Prentarinn - 01.10.1999, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.10.1999, Blaðsíða 7
Aukaaðalfundur IGF hófst að morgni 14. október með ávarpi Rene' van Tilborg forseta IGF og eftir hefðbundin ávörp og kveðjur var þingið sett. Fyrir utan skýrslur nefnda og reikninga, en fram kom að þeir væru nú í góðu jafnvægi og sjaldan hefðu verið jafn góð skil frá félögunum, lá í raun að- eins eitt mál fyrir þinginu og það var hvort IGF ætti að vera með í stofnun UNI, alþjóðasambands allra félaga er koma að fjölmiðl- un, Union Network Intemational, ásamt þrennum öðrum alþjóða- samtökum, þ.e. FIET, alþjóða- samtökum skrifstofumanna, CI, alþjóðasambandi pósts og fjar- skipta og MEI, alþjóðasamtökum í fjölmiðlun og afþreyingariðnaði. René lagði áherslu á það við setningu þingsins að með því að samþykkja sameiningu yrðum við sterkari bæði félags- og faglega og ættum auðveldara með að þjóna félagsmönnum og yrðum sterkari gagnvart atvinnurekend- um. Ættum auðveldara með að standast fjölþjóðafyrirtækjum snúning og hér gætum við tekið sögulega ákvörðun með því að ganga í þessi nýju alþjóðasamtök allra þeirra er starfa við fjölmiðl- un. En nú væru 110 ár síðan prentarar stofnuðu fyrst Evrópu- samtök og 1949 hefði IGF verið stofnað eða fyrir 50 árum. For- maður ítalska félagsins lýsti ánægju sinni og sinna félags- manna með að Italía væri valin til að taka svona veigamikla ákvörð- un. Umræður um þessa tillögu um sameiningu urðu bæði langar og strangar, spumingar eins og hvað við fengjum marga í stjóm þessa nýja alþjóðasambands, hvernig það skiptist á milli heimshluta og hvað einstök málsvæði fengju mörg sæti voru mjög ofarlega í huga margra þingfulltrúa. Aðrir lögðu út af sögunni og hefðinni, sumir óttuðust einangrun, sérstak- lega að hlutur ríkja í Afríku, Asíu og Suður- Ameríku yrði fyrir borð borinn. Svo vitnað sé í ummæli einstakra ræðumanna og það helsta sem kom fram, t.d. - Anægður með þessa stöðu og lít Aukaaðalfundir Alþjóbasambandsins ICF og Evrópu- sambandsins EGF voru haldnir dagana 14. til 17. október á lcshia á Italíu. Fulltrúi Félags bókagerðar- manna á fundunum var formaður félagsins, Sæmundur Árnason með eftirvæntingu til nýrra sam- taka. - Sú ákvörðun að ganga til samstarfs mun gera okkur sterk- ari. - Við sem erum hér í dag eig- urn að vera hamingjusamir að vera hér og geta tekið þátt í þess- ari stóru ákvörðun. - Við tölum of mikið um hin gömlu gildi, við erum með fortíðarhyggju, hættum því og horfum til framtíðar til veraldar upplýsinga og mikillar samstöðu. Þjálfun félagsmanna í margmiðlun er brýnust í endur- menntun. Látum ekki tæknina blinda okkur þannig að við gleymum félagsmanninum. - Ott- ast að þessi nýju samtök gleymi hinum fátækari. - Tæknin verður að vera fyrir fólkið. - Við höfum séð hvemig atvinnurekendur sam- einast í æ fleiri löndum, okkar svar hlýtur að vera að gera hið sama, því stærri því sterkari. - Þurfum að virkja ungt fólk og út- skýra hve samstaðan er mikilvæg. A meðan á þinghaldi stóð var einnig mikið um viðræður á milli einstakra landa, þar sem menn báru saman bækur sínar og stjóm NGU hélt einnig nokkra stjórnar- fundi þessa daga. Philipps Jenkins frá FIET flutti einnig ávarp og gat þess að FIET, MEI og CI hefðu samþykkt aðild að UNI og vænti þess að IGF mundi gera hið sama. Það vakti einnig athygli mína hve allir lögðu mikla áherslu á að Netið, media eða Multimedia væri nýr miðill og virtist þá ekki greina mikið á um hver hefði yf- irráð yfir hinum nýja miðli. Þetta sé nýr heimur sem við eigum að vinna saman í. Ljóst er að mörg aðildarfélög telja ekki grundvöll fyrir því að media sé okkar fag. A sínum tíma þóttu það merkileg tímamót þegar félög í prentiðnaði tóku höndum saman og samein- uðust, nú eru nýir tímar og nýr heimur og prentarar, útvarp, sjón- varp, rafræn media, öll fjölnriðlun verði ein og við eigum að taka höndum saman, það er ný framtíð á nýrri öld. Eftir tveggja daga umræður var orðið ljóst að hveiju dró og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vera með í að stofna hin nýju alþjóðasam- tök UNI og var IGF, sem starfað hafði í 50 ár, þar með lagt niður. Stjórn UNI verður þannig skip- uð: forseti, fjórir varaforsetar, að- alritari og gjaldkeri. I fulltrúaráði verða 5 frá MEI, 13 frá IGF, þar af 2 frá NGU, 29 frá CI og 50 frá FIET. Fulltrúar NGU í fulltrúaráðinu verða Finn Erik Thoresen frá Noregi og Mal- te Eriksson frá Svíþjóð. Þótt IGF hafi verið lagt niður sem alþjóða- samtök var ákveðið að það yrði áfram sem svæðisbundið sam- band, þ.e. UNI-sektor sem mun halda utan um þau sérákvæði er varða prentiðnaðinn. Aukaaðalfundur Evrópusam- bandsins var síðan haldinn 16. til 17. október og þar var einnig að- almálið samstarf innan UNI og að IGF hafði verið lagt niður og væntanlegt samstarf innan UNI. Eftir að Tony Dubbins hafði sett Evrópuþingið voru skýrslur stjórnar, nefnda og reikningar lögð fram. Eftir nokkrar umræður um UNI var samþykkt að fylgja eftir ákvörðunum IGF þingsins og EGF lagt niður í núverandi mynd en stofnuð sérstök Evrópudeild EGF Regional sem mun starfa sem sérstök undirdeild innan UNI og sama stjóm starfa út kjörtíma- bilið. Eins og oft áður komu þama fram ótrúlegar upplýsingar um vinnuaðstæður í Austur-Evr- ópu sem erfitt er að skilja og setja sig í spor þeirra sem þar starfa. Öll öryggismál í molum og eins og þeir segja, öll verkalýðshreyf- ing í rúst, enginn til að semja við þar sem samtök atvinnurekenda em víðast ekki til og þegar dag- vinnulaun eru komin ofan í einn dollar þá er ekkert að semja um. Samningar eins og tíðkast í Vest- ur-Evrópu eru ekki til í Austur- Evrópu, hvað þá með önnur rétt- indi, og svo tröllríður svokölluð einkavæðing flestöllum þessum þjóðfélögum. Þjóðverjar voru með tillögu fyrir þinginu um 35 stunda vinnuviku og aukavinnu- bann sem fékk vægast sagt dræm- ar undirtektir, því eins og margir sögðu: það sem hentar Þjóðverj- um gildir ekki annars staðar. Nið- urstaða þessara tillagna varð sú að sameiginlegt áhugamál væri að stytta vinnutíma. Hvemig við fær- um að því gæti unnist í hverju landi með þeim aðferðum er passa hverjum og einum. UNI - Union Network Intemational verður að veruleika um áramót. Auka- aðalfundur IGF samþykkti einróma að ganga til sam- starfs ásamt þrem öðrum alþjóðasamböndutn með um 16 tnilljónir félagsmaniia í 800 félögum í 140 löndum. PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.