Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 13
starfsemi sambandsins og það ætti að vera sérstakur fulltrúi yngra fólksins á ráðstefnum og fundum NGU. Hvernig getum við unnið saman að æskulýðsverk- efnum? Það er mikilvægt að vefsíðan \v\vw.vfe.interbase.co.uk sé til staðar til að hægt sé að vinna saman áfram. Hún þarf að vera opin öllum. Ahugaverðast er að geta skipst á skoðunum og hug- myndum um starfið og önnur ræma sjónarmið unga og eldra fólksins, reynslan er einnig mikil- væg en ekki algild rök í öllum málum. Það er þörf fyrir meiri hreyfmgu á fólki í stjórnum félag- anna og þá sérstaklega í toppstöð- um. Sem dæmi eru formenn allra félaganna á Norðurlöndum yfir 50 ára og flestir nær 60 ára eða eldri. Mikilvægt er að félögin átti sig á þeirri hættu sem getur skap- ast ef stjórnir brenna út. Félögin eiga að ráða sérfræðinga til að sinna ákveðnum verkefnum fyrir sig. Það ætti að vera í skipulagi hvers félags að ungt fólk ætti full- trúa í stofnunum þess. Mikilvægt er að félaginn finni sig vera hluta af félaginu og að skoðanir hans, reynsla og þekking sé einhvers virði. Ungt fólk hefur annan reynsluheim en þeir sem eldri eru og því er það lífsnauðsynlegt fyrir hvert verkalýðsfélag að raddir þess heyrist. Hvernig getur NGU að- stoðað félögin til að stuðla að breytingum í þessa veru? NGU þarf að vera góð fyrir- mynd fyrir félögin og þar ætti að tryggja meiri þátttöku en minni í málefni. Hún verður að vera lif- andi og skemmtileg. Hvernig getur ungt fólk haft áhrif? Mikilvægt er að ungt fólk láti sig varða félögin og geri sitt til að reyna að breyta þeim sér til hags- bóta. Berjist fyrir sínum málum og því sem það trúir á. Aldrei að gefast upp fyrirfram. Ungt fólk þarf að vera tilbúið til að taka þátt í að styrkja félögin. Framtíð þess og aðstæður byggjast að verulegu leyti á hversu sterk samstaðan er og hversu sterk félögin eru í bar- áttunni fyrir betri kjörum og bætt- um vinnuaðstæðum. Lokaorð Það er allra hagur að félögin geri sérstakt átak í að ná til yngri meðlima. Það er einnig mjög mikilvægt að ungt fólk komi á framfæri sínum skoðunum og hvað það vill að félagið stuðli að. Félagið endurnýjast jafnt og þétt, mikið af nýjum félögum kemur inn á hverju ári á sama tíma og eldri félagar fara á eftirlaun, en á sama tíma hækkar meðalaldur í stofnunum félagsins. Tvö ný dæmi um alvarlega stöðu FBM í þessa veru eru slá- andi. Fyrir skömmu var blásið til fundar um ofangreint verkefni og til fundarins var boðið félags- mönnum 26 ára og yngri, alls 120 talsins. Aðeins einn félagsmaður sá sér fært að koma til fundarins. Hitt dæmið er að meðalaldur stjórnar FBM er 50 ár og er það sláandi hár meðalaldur að mínu mati. Því hvet ég ungt fólk til að sitja ekki auðum höndum, heldur láta til sín taka og leggja sitt af mörk- um til að sjónarmið þess heyrist. Það er ekki nóg að ætla öðrum að sjá um þessi mikilvægu mál. PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.