Prentarinn - 01.09.1999, Side 21
sólmvrkva um Kaldadal
Komið var til Reykholts (eða
Reykjaholts eins og það hét áður)
skömmu eftir hádegi og snæddur
þar hádegisverður. A borðum var
súpa og mjúkt og gott lambakjöt,
sem er að öðrum veislukosti
ólöstuðum besti matur í heimi og
er kominn tími til að íslenskir
bændur fái verðskuldað hrós fyrir
vinnu sína og menn hætti að
hnýta í þessa dugnaðarforka, sem
hafa búið með landinu í blíðu og
stríðu og aldrei gefist upp.
Eftir matinn var staðurinn
skoðaður undir leiðsögn séra
Geirs Waage, sem kom á óvart
með orðkynngi
og málsnilld sem
hrein unun var að
hlusta á, sann-
kallaður mælsku-
snillingur. For-
maðurinn hafði
reyndar lofað
okkur forsætis-
ráðherra- eða
þjóðhöfðingja-
ræðu í Reykholti
og það stóðst svo
sannarlega eins
og allt annað í þessari einstæðu
og eftirminnilegu ferð. Okkur var
sýndur uppgröfturinn sem nú á
sér stað á húsum og virkjum
Snorra, kirkjugarðurinn, þar sem
Snorri hvílir, Snorralaug, sem er
örugglega fyrsti heiti potturinn á
Islandi og furðulegt að engin
sundlaug á landinu skuli hafa
komið sér upp eftirlíkingu af
þessu frábæra mannvirki.
Það var í Reykholti sem Snorri
var veginn 1241. Sagt er að
Snorri hafi einungis mælt fram
sex orð sem tilgreind eru. Fyrst
„Ut vil ég“ við hirð Noregskon-
ungs og svo „Eigi skal höggva"
þegar griðníðingar unnu á honum
og mun skömm þeirra verða uppi
meðan Island byggist.
„Út vil ek og út hann lagði/til
íslands sama dag“ stendur í frægu
kvæði. Við hirð Noregskonungs
var litið á Island sem útland eða
skattland, svipað og Islendingar
litu á Grænland. Þegar Snorri
kom til Islands byrjaði hann strax
að ná undir sig eigum Noregskon-
ungs og einnig að semja sín
snilldarverk, sem skrifuð voru á
kálfskinn og fóru oft um hundrað
kálfar í eina bók. Frægustu verk
Snorra eru Snorra-Edda og
Heimskringla, sögur Noregskon-
unga, sem er eina heimild Norð-
manna um uppruna sinn og þaðan
er kominn hinn gífurlegi áhugi
þeirra á Snorra. Sumir ganga svo
langt að telja Snorra einn
merkasta rithöfund allra tíma.
Konungi var farið að ofbjóða
uppgangur Snorra og sendi hing-
að flugumenn til að vinna á hon-
um, eins og segir í kvæðinu:
Afþví beið hann bana síðar
fyrir buðlungs vélar stríðar.
Síðan gráta hrímgar hlíðar
og holt um Borgarfjörð
(Buðlungur = konungur, vélar
= vélabrögð).
Sannindi þessara orða má sjá á
fögrum síðsumarsmorgni þegar
sólin kyssir hnmið á laufinu og
breytir því í daggardropa eða
saknaðartár Borgfirðinga, sem
gráta mesta rithöfund sinn fyrr og
síðar.
Nú var haldið til Akraness og
byggðasafnið skoðað og Sigur-
fari, hið fræga skip sem er eftir-
líking á kútter Haraldi. Fallegur
stuðlabergssteinn er þarna, sem er
gjöf frá frum, en írskir menn
námu land á Skipaskaga. A stein-
inum er áletrun á gelísku, sem er
gamalt tungumál Ira, og hljóðar
þannig í lauslegri þýðingu:
Til góðs vinar liggja gagnvegir
þó hann séfirrfarinn.
Aður var drukkið kaffi á staðn-
um meðan Skagamenn, með arf-
taka Rikka, Donna og Þórðar Þ.
innanborðs, unnu Vestmannaey-
inga 3:0 í undanúrslitum Bikar-
keppninnar í knattspyrnu. I kaff-
inu flutti formaður skemmtilega
kveðju- og þakkarræðu og lét
þess m.a. getið, að kvartanir um
óstundvísi yrðu ekki teknar til
greina, þar sem tímaáætlun væri
gerð í lok ferða og stæðist alltaf
upp á punkt og prik.
A heimleiðinni var ekið um
Hvalfjarðargöngin, sem liggja
dýpst 175 metra undir sjó, en
Kaldidalur er í 700 metra hæð,
svo við höfum bæði verið hátt
uppi og langt niðri. Þegar göngin
voru grafin lágu úrtölumenn ekki
á liði sínu. Jarðskjálftar, eldgos,
sprungur og fjármálaævintýri
voru meðal þess, sem upp var
talið. Nú eru þessar raddir þagn-
aðar, en þær fara á kreik, næst
þegar djatfir menn leggja af stað
A útsýnispalli við Hraunfossa:
Jakobína Jakobsdóttir, Rtínar
Steindórsson, Þorbjörg Valgeirs-
dóttir, Lilja Sigurjónsdóttir og
Giistaf Símonarson.
með ný afrek. Veðrið var eins og
best verður á kosið, logn og heið-
skírt alla leið. Er hægt að biðja
um meira? Leiðsögumenn stóðu
vel fyrir sínu, en þeir voru Guð-
mundur Guðbrandsson og Tómas
Einarsson. Við kunnum þeim
bestu þakkir fyrir fróðlega leið-
sögn og þægilegt viðmót. Farar-
stjórn var í höndum stjórnar FBM
og gekk þar allt snurðulaust.
Heim var komið um áttaleytið og
héldu menn glaðir á braut með
ljúfar minningar um gott land og
gott mannlíf og hugsuðu með eft-
irvæntingu til næstu ferðar á sama
tíma að ári.
Fjórir frœknir á ferð um Kaldadal:
Asbjörn Pétursson, Torfi Þ. Olafsson, Sverrir Kjœrnested og Björn Ey-
þórsson virða fyrir sér Skúlaskeið.
Gestaþraut: Hvað heitir formaður FBM?
PRENTARINN ■ 21