Prentarinn - 01.09.1999, Síða 3

Prentarinn - 01.09.1999, Síða 3
Aukin Hvers vegna leggjura við í FBM svona mikla áherslu á menntamálin í okkar iðngreinum? er oft spurt. Einnig er sagt að ekki sé til neins að vera að eyða mikl- um fjármunum í nám sem æ færri vilja leggja fyrir sig og óþarft sé að læra iðngrein þar sem hægt sé að fá næga vinnu í okkar starfs- umhverfi án þess að leggja á sig langt iðnnám. Lykilatriði í því að við höldum stöðu okkar á vinnumarkaði er góð grunnmenntun og öflug end- urmenntun, símenntun er það sem gildir í nútímatækniþjóðfélagi. Þess vegna stofnuðum við okkar eigin endurmenntunarstofnun, ti! að auðvelda okkur að takast á við nýja tækni með námskeiðahaldi. Ekki er síður nauðsynlegt að huga að grunnmenntuninni í okkar iðn- greinum til að þær dagi ekki uppi með úrelt námsfyrirkomulag sem stenst ekki þær kröfur er nútíma- samfélag gerir til okkar senr iðn- aðarmanna. Prentiðnaðurinn er orðinn fjár- frekari og jafnframt eykst fram- leiðni allra starfsmanna. Tækni- þróunin leiðir til að þörfin fyrir starfsþjálfun og endurmenntun eykst. Menntunin eykur á starfs- öryggi og leiðir til meiri arðsemi. Til þess að standast samkeppni er nauðsynlegt að leita stöðugt auk- innar menntunar. Prentiðnaðurinn þarf á skipulegri starfsþjálfun og endurmenntun að halda. Það er þörf á markvissri fagmenntun um prentiðnaðinn, tölvutækni og prentferli, ennfremur um nýja miðla og tækniþróun. Endur- HÆFNI og Leidari ENDUR- menntunin verður að gefa félags- mönnum kost á að fylgjast með tækninýjungum til að þeir haldi sínum störfum þrátt fyrir tækninýjungar. Þeir sem missa vinnuna verða að eiga kost á menntun í ný störf. Mikilvægt er einnig hvar á að veita slíka þjálf- un, en það er hægt í skólum eða á vinnustað. Hvað varðar endur- menntun er rétt að hún eigi sér stað í sérstökum endurmenntunar- stofnunum, það er forsenda þess að í kennslunni séu teknar upp síðustu nýjungar og að augum sé beint til framtíðar. Starfsgreinaráð í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum hefur sent frá sér þær hugmyndir er það tel- ur vænlegar til að koma til móts við nýjar kröfur í grunnmenntun og ekki síður að þær séu þannig að ungt fólk fáist til starfa í okkar iðngreinum, sem bjóða upp á mikla starfsmöguleika. I þessu blaði af Prentaranum eru settar fram þær leiðir er við teljum að séu vegvísar til framtíð- ar. Nokkrum sinnum hefur sú hug- mynd komið upp að Prenttækni- stofnun tæki upp meira samstarf við aðrar endurmenntunarstofn- anir, en án árangurs. Nokkur ár eru síðan reynt var að stofna til samstarfs við Menntafélag bygg- ingariðnaðarins og Fræðsluráð málmiðnaðarins en ekki var þá hljómgrunnur þar á bæ fyrir sam- starfí. Einnig hefur af og til verið hugað að samstarfi við Rafiðnað- arskólann m.a. með sameiginleg- um tölvunámskeiðum, en til þessa hefur ekki verið nægilega víð- tækur samstarfsáhugi allra aðila. A þessu er nú að verða nokkur breyting, ákveðið hefur verið að hefja viðræður við Rafiðnaðar- skólann um þann möguleika að vera með sameiginlegan Marg- miðlunarskóla og Prenttækni- stofnun hefur tölvunámskeið í samvinnu við Menntafélag bygg- ingariðnaðarins og Fræðsluráð málmiðnaðarins. Öll rök segja mér að þessi félög sem reka öfluga endurmenntun og skóla fyrir sína félagsmenn ættu að taka höndum saman og vera með eina sameiginlega endurmenntunar- stofnun í stað þess að vera hvert í sínu horni. Það yrði öllum okkar félagsmönnum til hagsbóta. Sept 99 sá. PRENTARINN ■ 3 prentarinn Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Jakob Viðar Guðmundsson, Kristín Helgadóttir, Sævar Hólm Pétursson, Þorkell S. Hilmarsson. Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Helvítica Ultra Compress, Stone, Times, Garamond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Ikonofix silk. Prentvinnsla: Svansprent ehf. Forsíðuna hannaði Ingunn Anna Þráinsdóttir, prentsmið- ur í Héraðsprenti. Forsíðan er framlag hennar í forsíðusam- keppni Prentarans. Rauði grunnurinn undir öllu saman er leðurbandið á nýju prentun Sálmabókarinnar. Hönd- in ofan á rauða grunninum er hönd Ingunnar. Textinn um letur- stærðir er skannaður úr glósubók föður hennar úr Prentskólanum frá árinu 1959 og textinn neðst á síðunni er tilvitnun skrifuð af henni, úr sömu glósubók. Ingunn Anna stundar nú nám í hönnun og listum í Halifax í Kanada.

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.