Prentarinn - 01.09.1999, Page 12

Prentarinn - 01.09.1999, Page 12
Norræna samband bókagerðar- manna, NGU, hefur í samstarfi við GPMU í Bretlandi unnið að verkefni fyrir ungt fólk í félögun- um. Verkefnið hefur staðið yfír sl. tvö ár og var takmarkið að fela ungu fólki að gera tillögur um hvað félögin gætu gert til að vekja áhuga og koma til móts við þarfir ungs fólks. Eftir talsverða hugmyndavinnu um hvað best væri að gera til að ná til félag- anna, m.a. hugmyndir um bæk- ling, veggspjald ofl. kynningar- efni, varð niðurstaða verkefnisins að gera heimasíðu með sam- skiptaneti sem komin er í gagnið á Internetinu. Slóðin er: w w w.vfe .interbase .co.uk Síðan er ekki að fullu tilbúin og verður þróuð áfram á næstu mánuðum, en fyrirhugað er að Evrópusamband bókagerðar- manna taki verkefnið að sér í framhaldinu. A heimasíðunni hef- ur verið haldið úti spjallfundum ungs fólks á hverjum mánudegi kl. 18 að íslenskum tíma og þar mætir fólk frá Norðurlöndunum og Englandi. Markmið heimasíðunnar Aðalmarkmið verkefnisins er að þróa áfram hlutverk ungs fólks í verkalýðsfélögum í Evrópu með því að tryggja að málefni þess séu á dagskrá hjá félögunum. Sérstakt verkefni er að útbúa heimasíðuna fyrir ungt fólk til að: - geta sótt upplýsingar - geta tekið þátt í umræðum um æskulýðsmál í grafíska, papp- írs- og upplýsingaiðnaðinum - innranet á EYN heimasíðunni - heimasíðan og innranetið verða kynnt sérstaklega hóp- um ungra félagsmanna í félög- um innan Evrópusambands bókagerðarmanna Nauðsynlegt er að þróa heimasíð- una fyrir: - spjallrásir fyrir umræðuhópa - gagnabanka - til að vinna að jafnréttismálum - aðgang að réttindum um þjálf- un og vinnu Þátttakendur Félag bókagerðarmanna kom að þessu verkefni á lokastigum þess og hefur Georg Páll Skúla- son verið fulltrúi félagsins í þeirri vinnu. NGU stóð fyrir ráðstefnu fyrir ungt fólk á Norðurlöndum í byrj- un september sl. og komu saman ungmenni frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Islandi, Bretlandi og Þýskalandi til að ræða æskulýðs- starfsemi í löndunum og hvaða leiðir séu vænlegar til að virkja ungt fólk í hreyfingunni og jafn- framt að tryggja að unga fólkið gangi til liðs við félögin í barátt- unni fyrir bættum kjörum og að- búnaði vinnandi fólks. Æskulýðsstarfsemi I Svíþjóð hefur verið unnið talsvert starf til að mæta þörfum yngri aldurshópsins, m.a. hefur félagið stofnað sérstaka deild sem kallast mediaf@cket og hefur þann tilgang að laða að félags- menn sem vinna við margmiðlun og skyld störf. Haldið er úti heimasíðu sérstaklega fyrir þetta starf sem nefnist: www.mum- Svipmyndir frá starfi við undirbúning heimasíðu NCU og CPMU fyrir ungt fóik í Evrópu. mel.com og hefur henni verið vel tekið, en þar er fjallað um málefni margmiðlunar, launamál í grein- inni og margt fleira. Sænska félagið hefur mikinn metnað fyrir grunnnáminu í prentiðnaðinum og var fyrsta fé- lagið innan sænska alþýðusam- bandsins til að gera samning um grunnnámið. Engar nefndir varðandi æsku- lýðsmál sérstaklega eru starfandi innan félagsins og betur má ef duga skal. Norðmenn hafa einnig lagt nokkra áherslu á að tryggja ungu fólki rétt innan félagsins og ber deildum að tilnefna æskulýðsfull- trúa og skipa nefndir til að fjalla um málefni tengd ungu fólki. Þetta hefur tekist bærilega og eru starfandi nokkrar nefndir úti um landið. Finnar eru með sérstaka 7 manna stjórn kosna til tveggja ára í senn til að sinna málefnum unga fólksins. Haldin er sumarhátíð sérstaklega fyrir 25 ára og yngri sem eru 1400 talsins. A hátíðina mæta 150-200 manns árlega. Jafnframt er íþróttahátíð og ráð- stefnur um réttindi eru haldnar reglulega. Meginverkefni stjórnarinnar er að nálgast ungt fólk sem kemur inn á vinnumarkaðinn, kynna því réttindi sín og reyna að virkja það í félaginu, útskýra fyrir því til- gang félagsins og samstöðu launafólks í tengslum við kjara- mál og önnur réttindamál. Uþb. jafnmargir koma inn á vinnu- markaðinn og þeir sem hætta störfum fyrir aldurs sakir, en árið 2008 er gert ráð fyrir að helming- ur þeirra sem nú eru á vinnu- markaði verði eftirlaunaþegar og nýir launþegar komnir í þeirra stað. Því er afar mikilvægt að vera virk í að ná til nýrra félaga og vera leiðandi í greininni um vinnumarkaðinn. Niðurstöður A ráðstefnunni var umræða í hópum um hvernig félögin gætu komið til móts við þarfir unga fólksins og hvaða hlutverk ungt fólk gæti haft í því að efla stéttar- félögin í framtíðinni og vera í stakk búið til að fá félaga til liðs við sig. Niðurstöður voru eftirfar- andi: Hvernig löðum við ungt fólk til starfa með hreyf- ingunni? Afstaða gagnvart ungu fólki þarf að breytast til batnaðar. Þeir sem stjóma félögunum hafa til- hneigingu til að horfa framhjá sjónarmiðum ungs fólks, hinsveg- ar er einnig nauðsynlegt að sam- 12 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.