einnig er fljótlegt að gera samanburð á áreiðanleika mælitækjanna. Útbreiðsla Yfir 100.000 fagmenn nota NCS en þeir em í ýmsum geirum svo sem lita-, límtrés-, keramiks-, hljóm- plötu-, húsgagna-, textil- og plast- framleiðslu auk prentiðnaðar og ýmissa annarra. Burtséð frá hvaða efni framleiðandi er að nota á hann alltaf að geta fengið nákvæmlega sama litinn. Nýjar merkingar Hætt var við 46 af eldri litunum vegna þess að ekki var hægt að skipta yfir í vistvæn efni í þeim. Þetta á aðallega við um sterka gula og appelsínugula liti sem innihalda kadmíum auk vissra mattra og hreinni lita. Þessu fylgja einnig breyttar merkingar en 600 litir koma til með að breytast örlítið en fá að halda sinni gömlu merkingu. Til þess að ekki sé hægt að rugla gamla og nýja Iitakerfinu saman eru nýju NCS- litaprufumar merktar með S. Þetta er rétt að athuga jafnvel með liti sem ekki koma til með að breytast. Ef fleiri en eitt litakerfi er notað samtímis gæti það leitt til mistaka. Nýju litaprufurnar em gerðar á þykkari pappír en áður og eru skv. þrenns konar stöðlum þ.e. litakortum, sem hvert um sig hæfir ólíkum kröfum neytenda. 11.000 blöndunar- tilraunir Fimm manneskjur unnu í sex mánuði á rannsóknarstofum Fárginstitutet til þess að finna út rétta liti og það tók 11.000 blöndun- artilraunir að ná fram réttum litum með nýju efnunum. Unnið var eftir gæðakerfi í nánu samstarfi við lit- framleiðendur - í Svíþjóð voru það Alcro Beckers, HP-Flúgger, Nordsjö-Nobel og Jotun. Viðkom- andi framleiðandi sendi inn sínar litaprufur sem stofnunin vann síðan út frá. „Þannig fengu viðskiptavinir okkar í Evrópu bestu gæðin á heild- stæðri litvinnslu fyrir besta verðið,“ sagði Tomas Hárd hjá Fárginstitutet. Of mörg litakerfi rugla fólk í ríminu Innan arkitekta hafa komið fram margar ánægjuraddir, þótt mörgum útlitshönnuðum og arkitektum finnist kostnaðurinn við að kaupa inn nýjar litaprufur mikill. „Það er frábært að fá inn fleiri Ijósa liti,“ segir arkitektinn Bodil Natt í Jönköping, sem vinnur sem útlitshönnuður, meðal annars fyrir prentgripi, í heimabæ sínum. Það er mjög mikilvægt að allir skipti út litaprufunum sínum eins fljótt og mögulegt er, jafnvel þótt því fylgi nokkur kostnaður. Annars skapast vandamál ef fleiri en eitt kerfi eru í gangi í einu. ■ Þýtt úr Grafisk Forum 1995 íáfanganum Gagnavinnsla 271 við Iðnskólann í Reykjavík. PRENTARINN ■ 1 9

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.