Prentarinn - 01.09.1999, Side 10
Bitna þJóðíÉlags-
breytingar ó börnum?
Aörar veigamiklar
breytingar.
Stóraukning varð á útivinnu
mæðra ungra barna sem var árið
1960 um 16% en hefur aukist í
yfir 80% eftir 1991, auk annarra
breytinga í íslensku þjóðlífi eins
og íbúafjölgunar á höfuðborgar-
svæðinu, þ.e.a.s. fólk hefur flust
úr sveitum til höfuðborgarinnar í
miklum mæli á undanförnum
árum. Fæðingum hjá konum á
aldrinum 15-44 ára hefur fækkað
úr 109 frá 1972 og niður í 77 eftir
1990. Svo virðist sem sumar af
þessum breytingum krefjist auk-
ins þjóðfélagslegs stuðnings fyrir
foreldra, aukningar á forvörnum
til handa börnum og unglingum
og foreldrum þeirra til að fá rétti
barna og unglinga fullnægt í
þjóðfélaginu skv. barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
Brýnt er að stórauka bráða-
þjónustu á Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur, sem er stærsta bráðamóttaka
fyrir börn og unglinga á landinu,
við hvers kyns áföllum, ofbeldi,
sjálfsvígstilraunum, áfengis-og
fíkniefnamisnotkun og sköddun-
um ásamt bráða-geðröskunum.
Taka þarf til endurskoðunar öll
lög og reglugerðir, einkum og sér
í lagi heilbrigðisreglugerðir m.t.t.
barna og unglinga, og sérstaklega
að reglugerðum sé framfylgt, sem
varða heilbrigði og þroska barna
og unglinga. Börn eiga rétt á að
fá rétta sjúkdómsgreiningu og
meðferð við hæfi barna og ung-
linga og vistast á sérhæfðum
sjúkradeildum þar sem löggiltir
sérfræðingar starfa en ekki
ófaglært starfsfólk. Stórefla þarf
kennslu og rannsóknir á börnum
og unglingum og kennslustöður
innan Háskóla Islands.
Mörgum hefur fundist að um-
burðarlyndi Íslendinga gagnvart
slysum barna og áfengisneyslu
unglinga hafi breyst í vanrækslu.
Almennt virðist vera skortur á
lögum, og að þeim sé framfylgt,
sem kveða á um réttarstöðu barna
og unglinga og foreldra þeirra.
Koma þarf á fót barna- og ung-
lingadómstólum sem geta stuðlað
að breytingu á viðhorfum foreldra
og almennings og fagfólks því
börn eru framtíð þjóðarinnar.
Islenskt þjóðfélag þarf að upp-
ræta hvers kyns refsingu sem var
eitt helsta agatæki í vitund manna
á 18. öld til að ná áhrifum í upp-
eldi barna. Umburðarlyndi og að-
gerðarleysi og að bregðast ekki
við þörfum barna og unglinga
leiðir vanalega til vanrækslu og
skaða. Ofbeldi gagnvart börnum
og hina háu slysatíðni á Islandi
virðist mega rekja fyrst og fremst
til vanrækslu stjórnvalda, bæði á
uppbyggingu á þjónustu og úr-
ræðum til handa börnum. Er
þjóðfélagið e.t.v. enn að refsa
börnum líkt og á 18. öld?
Helga Hannesdóttir flutti erindi
sitt á Málþingi Jafnréttisráðs
og Karlanefndar Jafnréttis-
ráðs sem bar yfirskriftina
„Atvinna og fjölskyldulíf vin-
ir eða fjandmenn “ á Grand
Hótel, Revkjavík, 25. mars
1999.
Um reykingar
ó vinnustöðum
Hinn 15. júní 1999 tók gildi
reglugerð um tóbaksvarnir á
vinnustöðum, reglugerð nr.
88/1999, sem sett var 2. febrúar
1999. Reglugerðin er sett með
stoð í lögum um tóbaksvarnir nr.
74/1984.
Séu lög um tóbaksvarnir skoð-
uð fela þau í sér víðtækar heim-
ildir fyrir forráðamenn húsnæðis
til að takmarka reykingar. Mark-
mið reglugerðarinnar kemur fram
í 1. gr. hennar og er að tryggja að
starfsmenn sem ekki reykja verði
ekki fyrir skaða og óþægindum af
völdum tóbaksreyks á vinnustað
og að veita fólki sem kemur á
vinnustað vegna viðskipta eða
þjónustu slíka vernd.
Almennir vinnustaðir
f þeim hluta af húsnæði stofn-
ana, fyrirtækja og annarra þar
sem almenningur leitar aðgangs
vegna afgreiðslu eða þjónustu eru
reykingar öllum óheimilar. Þetta
á við um afgreiðslusvæði, forstof-
ur, ganga, biðstofur, snyrtiher-
bergi og hvers konar áhorfenda-
svæði.
f vinnurými eru tóbaksreyking-
ar óheimilar. Þó má starfsmaður
sem er einn um vinnurými reykja
þegar hann er einn. Vinni fleiri
saman mega þeir reykja séu þeir
allir reykingamenn og samþykki
hver og einn þessa tilhögun.
Vinnurýmið má þó ekki verða
reykingaafdrep fyrir vinnustað-
inn.
Reykingar eru óheimilar í
kaffi- og matstofum. Bannað er
einnig að reykja á fundum sem
haldnir eru á vinnustaðnum.
Heimilt er að hafa afdrep fyrir
reykingar á vinnustað. Það skal
vel loftræst og því þannig fyrir
komið að tóbaksreykur berist
ekki þaðan til annarra svæða á
vinnustað.
Atvinnurekanda er heimilt að
takmarka reykingar starfsmanna í
húsnæði og á lóð meira en að
ofan getur og hefur heimild til að
banna reykingar með öllu.
Skólar
Akvæði reglugerðarinnar
banna alfarið reykingar í skólum.
í gr. 2.1. sem fjallar uni reyk-
ingar í grunnskólum, leikskól-
um og hvers konar dagvistum
barna nær bannið til húss og
ióðar. Einnig eru reykingar bann-
aðar í húsakynnum sem ætluð eru
til félags-, íþrótta- og tómstunda-
starfa barna og unglinga innan 18
ára. f gr. 2.2. sem fjallar um
framhaldsskóla og sérskóla seg-
ir að bannið nái til allra húsa-
kynna og lóða á vegum skól-
anna.
Sjúkrastofnanir
f lögum um tóbaksvarnir er
tekið fram í 10. gr. að tóbaks-
reykingar séu með öllu óheimilar
á heilsugæslustöðvum, á lækna-
stofum og öðrum stöðum þar sem
veitt er heilbrigðisþjónusta. Þetta
á þó ekki við íbúðarherbergi vist-
manna á hjúkmnar- og dvalar-
heimilum en þar er þó skylt að
gefa þeim sem ekki reykja kost á
reyklausum íbúðarherbergjum.
Þetta ákvæði kom inn í lögin
1996.
í 2. gr. reglugerðarinnar sem
fjallar um skóla og heilbrigðis-
stofnanir segir að reykingar séu
bannaðar á hjúkrunar- og dvalar-
heimilum. Nær bannið til allra
húsakynna þeirra og skal ekki
reykt á svölum og ekki í eða við
anddyri. Vistmönnum er þó
heimilt að reykja í herbergjum
sínum og leyfa þar reykingar öðr-
um en starfsmönnum.
Ljóst er að reglugerð um tó-
baksvarnir á vinnustöðum tak-
markar vemlega heimildir starfs-
fólks til reykinga í vinnunni.
Reglugerðin verður að hafa stoð í
lögunum og má ekki vera víðtæk-
ari en lögin heimila. Hvort þessi
mikla takmörkun fer út fyrir
ákvæði laganna eða hvort lögin
sjálf kunna að fara út fyrir
ákvæði mannréttindaákvæða
stjórnarskrár eða alþjóðasáttmála
ætla ég mér ekki að fuilyrða um.
Ljóst er þó að lítið er í lögunum
að finna sem tryggir rétt reyk-
ingafólks.
Lára V. Júlíusdóttir hrl.
10 ■ PRENTARINN