Prentarinn - 01.09.1999, Side 11
Gróðursetning í trjálundinum okkar.
austur, en allt kom fyrir ekki, við
enduðum á Reykjavíkurflugvelli
og þá fengu sumir sjokk því
óramir um Grænland virtust vera
að rætast, það var kallað út í vél;
„Farþegar með flugi Fl-123 til
Narsarsuuak eru vinsamlega
beðnir um að ganga um borð um
hlið 2“ Þá stóðu eigendurnir upp
Svipmyndir úr fjölbreyttu starfi
starfsmannafélagsins.
og allir fylgdu á eftir. Þegar vélin
var komin á loft bauð flugstjórinn
okkur velkomin um borð og ferð-
in til Akureyrar væri hafin. Eins
og yfirmanna okkar er von og
vísa var þetta virkilega grand og
flott, gist var á Hótel KEA, flott-
ustu búllunni í bænum og boðið
var upp á 3ja rétta máltíð með
öllu tilheyrandi og smakkaðist
sérlega vel. Svo tjúttuðu allir
langt fram eftir nóttu við undir-
leik bandsins gríðarlega og sumir
vom ekki enn farnir að sofa þegar
heim var haldið.
Öll vorum við sammála um að
þessi ferð hefði verið vel heppnuð
í alla staði, góður matur, góð
stemning, gott fólk og gott fyrir-
tæki.
Fádæma áhugi er innan þessa
fyrirtækis að setja niður tré og
runna og þessa vegna fengum við
úthlutað svæði á Nesjavöllum.
Þar var rogast með tré, skít og
annað ógeð sem fylgir þessari
áráttu og nú standa þarna um það
bii 50 tré og bera okkur vitni um
græna fingur og stóran maga eftir
grillveislu sem haldin var eftir
þetta erftði.
Fótbolti, golf og keila em okk-
ur mjög hugleikin enda miklir
hæftleikar sem búa í þessu frá-
bæra starfsfólki.
Við höfum tekið þátt í fótbolta-
móti FBM og besti árangur okkar
er þriðja sæti. Golfmót okkar, Hjá
GuðjónÓ open, er haldið ár hvert
í Sandgerði og þar er barist um
titilinn „The Master of the Brown
Jacket“ og vinningshafi ár hvert
klæddur í brúnan jakka með mik-
illi viðhöfn.
Skorað var á okkur í keilu eitt
sinn og var það félagsskapur sem
nefnir sig Fílarnir og hafa aðsetur
sitt í Bílanausti. Er skemmst frá
því að segja að við sigruðum
þessa félaga okkar enda nefndum
við okkur Mýslurnar vitandi að
fílar eru drulluhræddir við mýs.
Keilulið okkar hefur keppt við
fleiri fyrirtæki og er enn ósigrað.
Árlega höfum við bjórkvöld
sem haldið er í mars. Þar era mál
rædd, um þau samið og síðan
grátið inn á milli, allt auðvitað í
gríni.
I nóvember fyrirhugar starfs-
mannafélagið árshátíð á Hótel
Örk þar sem hellisbúarnir munu
gista og hrella þá vistmenn á
Heilsuhælinu sem ekki eru sofn-
aðir.
Auðvitað allt í gríni með rósa-
víni.
Stjórn Starfsmf.
Saga prentsmiðjunnar
Prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ var
stofnuð í maí 1992. Þrír fyrrver-
andi starfsmenn GuðjónÓ keyptu
þrotabúið og á þeirn árum sem
liðin eru frá stofnun hennar hefur
starfsemin eflst og blómstrað, og
eru starfsmenn prentsmiðjunnar í
dag um 20 talsins. Höfum við sett
okkur það takmark frá upphafi að
verða leiðandi sem vistvæn prent-
smiðja og er stefna okkar sú að
ekkert annað efni en vatn fari í
niðurfall prentsalar okkar og að
öllum þeim efnum og afgöngum
sem hægt er að endurnýta sé safn-
að saman til endurvinnslu. Því
sem ekki nýtist til endurvinnslu er
fargað á vistvænan hátt. Jurtaolía
er notuð við hreinsun prentvéla
og að sjálfsögðu notum við sem
oftast vistvænan og 100% end-
urunninn pappír.
Á þessu ári var ákveðið að
byggja við húsnæði okkar að
Þverholti 13. Þessi bygging er rétt
um 300m2 að stærð og svarar vax-
andi þörf fyrir lagerpláss auk að-
stöðu fyrir starfsfólk og fl.
Félagsstarfsemi
I nóvember 1996 ákvað stjórn
Hjá GuðjónÓ að allir starfsmenn
prentsmiðjunnar skyldu fara á
skyndihjálparnámskeið. Mæltist
þetta misjafnlega fyrir í fyrstu
meðal starfsmanna, þar sem fólk
þurfti m.a. að rífa sig upp
snemma á laugardagsmorgni. En
fljótlega breyttist viðhorf manna í
botnlausa hamingju yfir því að
læra hjartahnoð, blástursaðferð og
að binda um sár. Síðan þetta nám-
skeið var haldið fær fólk ekki frið
ef það misstígur sig eða hóstar, þá
er því umsvifalaust skellt á gólfið
með fæturna upp í loftið (til að fá
blóðstreymi til heilans).
Lenti fólk hinsvegar í vandræð-
um með Hafnfirðinginn, þar sem
ekki var ljóst á hvomm endanum
heilinn í honum var.
Starfsmannafélag var fljótlega
stofnað og er starfsemin mjög líf-
leg og skemmtileg.
Af því sem við höfum gert
mætti helst nefna að farið var til
Edinborgar og haldin þar árshátíð
með endalausri gleði og ást.
í nóvember 1997 hélt stjórn
prentsmiðjunnar upp á það að
fimm ár vom liðin frá því að þeir
tóku við rekstri og stjóm fyrir-
tækisins. Af því tilefni buðu þeir
starfsfólki sínu ásamt mökum í
óvissuferð. Spurningar vöknuðu
og starfsmenn spáðu í spilin og
einhverra hluta vegna voru allir
vissir um að þeir væru að fara til
Grænlands. Dagurinn rann upp og
hinn 1. nóvember hittust allir
starfsmenn í Þverholtinu og lang-
ferðabíll kom okkur á Árbæjar-
safn þar sem við snæddum morg-
unverð. Að því loknu skoðuðum
við gömlu prentsmiðjuna og sat
þar ekki hann Ólafur KR Hannes-
son og sýndi okkur brellurnar við
gamla handverkið. Virkilega
huggulegt og gamaldags. Að því
loknu hélt bílferðin áfram áleiðis
PRENTARINN ■ 1 1